Breskur fyrrverandi hermaður ákærður vegna blóðuga sunnudagsins Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 13:32 Fjölskyldur þeirra sem voru myrtir á blóðuga sunnudeginum kröfðust réttlætis fyrir þá í Derry í dag. Vísir/Getty Saksóknarar á Bretland telja nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra fyrrverandi hermann fyrir morð á tveimur mönnum á mótmælum á Norður-Írlandi á svonefndum „blóðuga sunnudeginum“ árið 1972. Hermaðurinn fyrrverandi verður einnig ákærður fyrir að reyna að drepa fjóra aðra mótmælendur. Breskir hermenn skutu þrettán manns til bana á mótmælum í Derry á Norður-Írlandi 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur gengið undir nafninu „blóðugi sunnudagurinn“ síðan. Ákæran sem tilkynnt var um í dag er á hendur ónefndum breskum hermanni vegna morðsins á James Wray og William McKinney. Saksóknararnir sögðu ekki nægilegar sannanir fyrir hendi til að ákæra sextán aðra hermenn og tvo liðsmenn Írska lýðveldishersins (IRA), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Liam Wray, bróðir James, sagði fjölskyldunni létt en að hann sé hryggur vegna ættingja þeirra sem fá réttlætinu ekki fullnægt. „Það eru margir sorgmæddir og hryggbrotnir í dag,“ sagði hann. Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að stjórnvöld muni greiða lögfræðikostnað hermannsins og halda honum uppi. „Við stöndum í skuld við þessa hermenn sem þjónuðu af hugrekki og sæmd til að koma á friði á Norður-Írlandi. Velferð þessar fyrrverandi hermanna er gríðarlega mikilvæg,“ sagði Williamson. Breski herinn hefur sagt að 21 hermaður hafi skotið 108 skotum þegar þeir reyndu að dreifa mótmælendum. Mótmælendurnir höfðu kastað grjóti að hermönnunum þegar þeir reyndu að beina þeim annað. Fjórtán manns féllu af þeim 28 sem voru skotnir. Fjölskyldur þeirra látnu töldu opinbera rannsókn sem var gerð á sínum tíma hvítþvott fyrir herinn. Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, lét rannsaka atburðina aftur árið 1998. Í fimm þúsund blaðsíðna skýrslu Saville lávarðs kom fram að enginn þeirra sem létust hefðu ógnað lífi eða limum og að hermennirnir hefðu misst stjórn á sér. Tuttugu sakborningar voru nefndir í tilvísun Saville til saksóknara en rannsókn hans tók tólf ár. Átján þeirra voru fyrrverandi hermenn en einn þeirra lést í fyrra. David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, baðst afsökunar á framferði hermannanna árið 2010. Bretland Írland Norður-Írland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Saksóknarar á Bretland telja nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra fyrrverandi hermann fyrir morð á tveimur mönnum á mótmælum á Norður-Írlandi á svonefndum „blóðuga sunnudeginum“ árið 1972. Hermaðurinn fyrrverandi verður einnig ákærður fyrir að reyna að drepa fjóra aðra mótmælendur. Breskir hermenn skutu þrettán manns til bana á mótmælum í Derry á Norður-Írlandi 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur gengið undir nafninu „blóðugi sunnudagurinn“ síðan. Ákæran sem tilkynnt var um í dag er á hendur ónefndum breskum hermanni vegna morðsins á James Wray og William McKinney. Saksóknararnir sögðu ekki nægilegar sannanir fyrir hendi til að ákæra sextán aðra hermenn og tvo liðsmenn Írska lýðveldishersins (IRA), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Liam Wray, bróðir James, sagði fjölskyldunni létt en að hann sé hryggur vegna ættingja þeirra sem fá réttlætinu ekki fullnægt. „Það eru margir sorgmæddir og hryggbrotnir í dag,“ sagði hann. Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að stjórnvöld muni greiða lögfræðikostnað hermannsins og halda honum uppi. „Við stöndum í skuld við þessa hermenn sem þjónuðu af hugrekki og sæmd til að koma á friði á Norður-Írlandi. Velferð þessar fyrrverandi hermanna er gríðarlega mikilvæg,“ sagði Williamson. Breski herinn hefur sagt að 21 hermaður hafi skotið 108 skotum þegar þeir reyndu að dreifa mótmælendum. Mótmælendurnir höfðu kastað grjóti að hermönnunum þegar þeir reyndu að beina þeim annað. Fjórtán manns féllu af þeim 28 sem voru skotnir. Fjölskyldur þeirra látnu töldu opinbera rannsókn sem var gerð á sínum tíma hvítþvott fyrir herinn. Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, lét rannsaka atburðina aftur árið 1998. Í fimm þúsund blaðsíðna skýrslu Saville lávarðs kom fram að enginn þeirra sem létust hefðu ógnað lífi eða limum og að hermennirnir hefðu misst stjórn á sér. Tuttugu sakborningar voru nefndir í tilvísun Saville til saksóknara en rannsókn hans tók tólf ár. Átján þeirra voru fyrrverandi hermenn en einn þeirra lést í fyrra. David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, baðst afsökunar á framferði hermannanna árið 2010.
Bretland Írland Norður-Írland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira