Greiða atkvæði um útgöngusamning May í dag Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 11:23 Stuðningsmaður útgöngunnar úr Evrópusambandinu með kröfuspjald sem merkt er Breska sjálfstæðisflokknum Ukip. Vísir/EPA Breskir þingmenn greiða atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, í dag. Hún segist hafa náð fram „lagalega bindandi“ breytingum á samningnum frá þeirri útgáfu sem þingið hafnaði á afgerandi hátt í janúar. Tilkynnt var í gærkvöldi að May hefði náð samkomulagi við Evrópusambandið um breytingar á írsku baktryggingunni svonefndu. Hún hefur verið sérlega umdeild á meðal breskra þingmanna en henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. May segir að með breytingunni nú sé komið í veg fyrir að baktryggingin verði varanleg. Með henni yrðu Norður-Írar áfram aðilar að tollabandalagi sambandsins þangað til samið yrðu um varanlega lausn. Samkomulag May nú felur einnig í sér að samið verði um þá lausn fyrir desember árið 2020. Andstaða þingmanna við útgöngusamninginn hefur meðal annars byggst á ótta við að Bretland myndi „festast“ inn í tollabandalaginu ef ekki næðist samkomulag um lausn fyrir Norður-Írland. Umræður í breska þinginu eiga að hefjast klukkan 13:00 í dag. Áður mun lögfræðilegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar leggja fram mat sitt á breytingunum. Hann varaði við hættunni á að baktryggingin yrði varanleg í fyrri útgöngusamningi May. Gangi dagskráin eftir hefjast atkvæðagreiðslur um breytingatillögur klukkan 19:00 í kvöld. Í framhaldinu verða atkvæði greidd um útgöngusamninginn sem slíkan, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. May hefur sagt að felli þingmenn hann verði önnur atkvæðagreiðsla haldin á morgun um hvort þingmenn vilji ganga úr sambandinu án samnings 29. mars. Varað hefur verið við efnahagslegum hamförum verði sú leið farin. Hafni þingmenn útgöngu án samnings verður enn önnur atkvæðagreiðsla haldin, nú um hvort þeir vilji fresta útgöngunni. May hefur sagt að ljóst yrði að vera að slík frestun yrði aðeins til skamms tíma. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. 11. mars 2019 23:28 Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Breskir þingmenn greiða atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, í dag. Hún segist hafa náð fram „lagalega bindandi“ breytingum á samningnum frá þeirri útgáfu sem þingið hafnaði á afgerandi hátt í janúar. Tilkynnt var í gærkvöldi að May hefði náð samkomulagi við Evrópusambandið um breytingar á írsku baktryggingunni svonefndu. Hún hefur verið sérlega umdeild á meðal breskra þingmanna en henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. May segir að með breytingunni nú sé komið í veg fyrir að baktryggingin verði varanleg. Með henni yrðu Norður-Írar áfram aðilar að tollabandalagi sambandsins þangað til samið yrðu um varanlega lausn. Samkomulag May nú felur einnig í sér að samið verði um þá lausn fyrir desember árið 2020. Andstaða þingmanna við útgöngusamninginn hefur meðal annars byggst á ótta við að Bretland myndi „festast“ inn í tollabandalaginu ef ekki næðist samkomulag um lausn fyrir Norður-Írland. Umræður í breska þinginu eiga að hefjast klukkan 13:00 í dag. Áður mun lögfræðilegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar leggja fram mat sitt á breytingunum. Hann varaði við hættunni á að baktryggingin yrði varanleg í fyrri útgöngusamningi May. Gangi dagskráin eftir hefjast atkvæðagreiðslur um breytingatillögur klukkan 19:00 í kvöld. Í framhaldinu verða atkvæði greidd um útgöngusamninginn sem slíkan, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. May hefur sagt að felli þingmenn hann verði önnur atkvæðagreiðsla haldin á morgun um hvort þingmenn vilji ganga úr sambandinu án samnings 29. mars. Varað hefur verið við efnahagslegum hamförum verði sú leið farin. Hafni þingmenn útgöngu án samnings verður enn önnur atkvæðagreiðsla haldin, nú um hvort þeir vilji fresta útgöngunni. May hefur sagt að ljóst yrði að vera að slík frestun yrði aðeins til skamms tíma.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. 11. mars 2019 23:28 Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. 11. mars 2019 23:28
Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49