Einar: Ég er aldrei sammála dómurunum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 24. febrúar 2019 18:30 Einar er hann þjálfaði Stjörnuna. vísir/vilhelm Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, var svekktur eftir tap sinna manna gegn Haukum í Olís-deild karla í dag. „Ég er svekktur með tap og það er alltaf leiðinlegt að tapa og ég hefði viljað fá stig eða 2 stig hérna í dag en frammistaðan var jákvæð og við getum tekið það úr leiknum.” Hann sagði að það væri klárlega svekkjandi að hafa ekki náð að taka stig úr leiknum miðað við stöðuna í hálfleik og vandræðin sem Haukarnir voru í. „Við erum svolítið sjálfum okkur verstir. Hefðum getað verið yfir í hálfleik og ætluðum að fylgja því eftir inn í seinni hálfleik en við byrjum báða hálfleika illa og að elta Hauka er mjög erfitt.” „En vandræðin sem þeir lenda í koma vegna þess að við erum bara að spila hörkuvörn og við gátum kannski með smá heppni og betri nýtingu náð að stela stigi.” Einar sagði að liðið hafi verið með aðeins of mikið af töpuðum boltum í dag en bæði lið voru oft á tíðum að kasta boltanum frá sér eða gera klaufaleg mistök. „Það má ekki á móti svona góðu liði eins og Haukum, tapa þetta mörgum boltum og það er margt sem við getum lagað en kannski eru Haukarnir einu númeri of stórir fyrir okkur.” Hann segist líta á Fram leikinn sem ákveðinn úrslitaleik í fallbaráttunni og segir þá vera með frábært lið sem þurfi að undirbúa sig vel undir. Það verði verðugt verkefni í næstu umferð. Að lokum sagðist hann ekkert geta tjáð sig varðandi rauða spjaldið sem Halldór Ingi fékk fyrir að fara í Ásmund Atlason. „Ég er aldrei sammála dómurunum. Ég sá þetta reyndar ekki og ég man ekkert hver fékk rautt en þeir dæmdu samt vel í dag og voru góðir þannig ég treysti þeim alveg fyrir þessari ákvörðun.” Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Grótta 25-21 | Skyldusigur Hauka Haukarnir náðu í skyldustig í dag. 24. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, var svekktur eftir tap sinna manna gegn Haukum í Olís-deild karla í dag. „Ég er svekktur með tap og það er alltaf leiðinlegt að tapa og ég hefði viljað fá stig eða 2 stig hérna í dag en frammistaðan var jákvæð og við getum tekið það úr leiknum.” Hann sagði að það væri klárlega svekkjandi að hafa ekki náð að taka stig úr leiknum miðað við stöðuna í hálfleik og vandræðin sem Haukarnir voru í. „Við erum svolítið sjálfum okkur verstir. Hefðum getað verið yfir í hálfleik og ætluðum að fylgja því eftir inn í seinni hálfleik en við byrjum báða hálfleika illa og að elta Hauka er mjög erfitt.” „En vandræðin sem þeir lenda í koma vegna þess að við erum bara að spila hörkuvörn og við gátum kannski með smá heppni og betri nýtingu náð að stela stigi.” Einar sagði að liðið hafi verið með aðeins of mikið af töpuðum boltum í dag en bæði lið voru oft á tíðum að kasta boltanum frá sér eða gera klaufaleg mistök. „Það má ekki á móti svona góðu liði eins og Haukum, tapa þetta mörgum boltum og það er margt sem við getum lagað en kannski eru Haukarnir einu númeri of stórir fyrir okkur.” Hann segist líta á Fram leikinn sem ákveðinn úrslitaleik í fallbaráttunni og segir þá vera með frábært lið sem þurfi að undirbúa sig vel undir. Það verði verðugt verkefni í næstu umferð. Að lokum sagðist hann ekkert geta tjáð sig varðandi rauða spjaldið sem Halldór Ingi fékk fyrir að fara í Ásmund Atlason. „Ég er aldrei sammála dómurunum. Ég sá þetta reyndar ekki og ég man ekkert hver fékk rautt en þeir dæmdu samt vel í dag og voru góðir þannig ég treysti þeim alveg fyrir þessari ákvörðun.”
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Grótta 25-21 | Skyldusigur Hauka Haukarnir náðu í skyldustig í dag. 24. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Grótta 25-21 | Skyldusigur Hauka Haukarnir náðu í skyldustig í dag. 24. febrúar 2019 18:45