Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2019 11:40 Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnisstjóri Textílmiðstöðvarinnar. Stöð 2/Einar Árnaason. Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Þar dvelja nú innlendir og erlendir listamenn og hönnuðir um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína í textíl. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Húsið var að meginhluta byggt árið 1912 og hýsti í sjö áratugi einhverja mikilvægustu stofnun sveitanna í Húnavatnssýslum. Þótt starfsemi Kvennaskólans lyki árið 1978 nýtist þetta virðulega hús enn.Gamli Kvennaskólinn stendur við ós Blöndu, á norðurbakkanum.Stöð 2/Einar Árnason.Textílsetur Íslands hefur raunar starfað þar í fjórtán ár en með samruna við Þekkingarmiðstöð á Blönduósi varð Textílmiðstöð Íslands formlega til núna í ársbyrjun. „Við erum í rauninni að efla textílinn og stefnum á það að hönnuðir, listamenn og handverksfólk geti komið hingað til okkar á Blönduós til þess að vinna að sinni hönnun; bæta við sig þekkingu,“ segir Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Stöð 2/Einar Árnason.Þangað sækir textílfólk víða að úr heiminum. Þetta er alþjóðlegt umhverfi og í húsinu býðst því bæði gisti- og vinnuaðstaða. „Í ár lítur út fyrir að við fáum á að giska 90 til 100 listamenn og hönnuði hérna til okkar í listamiðstöðina,“ segir Elsa. Þeir dvelja í minnst mánuð og sumir upp í tvo. Þá koma skólahópar í styttri heimsóknir frá innlendum og erlendum lista- og handverksskólum.Frá starfsemi Textílmiðstöðvarinnar í gamla Kvennaskólanum.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnisstjóri Textílmiðstöðvarinnar, segir að gömlum nemendum Kvennaskólans þyki dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. Augu þeirra verði tvítug aftur af gleði þegar þeir komi í heimsókn í gamla skólann sinn og minnist þeirra góðu daga sem þar voru. Húsmæðraskólarnir annars höfðu orð á sér fyrir að vera helstu hjónabandsmiðlanir dreifbýlisins. En gegndi þessi sama hlutverki á Blönduósi? „Að sjálfsögðu. Það var nú bara maður hérna í morgun sem sagði: Hvernig hefðum við farið að hefði ekki verið kvennaskóli hérna á Blönduósi,“ segir Jóhanna og hlær. Áætlað er að um eitthundrað listamenn og hönnuðir dvelji í ár í Textílmiðstöðinni um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína á sviði textíls.Stöð 2/Einar Árnason.Nánar verður fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00 Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Kynntu sér nýja kynslóð fatahönnuða Það var mikið um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu í gær þegar tískusýning níu útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fór fram. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á sýninguna og kynntu sér þessa nýju kynslóð fatahönnuða og afrakstur þeirra eftir þriggja ára nám. 4. maí 2017 10:30 Við nálgumst söguna sem vefarar Bókin Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja verður kynnt í dag í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að Nethyl 2e. Höfundarnir eru þrjár konur. Ein þeirra er Hildur Hákonardóttir. 15. desember 2017 10:15 Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Þar dvelja nú innlendir og erlendir listamenn og hönnuðir um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína í textíl. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Húsið var að meginhluta byggt árið 1912 og hýsti í sjö áratugi einhverja mikilvægustu stofnun sveitanna í Húnavatnssýslum. Þótt starfsemi Kvennaskólans lyki árið 1978 nýtist þetta virðulega hús enn.Gamli Kvennaskólinn stendur við ós Blöndu, á norðurbakkanum.Stöð 2/Einar Árnason.Textílsetur Íslands hefur raunar starfað þar í fjórtán ár en með samruna við Þekkingarmiðstöð á Blönduósi varð Textílmiðstöð Íslands formlega til núna í ársbyrjun. „Við erum í rauninni að efla textílinn og stefnum á það að hönnuðir, listamenn og handverksfólk geti komið hingað til okkar á Blönduós til þess að vinna að sinni hönnun; bæta við sig þekkingu,“ segir Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Stöð 2/Einar Árnason.Þangað sækir textílfólk víða að úr heiminum. Þetta er alþjóðlegt umhverfi og í húsinu býðst því bæði gisti- og vinnuaðstaða. „Í ár lítur út fyrir að við fáum á að giska 90 til 100 listamenn og hönnuði hérna til okkar í listamiðstöðina,“ segir Elsa. Þeir dvelja í minnst mánuð og sumir upp í tvo. Þá koma skólahópar í styttri heimsóknir frá innlendum og erlendum lista- og handverksskólum.Frá starfsemi Textílmiðstöðvarinnar í gamla Kvennaskólanum.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnisstjóri Textílmiðstöðvarinnar, segir að gömlum nemendum Kvennaskólans þyki dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. Augu þeirra verði tvítug aftur af gleði þegar þeir komi í heimsókn í gamla skólann sinn og minnist þeirra góðu daga sem þar voru. Húsmæðraskólarnir annars höfðu orð á sér fyrir að vera helstu hjónabandsmiðlanir dreifbýlisins. En gegndi þessi sama hlutverki á Blönduósi? „Að sjálfsögðu. Það var nú bara maður hérna í morgun sem sagði: Hvernig hefðum við farið að hefði ekki verið kvennaskóli hérna á Blönduósi,“ segir Jóhanna og hlær. Áætlað er að um eitthundrað listamenn og hönnuðir dvelji í ár í Textílmiðstöðinni um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína á sviði textíls.Stöð 2/Einar Árnason.Nánar verður fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00 Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Kynntu sér nýja kynslóð fatahönnuða Það var mikið um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu í gær þegar tískusýning níu útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fór fram. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á sýninguna og kynntu sér þessa nýju kynslóð fatahönnuða og afrakstur þeirra eftir þriggja ára nám. 4. maí 2017 10:30 Við nálgumst söguna sem vefarar Bókin Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja verður kynnt í dag í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að Nethyl 2e. Höfundarnir eru þrjár konur. Ein þeirra er Hildur Hákonardóttir. 15. desember 2017 10:15 Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00
Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30
Kynntu sér nýja kynslóð fatahönnuða Það var mikið um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu í gær þegar tískusýning níu útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fór fram. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á sýninguna og kynntu sér þessa nýju kynslóð fatahönnuða og afrakstur þeirra eftir þriggja ára nám. 4. maí 2017 10:30
Við nálgumst söguna sem vefarar Bókin Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja verður kynnt í dag í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að Nethyl 2e. Höfundarnir eru þrjár konur. Ein þeirra er Hildur Hákonardóttir. 15. desember 2017 10:15
Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5. nóvember 2018 21:00