Algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans Ari Brynjólfsson skrifar 11. mars 2019 06:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri situr fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á fimmtudaginn. Á síðasta fundi fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um bankann í Samherjamálinu. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans í málinu. Það er í raun með ólíkindum að bankinn hafi haldið áfram með málið eftir að ítrekað var búið að benda á að það væri ekki lagastoð fyrir þeim refsingum sem bankinn lagði á,“ segir Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, í samtali við Fréttablaðið. Umboðsmaður Alþingis fór hörðum orðum um framgöngu Seðlabankans í máli Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í síðustu viku. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund nefndarinnar á fimmtudaginn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í svari til Fréttablaðsins að hún líti málið alvarlegum augum. Ljóst sé að stjórnsýsla bankans var ekki fullnægjandi. Ráðuneytið hefur óskað eftir frekari skýringum frá Seðlabankanum bæði varðandi umbætur á stjórnsýslu og samskipti bankans við fjölmiðla.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Þorsteinn segir að það megi ætla að lögfræðikostnaður Samherja sé ærinn. „Það er ekki á allra færi að standa uppi í hárinu á bankanum með þessum hætti. Þarna hefur augljóslega margt farið úrskeiðis og það er lykilatriði að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.“ Þorsteinn segir að hann sé ekki búinn að kynna sér nákvæmlega lagalegu hliðina, en hann hafi kynnt sér efnislegu hliðina vel þegar málið kom upp. „Þá spurði ég mig að því hvað það væri í málinu sem bankinn er að eltast við. Ég gat ekki áttað mig á hver glæpurinn var og ég hlakka satt best að segja til að heyra útskýringar bankans.“ Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir vandamálið tvíþætt. Annars vegar sé algjörlega ótækt að Seðlabankinn sinni „reglusetningar-, eftirlits- og böðulshlutverki“ þegar kemur að misnotkun peningakerfisins. „Hins vegar sýnir þetta mál að í grunninn er enginn raunhæfur farvegur til staðar til að hægt sé að virkilega ganga á eftir fjármálamisferli af þessari tegund,“ segir Smári. „Það er ágætur skilningur í Seðlabankanum á því hvað nákvæmlega gerðist og hver nákvæmlega græddi á því, en það er engin leið til að leiða málið til lykta vegna þess að enn og aftur reynist kerfinu á Íslandi stillt upp til að verja auðvaldið.“ Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Viðreisn Tengdar fréttir Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44 Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. 27. febrúar 2019 08:00 Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. Formaður nefndarinnar segir málið alvarlegt. 9. mars 2019 07:00 Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. 7. mars 2019 06:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
„Þetta er algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans í málinu. Það er í raun með ólíkindum að bankinn hafi haldið áfram með málið eftir að ítrekað var búið að benda á að það væri ekki lagastoð fyrir þeim refsingum sem bankinn lagði á,“ segir Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, í samtali við Fréttablaðið. Umboðsmaður Alþingis fór hörðum orðum um framgöngu Seðlabankans í máli Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í síðustu viku. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund nefndarinnar á fimmtudaginn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í svari til Fréttablaðsins að hún líti málið alvarlegum augum. Ljóst sé að stjórnsýsla bankans var ekki fullnægjandi. Ráðuneytið hefur óskað eftir frekari skýringum frá Seðlabankanum bæði varðandi umbætur á stjórnsýslu og samskipti bankans við fjölmiðla.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Þorsteinn segir að það megi ætla að lögfræðikostnaður Samherja sé ærinn. „Það er ekki á allra færi að standa uppi í hárinu á bankanum með þessum hætti. Þarna hefur augljóslega margt farið úrskeiðis og það er lykilatriði að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.“ Þorsteinn segir að hann sé ekki búinn að kynna sér nákvæmlega lagalegu hliðina, en hann hafi kynnt sér efnislegu hliðina vel þegar málið kom upp. „Þá spurði ég mig að því hvað það væri í málinu sem bankinn er að eltast við. Ég gat ekki áttað mig á hver glæpurinn var og ég hlakka satt best að segja til að heyra útskýringar bankans.“ Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir vandamálið tvíþætt. Annars vegar sé algjörlega ótækt að Seðlabankinn sinni „reglusetningar-, eftirlits- og böðulshlutverki“ þegar kemur að misnotkun peningakerfisins. „Hins vegar sýnir þetta mál að í grunninn er enginn raunhæfur farvegur til staðar til að hægt sé að virkilega ganga á eftir fjármálamisferli af þessari tegund,“ segir Smári. „Það er ágætur skilningur í Seðlabankanum á því hvað nákvæmlega gerðist og hver nákvæmlega græddi á því, en það er engin leið til að leiða málið til lykta vegna þess að enn og aftur reynist kerfinu á Íslandi stillt upp til að verja auðvaldið.“
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Viðreisn Tengdar fréttir Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44 Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. 27. febrúar 2019 08:00 Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. Formaður nefndarinnar segir málið alvarlegt. 9. mars 2019 07:00 Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. 7. mars 2019 06:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44
Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. 27. febrúar 2019 08:00
Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. Formaður nefndarinnar segir málið alvarlegt. 9. mars 2019 07:00
Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. 7. mars 2019 06:15