Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 22:28 Það var stutt í hláturinn á breska þinginu í kvöld. AP/Jessica Taylor Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur þingmanna um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum í dag að hún hyggðist hætta sem forsætisráðherra yrði útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerði hún til þess að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann og til þess að auka líkurnar á að hann yrði samþykktur á þingi. Þingmenn fengu tækifæri til þess að greiða atkvæði um tillögurnar átta í kvöld. Tillögurnar voru margvíslegar, þar á meðal var tillaga um að Bretland gengi út úr ESB þann 12. apríl án samnings, tillaga um að útgöngusamningur May færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og tillaga um að Brexit yrði frestað ótímabundið. Tillaga um að samið yrði um tollabandalag við ESB var næst því að verða samþykkt, 264 greiddu atkvæði með henni, 272 gegn tillögunni. Þá var tillögunni um að Brexit-samningurinn yrði lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað með 295 atkvæðum gegn 268. Búist er við því að þingið muni aftur greiða atkvæði um svipaðar tillögur á mánudaginn en Brexitmálaráðherra Bretlands segir að niðurstaðan sýni að enginn kostur sé betri í stöðunni en samningurinn sem May vill að þingið samþykki. Útspil hennar um að stíga til hliðar sem forsætisráðherra hefur haft þau áhrif að 25 þingmenn Íhaldsflokksins sem höfðu efasemdir um samninginn hafa sagst ætla að styðja hann. Það flækir þó málin að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, sem ver minnihlutaríkisstjórn May falli, ætlar ekki að greiða atkvæði með samningnum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Sjá meira
Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur þingmanna um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum í dag að hún hyggðist hætta sem forsætisráðherra yrði útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerði hún til þess að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann og til þess að auka líkurnar á að hann yrði samþykktur á þingi. Þingmenn fengu tækifæri til þess að greiða atkvæði um tillögurnar átta í kvöld. Tillögurnar voru margvíslegar, þar á meðal var tillaga um að Bretland gengi út úr ESB þann 12. apríl án samnings, tillaga um að útgöngusamningur May færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og tillaga um að Brexit yrði frestað ótímabundið. Tillaga um að samið yrði um tollabandalag við ESB var næst því að verða samþykkt, 264 greiddu atkvæði með henni, 272 gegn tillögunni. Þá var tillögunni um að Brexit-samningurinn yrði lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað með 295 atkvæðum gegn 268. Búist er við því að þingið muni aftur greiða atkvæði um svipaðar tillögur á mánudaginn en Brexitmálaráðherra Bretlands segir að niðurstaðan sýni að enginn kostur sé betri í stöðunni en samningurinn sem May vill að þingið samþykki. Útspil hennar um að stíga til hliðar sem forsætisráðherra hefur haft þau áhrif að 25 þingmenn Íhaldsflokksins sem höfðu efasemdir um samninginn hafa sagst ætla að styðja hann. Það flækir þó málin að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, sem ver minnihlutaríkisstjórn May falli, ætlar ekki að greiða atkvæði með samningnum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Sjá meira
Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15
May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00
Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45