Íslenskar konur lögðu áherslu á að hafa fallegt í kringum sig Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2019 21:15 Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi, sýnir þjóðbúningana. Stöð 2/Einar Árnason. Í safni, sem ekki á sinn líka hérlendis, má sjá hvernig undirfötum íslenskar konur klæddust fyrr á tímum og kynnast hugmyndafræðinni á bak við íslenska skautbúninginn. Safnið finnst norður í Húnavatnssýslum en fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2. Það heitir Heimilisiðnaðarsafnið og á sér yfir fjörutíu ára sögu á Blönduósi. Það stendur við hlið gamla Kvennaskólans á norðurbakka Blöndu skammt frá ósnum. „Þetta er eina safn sinnar tegundar á Íslandi og við erum sérstaklega að vekja athygli á menningararfi kvenna,“ segir Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins.Heimilisiðnaðarsafnið er á norðurbakka Blöndu, við hlið gamla Kvennaskólans.Stöð 2/Einar Árnason.Í sýningarsal sem kallast „Herbergið hennar“ segir Elín okkur að hvort sem var á fátækum eða efnameiri heimilum hafi íslenskar konur lagt mikla áherslu á að hafa fallegt í kringum sig. „Undirfötin, þetta var hvítt, þetta var fallegt, þetta var útbróderað. Sama með sængurfatnað. Falleg milliver. Sængurver voru ekki tekin í notkun fyrr en búið var að merkja þau,“ segir Elín. Í þjóðbúningsal má sjá peysuföt og skautbúninga. Þar sýnir Elín okkur hvernig framreiðslustúlkur voru klæddar þegar þær gengu um beina í heimsókn Danakonungs árið 1907; í upphlut með hvítri skyrtu og slaufu.Halldóra Bjarnadóttir við ritvélina en hún varð landsþekkt fyrir greinaskrif og útvarpserindi um störf kvenna.Mynd/Heimilisiðnaðarsafnið.Það var karlmaður sem hannaði skautbúninginn, Sigurður Guðmundsson málari, í kringum 1860. „Hann var mjög rómantískur, hann Sigurður. Hann leit svo á að konan ætti að vera svona tákn fyrir þjóðina, fyrir landið. Blæjan, faldurinn, spöngin; þetta eru tákn fyrir jöklana, fjöllin, sólina,“ segir Elín. Halldórustofa, helguð Halldóru Bjarnadóttur, sem var frumkvöðull í því að halda menningu kvenna á lofti, þykir sumum helgidómur en þar má sjá persónulega muni hennar. „Stólinn sem hún kallaði ævinlega hásætið sitt og sagði gjarnan við gesti: Tylltu þér í hásætið og ég gef þér sérríglas.“ Halldóra varð 108 ára gömul og þegar hún lést árið 1981 hafði enginn Íslendingur náð svo háum aldri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Ferðamennska á Íslandi Menning Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Hvetur fólk til að klæðast íslenska þjóðbúningnum Þjóðbúningadagurinn var haldinn í Safnahúsinu í dag. Dagurinn er liður í því að hvetja landsmenn til að klæða sig oftar upp í Þjóðbúning, en formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands vill sjá fólk í þjóðbúningi við öll tilefni. 10. mars 2019 18:47 Leyniformúlan gerir Blönduós mikilvægan fyrir fiskútflutning Leyniformúla, sem varðveitt er í læstu hólfi, er lykilinn að því að lítið fyrirtæki á Blönduósi er orðið þýðingarmikið fyrir fiskútflutning þjóðarinnar. 14. mars 2019 22:30 Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Í safni, sem ekki á sinn líka hérlendis, má sjá hvernig undirfötum íslenskar konur klæddust fyrr á tímum og kynnast hugmyndafræðinni á bak við íslenska skautbúninginn. Safnið finnst norður í Húnavatnssýslum en fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2. Það heitir Heimilisiðnaðarsafnið og á sér yfir fjörutíu ára sögu á Blönduósi. Það stendur við hlið gamla Kvennaskólans á norðurbakka Blöndu skammt frá ósnum. „Þetta er eina safn sinnar tegundar á Íslandi og við erum sérstaklega að vekja athygli á menningararfi kvenna,“ segir Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins.Heimilisiðnaðarsafnið er á norðurbakka Blöndu, við hlið gamla Kvennaskólans.Stöð 2/Einar Árnason.Í sýningarsal sem kallast „Herbergið hennar“ segir Elín okkur að hvort sem var á fátækum eða efnameiri heimilum hafi íslenskar konur lagt mikla áherslu á að hafa fallegt í kringum sig. „Undirfötin, þetta var hvítt, þetta var fallegt, þetta var útbróderað. Sama með sængurfatnað. Falleg milliver. Sængurver voru ekki tekin í notkun fyrr en búið var að merkja þau,“ segir Elín. Í þjóðbúningsal má sjá peysuföt og skautbúninga. Þar sýnir Elín okkur hvernig framreiðslustúlkur voru klæddar þegar þær gengu um beina í heimsókn Danakonungs árið 1907; í upphlut með hvítri skyrtu og slaufu.Halldóra Bjarnadóttir við ritvélina en hún varð landsþekkt fyrir greinaskrif og útvarpserindi um störf kvenna.Mynd/Heimilisiðnaðarsafnið.Það var karlmaður sem hannaði skautbúninginn, Sigurður Guðmundsson málari, í kringum 1860. „Hann var mjög rómantískur, hann Sigurður. Hann leit svo á að konan ætti að vera svona tákn fyrir þjóðina, fyrir landið. Blæjan, faldurinn, spöngin; þetta eru tákn fyrir jöklana, fjöllin, sólina,“ segir Elín. Halldórustofa, helguð Halldóru Bjarnadóttur, sem var frumkvöðull í því að halda menningu kvenna á lofti, þykir sumum helgidómur en þar má sjá persónulega muni hennar. „Stólinn sem hún kallaði ævinlega hásætið sitt og sagði gjarnan við gesti: Tylltu þér í hásætið og ég gef þér sérríglas.“ Halldóra varð 108 ára gömul og þegar hún lést árið 1981 hafði enginn Íslendingur náð svo háum aldri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Ferðamennska á Íslandi Menning Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Hvetur fólk til að klæðast íslenska þjóðbúningnum Þjóðbúningadagurinn var haldinn í Safnahúsinu í dag. Dagurinn er liður í því að hvetja landsmenn til að klæða sig oftar upp í Þjóðbúning, en formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands vill sjá fólk í þjóðbúningi við öll tilefni. 10. mars 2019 18:47 Leyniformúlan gerir Blönduós mikilvægan fyrir fiskútflutning Leyniformúla, sem varðveitt er í læstu hólfi, er lykilinn að því að lítið fyrirtæki á Blönduósi er orðið þýðingarmikið fyrir fiskútflutning þjóðarinnar. 14. mars 2019 22:30 Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Hvetur fólk til að klæðast íslenska þjóðbúningnum Þjóðbúningadagurinn var haldinn í Safnahúsinu í dag. Dagurinn er liður í því að hvetja landsmenn til að klæða sig oftar upp í Þjóðbúning, en formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands vill sjá fólk í þjóðbúningi við öll tilefni. 10. mars 2019 18:47
Leyniformúlan gerir Blönduós mikilvægan fyrir fiskútflutning Leyniformúla, sem varðveitt er í læstu hólfi, er lykilinn að því að lítið fyrirtæki á Blönduósi er orðið þýðingarmikið fyrir fiskútflutning þjóðarinnar. 14. mars 2019 22:30
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00
Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40
Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00
Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45
Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29