Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2019 20:30 Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. Fílllinn í stofunni er síðan krónan en gengi hennar hækkaði til að mynda um þrjátíu prósent á um tveggja ára tímabili. Rekstur flugfélaga um allan heim er áhættusamur og viðkvæmur fyrir alls kyns breytingum og sveiflum. Stjórnendur þeirra þurfa því að fylgjast daglega með mörgum ólíkum og flóknum þáttum. Íslensku flugfélögin starfa ekki í tómarúmi. Þau eru í harðri samkeppni við erlend flugfélög bæði um flutning farþega til og frá Íslandi og milli norður Ameríku og Evrópu.Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Vísir/EgillÞað getur því reynst erfitt að verðleggja þjónustuna þegar margir er um hituna. Þegar flugfélögum byrjar að blæða blæðir þeim mjög hratt. Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW dró ekki úr því að hann hefði gert mistök í rekstrinum en ytri aðstæður hjálpuðu ekki til, hvorki hjá honum né Icelandair hvað rekstrarskilyrði varðar. „Þau versnuðu mjög mikið frá 2015 framundir byrjun árs 2018. Reyndar hafa þau verið að batna frá því síðla árs 2018 og hafa verið að batna síðustu vikur og mánuði,” segir Snorri Jakobsson forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Hlutfall launakostnaðar WOW og Icelandair af tekjum hækkaði úr 9 prósentum í 19 hjá WOW og úr 23 prósentum í 34 prósent hjá Icelandair frá 2013 til ‘18. Þá fór hækkandi eldsneytisverð mjög illa með WOW þegar hlutfall eldsneytiskostnaðar af tekjum fór úr 20 prósentum árið 2016 í 32 prósent árið 2018. Áhrifin voru líka merkjanleg hjá Icelandair en félagið hafði varið sig gegn gengissveiflum í samningum um eldsneytiskaup.Fíllinn í stofunni gagnvart flugfélögunum og ferðaþjónustunni er hins vegar gengi íslensku krónunnar sem hefur sveiflast mikið á undanförnum áratugum en raungengi hennar hækkaði um 30 prósent frá 2015 til áramóta 2018. Það eru aðstæður sem samkeppnisaðilar búa ekki við. „Það segir sig náttúrlega sjálft að þegar gengi krónunnar styrkist svona mikið og það eru svona miklar gengissveiflur, þá bætir það við áhættuna sem er í flugrekstri sem þar fyrir utan er mjög mikil,” segir Snorri Jakobsson. Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forseta ASÍ. 29. mars 2019 18:57 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. Fílllinn í stofunni er síðan krónan en gengi hennar hækkaði til að mynda um þrjátíu prósent á um tveggja ára tímabili. Rekstur flugfélaga um allan heim er áhættusamur og viðkvæmur fyrir alls kyns breytingum og sveiflum. Stjórnendur þeirra þurfa því að fylgjast daglega með mörgum ólíkum og flóknum þáttum. Íslensku flugfélögin starfa ekki í tómarúmi. Þau eru í harðri samkeppni við erlend flugfélög bæði um flutning farþega til og frá Íslandi og milli norður Ameríku og Evrópu.Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Vísir/EgillÞað getur því reynst erfitt að verðleggja þjónustuna þegar margir er um hituna. Þegar flugfélögum byrjar að blæða blæðir þeim mjög hratt. Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW dró ekki úr því að hann hefði gert mistök í rekstrinum en ytri aðstæður hjálpuðu ekki til, hvorki hjá honum né Icelandair hvað rekstrarskilyrði varðar. „Þau versnuðu mjög mikið frá 2015 framundir byrjun árs 2018. Reyndar hafa þau verið að batna frá því síðla árs 2018 og hafa verið að batna síðustu vikur og mánuði,” segir Snorri Jakobsson forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Hlutfall launakostnaðar WOW og Icelandair af tekjum hækkaði úr 9 prósentum í 19 hjá WOW og úr 23 prósentum í 34 prósent hjá Icelandair frá 2013 til ‘18. Þá fór hækkandi eldsneytisverð mjög illa með WOW þegar hlutfall eldsneytiskostnaðar af tekjum fór úr 20 prósentum árið 2016 í 32 prósent árið 2018. Áhrifin voru líka merkjanleg hjá Icelandair en félagið hafði varið sig gegn gengissveiflum í samningum um eldsneytiskaup.Fíllinn í stofunni gagnvart flugfélögunum og ferðaþjónustunni er hins vegar gengi íslensku krónunnar sem hefur sveiflast mikið á undanförnum áratugum en raungengi hennar hækkaði um 30 prósent frá 2015 til áramóta 2018. Það eru aðstæður sem samkeppnisaðilar búa ekki við. „Það segir sig náttúrlega sjálft að þegar gengi krónunnar styrkist svona mikið og það eru svona miklar gengissveiflur, þá bætir það við áhættuna sem er í flugrekstri sem þar fyrir utan er mjög mikil,” segir Snorri Jakobsson.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forseta ASÍ. 29. mars 2019 18:57 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forseta ASÍ. 29. mars 2019 18:57
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40