Tímabært að leyfa sölu bjórs beint frá brugghúsum Sighvatur Jónsson skrifar 1. mars 2019 16:15 Íslensk brugghús reka mörg hver veitingasölu en viðskiptavinir mega ekki kaupa bjór af brugghúsunum á flöskum og taka með sér heim. Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. Í dag eru 30 ár liðin frá því að sala bjórs var leyfð aftur á Íslandi eftir margra áratuga bann. Árið 1915 tók gildi bann við áfengisneyslu á Íslandi. Bjór var ekki leyfður aftur fyrr en 74 árum síðar, 1. mars 1989. Fyrsta daginn gátu viðskiptavinir vínbúða í Reykjavík valið á milli fimm tegunda bjórs. Nú 30 árum síðar framleiðir hver íslenskur framleiðanda hið minnsta jafn margar tegundir og í boði voru þá.Yfir hundrað íslenskar bjórtegundir 24 framleiðendur sem framleiða áfengi frá grunni, aðallega bjór, eru í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Samtökin voru stofnuð fyrir um ári. Sigurður Pétur Snorrason, formaður stjórnar samtakanna, ætlar að fagna bjórdeginum með félögum í samtökunum á bjórhátíð á Árskógssandi í kvöld. Sigurður segir að brugghúsin skapi atvinnu í héraði og laði að sér bæði starfsmenn og ferðamenn. Aðspurður um fjölda íslenskra bjórtegunda segir hann að hvert brugghús framleiði um fimm til tíu tegundir, íslenskar bjórtegundir séu því vel yfir hundrað talsins.Bjórsala beint frá býli Ferðamennska og kynning á framleiðslu bjórs er hluti reksturs margra brugghúsa. Mörg þeirra hafa opnað eigin veitingasölu og selja bjór á staðnum. Sigurður Pétur Snorrason segir tímabært að leyfa sölu bjórs beint úr brugghúsum þannig að viðskiptavinir geti tekið hann með sér heim. „Í Bandaríkjunum geturðu farið inn í næsta brugghús með stóra flösku og fengið hana fyllta og farið með hana heim fulla af bjór. Slíkt er ekki hægt hér út af lögum. En ef þetta frumvarp sem er búið að liggja fyrir í mörg ár verður samþykkt þá heimilar það stofnun sérverslana með áfengi. En við viljum líka fá að sjá að brugghúsið þyrfti ekki að taka það aukaskref heldur fengi bara leyfi til að selja beint til þeirra sem koma að heimsækja brugghúsið,“ segir Sigurður Pétur. Íslenskur bjór Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Sjá meira
Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. Í dag eru 30 ár liðin frá því að sala bjórs var leyfð aftur á Íslandi eftir margra áratuga bann. Árið 1915 tók gildi bann við áfengisneyslu á Íslandi. Bjór var ekki leyfður aftur fyrr en 74 árum síðar, 1. mars 1989. Fyrsta daginn gátu viðskiptavinir vínbúða í Reykjavík valið á milli fimm tegunda bjórs. Nú 30 árum síðar framleiðir hver íslenskur framleiðanda hið minnsta jafn margar tegundir og í boði voru þá.Yfir hundrað íslenskar bjórtegundir 24 framleiðendur sem framleiða áfengi frá grunni, aðallega bjór, eru í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Samtökin voru stofnuð fyrir um ári. Sigurður Pétur Snorrason, formaður stjórnar samtakanna, ætlar að fagna bjórdeginum með félögum í samtökunum á bjórhátíð á Árskógssandi í kvöld. Sigurður segir að brugghúsin skapi atvinnu í héraði og laði að sér bæði starfsmenn og ferðamenn. Aðspurður um fjölda íslenskra bjórtegunda segir hann að hvert brugghús framleiði um fimm til tíu tegundir, íslenskar bjórtegundir séu því vel yfir hundrað talsins.Bjórsala beint frá býli Ferðamennska og kynning á framleiðslu bjórs er hluti reksturs margra brugghúsa. Mörg þeirra hafa opnað eigin veitingasölu og selja bjór á staðnum. Sigurður Pétur Snorrason segir tímabært að leyfa sölu bjórs beint úr brugghúsum þannig að viðskiptavinir geti tekið hann með sér heim. „Í Bandaríkjunum geturðu farið inn í næsta brugghús með stóra flösku og fengið hana fyllta og farið með hana heim fulla af bjór. Slíkt er ekki hægt hér út af lögum. En ef þetta frumvarp sem er búið að liggja fyrir í mörg ár verður samþykkt þá heimilar það stofnun sérverslana með áfengi. En við viljum líka fá að sjá að brugghúsið þyrfti ekki að taka það aukaskref heldur fengi bara leyfi til að selja beint til þeirra sem koma að heimsækja brugghúsið,“ segir Sigurður Pétur.
Íslenskur bjór Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Sjá meira