„Við fáum að halda kvennaverkfall á morgun“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. mars 2019 13:22 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir að dómur var kveðinn upp í dag. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu og Karl Ó. Karlsson, lögmann Eflingar, strax eftir að dómur var kveðinn upp. „Þetta fór eins vel og hugsast gat. […] Já, við fáum að halda kvennaverkfall á morgun,“ voru fyrstu viðbrögð Sólveigar Önnu þegar hún kom út úr dómsal Félagsdóms rétt eftir klukkan 13 en morgundagurinn, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Spurð hvort þetta væri léttir eftir allt sem á undan væri gengið sagði Sólveig Anna: „Mér er kannski ekkert endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð.“Klofinn FélagsdómurEn var aldrei vafi í huga lögmannsins? „Það er náttúrulega alltaf vafi og náttúrulega rök á báða bóga. Dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir töldu að það væri rétt að sýkna, einn vildi dæma verkfallið ólögmætt þannig að verkfallið stendur,“ sagði Karl. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um fleiri verkfallsboðanir hjá Eflingu og segir Sólveig Anna að niðurstaða Félagsdóms gefi væntanlega einhverja góða von um þá atkvæðagreiðslu. Alls munu um 700 félagsmenn í Eflingu, það eru þernur á hótelum og gistiheimilum, leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna á ekki von á öðru en að allt muni fara friðsamlega fram en verkfallið nær til þeirra sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Kjósarsýslu að Botnsá, í Hveragerði og Ölfusi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það hafi vaknað sá grunur að Samtök atvinnulífsins hafi verið að beita lagaklækjum til þess að koma í veg fyrir að fólk gæti nýtt sér lýðræðisleg og stjórnarskrárvarin réttindi. Hann segir að sá grunur vakni vegna þess hversu veikur fótur hafi verið fyrir málinu. „Ég las mig í gegnum þessar greinagerðir, bæði frá SA og sem Karl lögmaður okkar gerði, þó ég sé leikmaður þá verð ég að viðurkenna að ég gat aldrei skilið þennan málatilbúnað,“ segir Viðar.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu og Karl Ó. Karlsson, lögmann Eflingar, strax eftir að dómur var kveðinn upp. „Þetta fór eins vel og hugsast gat. […] Já, við fáum að halda kvennaverkfall á morgun,“ voru fyrstu viðbrögð Sólveigar Önnu þegar hún kom út úr dómsal Félagsdóms rétt eftir klukkan 13 en morgundagurinn, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Spurð hvort þetta væri léttir eftir allt sem á undan væri gengið sagði Sólveig Anna: „Mér er kannski ekkert endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð.“Klofinn FélagsdómurEn var aldrei vafi í huga lögmannsins? „Það er náttúrulega alltaf vafi og náttúrulega rök á báða bóga. Dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir töldu að það væri rétt að sýkna, einn vildi dæma verkfallið ólögmætt þannig að verkfallið stendur,“ sagði Karl. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um fleiri verkfallsboðanir hjá Eflingu og segir Sólveig Anna að niðurstaða Félagsdóms gefi væntanlega einhverja góða von um þá atkvæðagreiðslu. Alls munu um 700 félagsmenn í Eflingu, það eru þernur á hótelum og gistiheimilum, leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna á ekki von á öðru en að allt muni fara friðsamlega fram en verkfallið nær til þeirra sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Kjósarsýslu að Botnsá, í Hveragerði og Ölfusi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það hafi vaknað sá grunur að Samtök atvinnulífsins hafi verið að beita lagaklækjum til þess að koma í veg fyrir að fólk gæti nýtt sér lýðræðisleg og stjórnarskrárvarin réttindi. Hann segir að sá grunur vakni vegna þess hversu veikur fótur hafi verið fyrir málinu. „Ég las mig í gegnum þessar greinagerðir, bæði frá SA og sem Karl lögmaður okkar gerði, þó ég sé leikmaður þá verð ég að viðurkenna að ég gat aldrei skilið þennan málatilbúnað,“ segir Viðar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20