Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2019 18:28 Viðræðum félaganna er lokið. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. Þetta kom fram í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra Icelandair í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Bogi ítrekaði að hugur fyrirtækisins væri hjá starfsfólki WOW air og fjölskyldum þeirra á þessum „sorgardegi í íslenskri flugsögu“.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarLíkt og greint var frá í dag virkjaði Icelandair strax viðbragðsáætlun þegar fréttir bárust af gjaldþroti WOW air. Áætlunin snýr að því að hjálpa farþegum og áhöfn WOW air til síns heima, þ.e. bæði frá Íslandi og til Íslands. Samtals er gert ráð fyrir að um 7500 einstaklingum verði flogið til síns heima í dag og næstu daga. Áhafnarmeðlimirnir eru um hundrað talsins en þeir munu komast til síns heima, sér að kostnaðarlausu, að sögn Boga. „Síðast þegar ég frétti eru um hundrað áhafnarmeðlimir Wow air, sem eru allir áhafnarmeðlimir sem voru úti, komnir með sæti í okkar vélum.“Ekki staðið fyrir neinum verðhækkunum Þá hefur nokkuð borið á umræðu um verðhækkun á flugmiðum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Wow air. Samfélagsmiðlanotendur hafa margir lýst yfir óánægju með slíkar hækkanir en Bogi sagði engar breytingar hafa verið gerðar á verðlagningu Icelandair. „Við höfum verið að bjóða farþegum sem eru strandaðir sérfargjöld, bæði til Evrópu og Norður-Ameríku og hingað heim, þannig að það hafa engar hækkanir átt sér stað hjá okkur hvað varðar flugmiðaverð,“ sagði Bogi. Verðlagsbreytingar sem neytendur gætu hafa orðið varir við eigi sér eðlilegar skýringar, líkt og fjallað hefur verið um fyrr í dag. „En það er þannig í rekstri flugfélaga að þegar flugvélar eru að fyllast og mjög fá sæti eftir að síðustu sætin eru alltaf dýrust. Og bókunarflæðið hefur verið mjög sterkt síðustu daga, bæði í gær og í dag, þannig að vélar eru að fyllast hjá okkur og síðustu sætin eftir og síðustu „klassarnir“. Sem þýðir að í einhverjum tilvikum er fólk að sjá hærra verð í gær en í dag á sama fluginu, það er bara af því að það er kannski bara eitt eða tvö sæti eftir.“Viðtalið við Boga má hlusta á í heild hér í spilaranum hér að neðan. Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. Þetta kom fram í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra Icelandair í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Bogi ítrekaði að hugur fyrirtækisins væri hjá starfsfólki WOW air og fjölskyldum þeirra á þessum „sorgardegi í íslenskri flugsögu“.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarLíkt og greint var frá í dag virkjaði Icelandair strax viðbragðsáætlun þegar fréttir bárust af gjaldþroti WOW air. Áætlunin snýr að því að hjálpa farþegum og áhöfn WOW air til síns heima, þ.e. bæði frá Íslandi og til Íslands. Samtals er gert ráð fyrir að um 7500 einstaklingum verði flogið til síns heima í dag og næstu daga. Áhafnarmeðlimirnir eru um hundrað talsins en þeir munu komast til síns heima, sér að kostnaðarlausu, að sögn Boga. „Síðast þegar ég frétti eru um hundrað áhafnarmeðlimir Wow air, sem eru allir áhafnarmeðlimir sem voru úti, komnir með sæti í okkar vélum.“Ekki staðið fyrir neinum verðhækkunum Þá hefur nokkuð borið á umræðu um verðhækkun á flugmiðum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Wow air. Samfélagsmiðlanotendur hafa margir lýst yfir óánægju með slíkar hækkanir en Bogi sagði engar breytingar hafa verið gerðar á verðlagningu Icelandair. „Við höfum verið að bjóða farþegum sem eru strandaðir sérfargjöld, bæði til Evrópu og Norður-Ameríku og hingað heim, þannig að það hafa engar hækkanir átt sér stað hjá okkur hvað varðar flugmiðaverð,“ sagði Bogi. Verðlagsbreytingar sem neytendur gætu hafa orðið varir við eigi sér eðlilegar skýringar, líkt og fjallað hefur verið um fyrr í dag. „En það er þannig í rekstri flugfélaga að þegar flugvélar eru að fyllast og mjög fá sæti eftir að síðustu sætin eru alltaf dýrust. Og bókunarflæðið hefur verið mjög sterkt síðustu daga, bæði í gær og í dag, þannig að vélar eru að fyllast hjá okkur og síðustu sætin eftir og síðustu „klassarnir“. Sem þýðir að í einhverjum tilvikum er fólk að sjá hærra verð í gær en í dag á sama fluginu, það er bara af því að það er kannski bara eitt eða tvö sæti eftir.“Viðtalið við Boga má hlusta á í heild hér í spilaranum hér að neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53
Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09