Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 17:41 Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. Fréttablaðið/Stefán Í samráðsgáttinni liggur frumvarp um innflutning landbúnaðarafurða frá EES-svæðinu. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hafa unnið að bæði aðgerðaráætlun og frumvarpi til laga til að bregðast við dómum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur birt í samráðsgáttinni frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um dýrasjúkdóma. Kveðið er á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan EES. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Sjá nánar: Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Samhliða frumvarpinu hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnt aðgerðaráætlun til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands vegna skilyrða fyrir innflutning á tilteknum landbúnaðarafurðum.Bregðast við tveimur dómum Aðgerðaráætluninni og frumvarpinu er ætlað að bregðast við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands frá 11. október 2008 og EFTA-dómstólsins frá 14. nóvember 2017 þess efnis að núverandi leyfisveitingakerfi, við innflutning á kjöti og eggjum og krafa um frystingu kjöts, brjóti í bága við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum. Leyfisveitingakerfið felur í sér að óheimilt sé að flytja inn kjöt og egg til landsins nema með sérstakri heimild Matvælastofnunar og vottorð um að vörurnar hafi verið geymdar við að minnsta kosti -18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu. Árið 2007 tóku íslensk stjórnvöld ákvörðun um að heimila innflutninga á ófrystu kjöti og afnema þannig leyfisveitingakerfið með það fyrir augum að tryggja stöðu Íslands á hinum ábatasama innri markaði evrópska efnahagssvæðisins. Ákvörðunin var staðfest á Alþingi árið 2009. Þrátt fyrir ákvörðunina var lögum landsins ekki breytt til samræmis við þessar skuldbindingar gagnvart EES en EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur staðfestu að því að stjórnvöld hefðu með þessu brotið gegn skuldbindingum sínum. Skaðabótaskylda íslenska ríkisins hefur verið staðfest. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þrátt fyrir að það sé mikilvægt að virða skuldbindingarnar megi ekki bjóða hættunni heim með óvarkárni í tengslum við breytingarnar en tekið er fram að enginn afsláttur verði gefinn af eftirliti heldur skuli öryggi matvæla og dýraheilbrigði vera áfram í öndvegi. Umsagnarfrestur er til 6. mars næstkomandi.Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðaráætlun sína sem ætlað er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið Evrópusambandið Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. 14. október 2018 22:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. 18. nóvember 2016 12:08 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Í samráðsgáttinni liggur frumvarp um innflutning landbúnaðarafurða frá EES-svæðinu. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hafa unnið að bæði aðgerðaráætlun og frumvarpi til laga til að bregðast við dómum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur birt í samráðsgáttinni frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um dýrasjúkdóma. Kveðið er á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan EES. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Sjá nánar: Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Samhliða frumvarpinu hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnt aðgerðaráætlun til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands vegna skilyrða fyrir innflutning á tilteknum landbúnaðarafurðum.Bregðast við tveimur dómum Aðgerðaráætluninni og frumvarpinu er ætlað að bregðast við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands frá 11. október 2008 og EFTA-dómstólsins frá 14. nóvember 2017 þess efnis að núverandi leyfisveitingakerfi, við innflutning á kjöti og eggjum og krafa um frystingu kjöts, brjóti í bága við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum. Leyfisveitingakerfið felur í sér að óheimilt sé að flytja inn kjöt og egg til landsins nema með sérstakri heimild Matvælastofnunar og vottorð um að vörurnar hafi verið geymdar við að minnsta kosti -18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu. Árið 2007 tóku íslensk stjórnvöld ákvörðun um að heimila innflutninga á ófrystu kjöti og afnema þannig leyfisveitingakerfið með það fyrir augum að tryggja stöðu Íslands á hinum ábatasama innri markaði evrópska efnahagssvæðisins. Ákvörðunin var staðfest á Alþingi árið 2009. Þrátt fyrir ákvörðunina var lögum landsins ekki breytt til samræmis við þessar skuldbindingar gagnvart EES en EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur staðfestu að því að stjórnvöld hefðu með þessu brotið gegn skuldbindingum sínum. Skaðabótaskylda íslenska ríkisins hefur verið staðfest. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þrátt fyrir að það sé mikilvægt að virða skuldbindingarnar megi ekki bjóða hættunni heim með óvarkárni í tengslum við breytingarnar en tekið er fram að enginn afsláttur verði gefinn af eftirliti heldur skuli öryggi matvæla og dýraheilbrigði vera áfram í öndvegi. Umsagnarfrestur er til 6. mars næstkomandi.Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðaráætlun sína sem ætlað er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið
Evrópusambandið Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. 14. október 2018 22:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. 18. nóvember 2016 12:08 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. 14. október 2018 22:00
Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27
Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. 18. nóvember 2016 12:08