WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 09:42 Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir flugöryggi hafa aldrei verið ógnað vegna stöðu WOW air og flugfélagið hafi staðið sig afar vel í þeirri erfiðu stöðu sem það ver. Segir forstjórinn að WOW hafi sýnt af sér ábyrga stöðu með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu. „Þeir skiluðu sjálfir inn leyfinu þegar þeir sáu að þeir myndu ekki ná fjármögnun sem þeir höfðu sett sér það að markmiði að ná,“ segir Þórólfur. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu hafa verið í nánu samstarfi við WOW air í langan tíma. Þórólfur segir Samgöngustofu hafa ávallt gætt þess að flugöryggi væri sinnt og að starfsmenn Samgöngustofu hafi aldrei farið nærri því að grípa til aðgerða á því tímabili sem WOW air hefur verið í rekstrarvandræðum. Hann segir innan við þúsund manns hafa átt bókað far með sex vélum sem ekki fóru frá Ameríku í morgun og svipaður fjöldi farþega hafi átt bókað far með sjö vélum WOW air sem eiga að fara frá Íslandi í dag. Ekki séu allir farþegar í sömu stöðu, sumir séu í bráðavanda, aðrir ekki. Það liggi ekki ljóst fyrir á þessum tímapunkti hversu margir eru í bráðavanda, en eftir því sem tíminn líður mun fjöldi þeirra fjara út því þeir fá far með öðrum flugfélögum. Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, er með viðbragðsáætlun þegar illa fer hjá flugfélögum en þá grípa önnur flugfélög inn í og bjóða farþegum björgunarfargjöld og hagstæðari leiðir til að vinna úr málum sínum. Þórólfur segist vita til þess að það sé strax aukið álag hjá flugrekendum sem fljúga á sömu staði og WOW air. Flugfarþegar verði í fæstum tilvikum fyrir tjóni því langflestir hafi greitt fyrir miðana með kreditkorti. Hann bendir flugfarþegum sem áttu bókað með WOW að vera í sambandi við sinn þjónustuaðila. Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir flugöryggi hafa aldrei verið ógnað vegna stöðu WOW air og flugfélagið hafi staðið sig afar vel í þeirri erfiðu stöðu sem það ver. Segir forstjórinn að WOW hafi sýnt af sér ábyrga stöðu með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu. „Þeir skiluðu sjálfir inn leyfinu þegar þeir sáu að þeir myndu ekki ná fjármögnun sem þeir höfðu sett sér það að markmiði að ná,“ segir Þórólfur. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu hafa verið í nánu samstarfi við WOW air í langan tíma. Þórólfur segir Samgöngustofu hafa ávallt gætt þess að flugöryggi væri sinnt og að starfsmenn Samgöngustofu hafi aldrei farið nærri því að grípa til aðgerða á því tímabili sem WOW air hefur verið í rekstrarvandræðum. Hann segir innan við þúsund manns hafa átt bókað far með sex vélum sem ekki fóru frá Ameríku í morgun og svipaður fjöldi farþega hafi átt bókað far með sjö vélum WOW air sem eiga að fara frá Íslandi í dag. Ekki séu allir farþegar í sömu stöðu, sumir séu í bráðavanda, aðrir ekki. Það liggi ekki ljóst fyrir á þessum tímapunkti hversu margir eru í bráðavanda, en eftir því sem tíminn líður mun fjöldi þeirra fjara út því þeir fá far með öðrum flugfélögum. Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, er með viðbragðsáætlun þegar illa fer hjá flugfélögum en þá grípa önnur flugfélög inn í og bjóða farþegum björgunarfargjöld og hagstæðari leiðir til að vinna úr málum sínum. Þórólfur segist vita til þess að það sé strax aukið álag hjá flugrekendum sem fljúga á sömu staði og WOW air. Flugfarþegar verði í fæstum tilvikum fyrir tjóni því langflestir hafi greitt fyrir miðana með kreditkorti. Hann bendir flugfarþegum sem áttu bókað með WOW að vera í sambandi við sinn þjónustuaðila.
Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira