Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2019 07:53 Frá vettvangi skammt frá annarri moskunni. vísir/epa Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. Búið er að taka myndbandið niður og hefur lögreglan hvatt almenning til að dreifa því ekki. Maðurinn er einn fjögurra sem er í haldi lögreglu en hann er ástralskur ríkisborgari. Að minnsta kosti 49 létust í skotárásinni sem var gerð um klukkan 13:40 að staðartíma eða klukkan 02:40 að íslenskum tíma. Þá eru 48 slasaðir, þar á meðal ung börn, samkvæmt upplýsingum frá spítala í Christchurch. Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, lýsir árásinni sem hryðjuverki en hinir grunuðu eru taldir vera öfgahægrimenn. Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur.#BREAKING: Man who identified himself as Brenton Tarrant uploaded lengthy manifesto online before carrying out Christchurch, New Zealand shooting rampage https://t.co/3dwagifAuOpic.twitter.com/k4IIIa2Umy — Matthew Keys (@MatthewKeysLive) March 15, 2019Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur. Í yfirlýsingunni lýsir hann sjálfum sér sem venjulegum hvítum manni. Hann sé maður úr verkamannastétt sem hafi ákveðið að gera árás til að stemma stigu við straumi innflytjenda til Evrópulanda. Tarrant segist vilja „sýna innrásarmönnum að okkar lönd verði aldrei þeirra lönd, okkar heimalönd eru okkar, og á meðan að hvíti maðurinn lifir enn, þá munu þeir aldrei sigra okkar lönd og þeir munu aldrei koma í stað okkar fólks.“ Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Fréttin var uppfærð klukkan 08:10 með nýjum upplýsingum um fjölda látinna. Kommentakerfinu við þessa frétt hefur verið lokað. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. Búið er að taka myndbandið niður og hefur lögreglan hvatt almenning til að dreifa því ekki. Maðurinn er einn fjögurra sem er í haldi lögreglu en hann er ástralskur ríkisborgari. Að minnsta kosti 49 létust í skotárásinni sem var gerð um klukkan 13:40 að staðartíma eða klukkan 02:40 að íslenskum tíma. Þá eru 48 slasaðir, þar á meðal ung börn, samkvæmt upplýsingum frá spítala í Christchurch. Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, lýsir árásinni sem hryðjuverki en hinir grunuðu eru taldir vera öfgahægrimenn. Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur.#BREAKING: Man who identified himself as Brenton Tarrant uploaded lengthy manifesto online before carrying out Christchurch, New Zealand shooting rampage https://t.co/3dwagifAuOpic.twitter.com/k4IIIa2Umy — Matthew Keys (@MatthewKeysLive) March 15, 2019Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur. Í yfirlýsingunni lýsir hann sjálfum sér sem venjulegum hvítum manni. Hann sé maður úr verkamannastétt sem hafi ákveðið að gera árás til að stemma stigu við straumi innflytjenda til Evrópulanda. Tarrant segist vilja „sýna innrásarmönnum að okkar lönd verði aldrei þeirra lönd, okkar heimalönd eru okkar, og á meðan að hvíti maðurinn lifir enn, þá munu þeir aldrei sigra okkar lönd og þeir munu aldrei koma í stað okkar fólks.“ Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Fréttin var uppfærð klukkan 08:10 með nýjum upplýsingum um fjölda látinna. Kommentakerfinu við þessa frétt hefur verið lokað.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31