Af hverju hamfarir? Jóhannes Þór Skúlason skrifar 13. mars 2019 07:00 Að undanförnu hefur heilmikil umræða farið fram um boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR sem beinast gegn ferðaþjónustufyrirtækjum. Eins og gefur að skilja við aðstæður sem þessar eru sjónarmiðin sem fram hafa komið ansi ólík eftir því hvorum megin samningaborðsins álitsgjafarnir sitja. Á það hefur verið bent að sífellt stærri orð séu notuð í þessum orða- og pennaskylmingum á síðum og ljósvakaöldum fjölmiðlanna. Undirrituðum hefur þar meðal annars verið legið á hálsi að nota orð eins og árásir og hamfarir um aðgerðirnar og afleiðingar þeirra. Og víst eru það afgerandi orð. En þegar staðreyndirnar eru skoðaðar kemur í ljós að það er einfaldlega ekki hægt að lýsa þessu á annan hátt.Tjónið er þegar hafið Þegar þetta er skrifað hafa mánaðarlangar verkfallahrinur með hléum verið boðaðar á tugum hótela og hópferðafyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Tjónið vegna þeirra er hins vegar þegar hafið og byrjað að safnast hratt upp. Tjón fyrirtækjanna sem verða fyrir aðgerðunum, tjón annarra ferðaþjónustufyrirtækja um allt land, tjón fyrirtækja sem þjónusta þessi fyrirtæki á ýmsan hátt (bakarinn, þvottahúsið, bifreiðaverkstæðið o.s.frv.), tjón ríkis og sveitarfélaga sem tapa skattgreiðslum, tjón launafólks sem mun missa störf, tjón samfélagsins í heild sem tapar gjaldeyristekjum sem annars myndu nýtast til uppbyggingar atvinnulífs og viðhalds lífskjara um allt land. Það er ósköp einfalt að afgreiða svona upptalningu sem hræðsluáróður auðvaldsins. Það eru ódýr orð. En staðreyndirnar tala sínu máli og það þarf ekki að hlusta á atvinnurekendur til að heyra þær. Það er hægt að spyrja Seðlabankann, Hagstofuna, fjármálaráðuneytið, hagfræðiprófessora – nánast alla leikmennina á skákborði efnahagslífsins nema formenn fjögurra verkalýðsfélaga – og fá sama svar. Beint fjárhagslegt tjón þeirra fyrirtækja sem eru skotmörk verkfalla, hótela og hópferðafyrirtækja, getur numið rúmlega 250 milljónum á dag ef allt fer á versta veg. Átján dagar af slíku valda um 4,5 milljarða tjóni hjá þessum fyrirtækjum einum. Þess konar tjón þýðir að samfélagið tapar tæpum 600 milljónum af nettó skatttekjum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ekkert afleitt tjón er inni í þessum tölum. Ofan á það bætast öll óbein og afleidd áhrif á önnur fyrirtæki og atvinnulífið í heild. Óbein áhrif eru gjarnan metin allt að tvöföld á við beinu áhrifin.Fordæmalaus óvissa Þetta ástand bætist ofan á spá um fækkun farþega á árinu og 10% fækkun flugsæta yfir háönnina og þar með minni tekjumöguleika fyrirtækjanna til að vinna upp á móti auknum kostnaði. Nýjustu tölur sýna að nýtingarhlutfall hótela á höfuðborgarsvæðinu er 10-12% lægra það sem af er árinu 2019 en í fyrra. Og það þýðir undantekningarlaust að nýtingarhlutfallið lækkar enn meira á landsbyggðinni. Á sama tíma er rekstur flugfélags sem flytur tugi prósenta af ferðamönnum til Íslands í óvissu. Ekkert af þessu eykur líkur ferðaþjónustufyrirtækja á því að standa undir hækkun launa um tugi prósenta. Ofan á þetta og ýmsa fleiri svipaða þætti bætist að erlend fyrirtæki sem verkföll taka ekki til herja nú á viðskiptamenn íslenskra fyrirtækja með undirboðum og þeim skilaboðum að það sé ekkert verkfall hjá þeim. Slíkt er bæði þegar búið að tryggja fækkun starfa hjá hópferðafyrirtækjum og vinnur beint gegn sameiginlegum markmiðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að berjast gegn félagslegum undirboðum og skattaundanskotum. Vinnur sem sagt beint gegn hagsmunum bæði fyrirtækja, launafólks og samfélagsins í heild.Af hverju að velja hamfarir? Á meðan formenn Eflingar, VR, VLFA og VLGRV skipuleggja hamfarir í ferðaþjónustu sem valda munu öllum í samfélaginu gífurlegu tjóni sitja reyndustu verkalýðsleiðtogar landsins við samningaborðið í Karphúsinu og freista þess að ná sameiginlegri sýn á álitamálin og finna lausnir á áskorunum kjaraviðræðnanna. Og stóra spurningin sem ekki virðist fást skýrt svar við er þessi: Af hverju eru þau ekki líka