Skrýtið að mismuna mönnum eftir þessu Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. mars 2019 11:00 Getty/Mark Brown Um helgina fer körfuknattleiksþing KKÍ fram í 53. sinn í Laugardalnum þar sem fulltrúar frá aðildarfélögum sambandsins sitja og ræða framtíð KKÍ. Sambandið birti í vikunni þinggögnin þar sem koma fram tillögur félaga til reglubreytinga. Sindri frá Höfn í Hornafirði leggur til breytingu á 18. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót en samkvæmt greininni eru félögum lagðar línur um að aðeins megi einn erlendur leikmaður vera inni á vellinum hverju sinni sem er ekki ríkisborgari lands innan ESB eða EES. Hér áður var liðum óheimilt að hafa meira en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni samkvæmt 4+1 reglunni en eftir að eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að þessi regla væri brot á reglum um evrópska efnahagssvæðið var reglunni breytt og var félögum frjálst að tefla fram eins mörgum erlendum leikmönnum sem koma frá ESB ríkjum og þau vildu. Sindri vill breyta reglunni og setja alla evrópska leikmenn undir sama hatt í stað þess að það skipti máli hvort land viðkomandi leikmanns sé innan Evrópusambandsins. „Þetta kemur upp hjá okkur í ljósi þess að Ivan Kekic, Serbi sem kom til Íslands fyrir þremur árum til að vinna, vildi spila körfubolta með vinnunni en hann telst núna sem Kani á pappírunum. Þegar við sömdum við bandarískan leikmann í haust minnkaði hlutverk hans hjá okkur undir eins. Grunnhugmyndin hjá okkur er að það sé skrýtið að mismuna mönnum eftir því hvort ríki sé innan ESB,“ sagði Hjálmar Jens Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Sindra, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum rætt þetta við nokkra aðila. Þetta ætti líka að auðvelda liðum að finna leikmenn fyrir betra verð ef fleiri leikmenn standa til boða. Fyrir okkur er þetta líka tækifæri til að geta boðið mönnum að koma hingað að spila og vinna, það gefur landsbyggðarliðunum fleiri möguleika. Við erum enn með mjög brothætt lið, ef það detta út 2-3 leikmenn þá er leikmannahópurinn orðinn full þunnskipaður en við stefnum að því að setja upp akademíu hérna með framhaldsskólanum til að reyna að fá unga leikmenn hingað.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Sjá meira
Um helgina fer körfuknattleiksþing KKÍ fram í 53. sinn í Laugardalnum þar sem fulltrúar frá aðildarfélögum sambandsins sitja og ræða framtíð KKÍ. Sambandið birti í vikunni þinggögnin þar sem koma fram tillögur félaga til reglubreytinga. Sindri frá Höfn í Hornafirði leggur til breytingu á 18. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót en samkvæmt greininni eru félögum lagðar línur um að aðeins megi einn erlendur leikmaður vera inni á vellinum hverju sinni sem er ekki ríkisborgari lands innan ESB eða EES. Hér áður var liðum óheimilt að hafa meira en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni samkvæmt 4+1 reglunni en eftir að eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að þessi regla væri brot á reglum um evrópska efnahagssvæðið var reglunni breytt og var félögum frjálst að tefla fram eins mörgum erlendum leikmönnum sem koma frá ESB ríkjum og þau vildu. Sindri vill breyta reglunni og setja alla evrópska leikmenn undir sama hatt í stað þess að það skipti máli hvort land viðkomandi leikmanns sé innan Evrópusambandsins. „Þetta kemur upp hjá okkur í ljósi þess að Ivan Kekic, Serbi sem kom til Íslands fyrir þremur árum til að vinna, vildi spila körfubolta með vinnunni en hann telst núna sem Kani á pappírunum. Þegar við sömdum við bandarískan leikmann í haust minnkaði hlutverk hans hjá okkur undir eins. Grunnhugmyndin hjá okkur er að það sé skrýtið að mismuna mönnum eftir því hvort ríki sé innan ESB,“ sagði Hjálmar Jens Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Sindra, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum rætt þetta við nokkra aðila. Þetta ætti líka að auðvelda liðum að finna leikmenn fyrir betra verð ef fleiri leikmenn standa til boða. Fyrir okkur er þetta líka tækifæri til að geta boðið mönnum að koma hingað að spila og vinna, það gefur landsbyggðarliðunum fleiri möguleika. Við erum enn með mjög brothætt lið, ef það detta út 2-3 leikmenn þá er leikmannahópurinn orðinn full þunnskipaður en við stefnum að því að setja upp akademíu hérna með framhaldsskólanum til að reyna að fá unga leikmenn hingað.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Sjá meira