þar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur heilmikil umræða farið fram um boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR sem beinast gegn ferðaþjónustufyrirtækjum. Eins og gefur að skilja við aðstæður sem þessar eru sjónarmiðin sem fram hafa komið ansi ólík eftir því hvorum megin samningaborðsins álitsgjafarnir sitja. Á það hefur verið bent að sífellt stærri orð séu notuð í þessum orða- og pennaskylmingum á síðum og ljósvakaöldum fjölmiðlanna. Undirrituðum hefur þar meðal annars verið legið á hálsi að nota orð eins og árásir og hamfarir um aðgerðirnar og afleiðingar þeirra. Og víst eru það afgerandi orð. En þegar staðreyndirnar eru skoðaðar kemur í ljós að það er einfaldlega ekki hægt að lýsa þessu á annan hátt.Tjónið er þegar hafið Þegar þetta er skrifað hafa mánaðarlangar verkfallahrinur með hléum verið boðaðar á tugum hótela og hópferðafyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Tjónið vegna þeirra er hins vegar þegar hafið og byrjað að safnast hratt upp. Tjón fyrirtækjanna sem verða fyrir aðgerðunum, tjón annarra ferðaþjónustufyrirtækja um allt land, tjón fyrirtækja sem þjónusta þessi fyrirtæki á ýmsan hátt (bakarinn, þvottahúsið, bifreiðaverkstæðið o.s.frv.), tjón ríkis og sveitarfélaga sem tapa skattgreiðslum, tjón launafólks sem mun missa störf, tjón samfélagsins í heild sem tapar gjaldeyristekjum sem annars myndu nýtast til uppbyggingar atvinnulífs og viðhalds lífskjara um allt land. Það er ósköp einfalt að afgreiða svona upptalningu sem hræðsluáróður auðvaldsins. Það eru ódýr orð. En staðreyndirnar tala sínu máli og það þarf ekki að hlusta á atvinnurekendur til að heyra þær. Það er hægt að spyrja Seðlabankann, Hagstofuna, fjármálaráðuneytið, hagfræðiprófessora – nánast alla leikmennina á skákborði efnahagslífsins nema formenn fjögurra verkalýðsfélaga – og fá sama svar. Beint fjárhagslegt tjón þeirra fyrirtækja sem eru skotmörk verkfalla, hótela og hópferðafyrirtækja, getur numið rúmlega 250 milljónum á dag ef allt fer á versta veg. Átján dagar af slíku valda um 4,5 milljarða tjóni hjá þessum fyrirtækjum einum. Þess konar tjón þýðir að samfélagið tapar tæpum 600 milljónum af nettó skatttekjum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ekkert afleitt tjón er inni í þessum tölum. Ofan á það bætast öll óbein og afleidd áhrif á önnur fyrirtæki og atvinnulífið í heild. Óbein áhrif eru gjarnan metin allt að tvöföld á við beinu áhrifin.Fordæmalaus óvissa Þetta ástand bætist ofan á spá um fækkun farþega á árinu og 10% fækkun flugsæta yfir háönnina og þar með minni tekjumöguleika fyrirtækjanna til að vinna upp á móti auknum kostnaði. Nýjustu tölur sýna að nýtingarhlutfall hótela á höfuðborgarsvæðinu er 10-12% lægra það sem af er árinu 2019 en í fyrra. Og það þýðir undantekningarlaust að nýtingarhlutfallið lækkar enn meira á landsbyggðinni. Á sama tíma er rekstur flugfélags sem flytur tugi prósenta af ferðamönnum til Íslands í óvissu. Ekkert af þessu eykur líkur ferðaþjónustufyrirtækja á því að standa undir hækkun launa um tugi prósenta. Ofan á þetta og ýmsa fleiri svipaða þætti bætist að erlend fyrirtæki sem verkföll taka ekki til herja nú á viðskiptamenn íslenskra fyrirtækja með undirboðum og þeim skilaboðum að það sé ekkert verkfall hjá þeim. Slíkt er bæði þegar búið að tryggja fækkun starfa hjá hópferðafyrirtækjum og vinnur beint gegn sameiginlegum markmiðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að berjast gegn félagslegum undirboðum og skattaundanskotum. Vinnur sem sagt beint gegn hagsmunum bæði fyrirtækja, launafólks og samfélagsins í heild.Af hverju að velja hamfarir? Á meðan formenn Eflingar, VR, VLFA og VLGRV skipuleggja hamfarir í ferðaþjónustu sem valda munu öllum í samfélaginu gífurlegu tjóni sitja reyndustu verkalýðsleiðtogar landsins við samningaborðið í Karphúsinu og freista þess að ná sameiginlegri sýn á álitamálin og finna lausnir á áskorunum kjaraviðræðnanna. Og stóra spurningin sem ekki virðist fást skýrt svar við er þessi: Af hverju eru þau ekki líka þar?
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun