May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. mars 2019 17:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla að hætta sem forsætisráðherra ef útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerir hún til að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann. Hún tilkynnti þingflokki Íhaldsflokksins ákvörðun sína nú síðdegis. Nýr leiðtogi og forsætisráðherra gæti þannig tekið við eftir að sáttmálinn hefur verið samþykktur til að leiða Bretland í gegn um seinni hluta Brexit ferlisins. John Bercow, forseti breska þingsins, tilkynnti þá í dag að breskir þingmenn munu greiða atkvæði í kvöld um átta tillögur um hvernig eigi að leiða Brexit ferlið til lykta. Atkvæðagreiðslunni er ætlað að kanna hvort þingmeirihluti sé fyrir einhverri leið til að höggva á Brexit hnútinn. Theresa May, forsætisráðherra, heldur þó ótrauð áfram með útgöngusáttmála sinn sem hefur tvívegis verið felldur í þinginu. Hún hefur gefið í skyn að hún þurfi ekki að fara eftir niðurstöðunni úr atkvæðagreiðslu þingsins. May stefnir á að leggja sáttmálann fram í þriðja sinn þrátt fyrir að þingforsetinn segi það ekki samræmast þingsköpum. Hún er sögð ætla að leggja sáttmálann fram í næstu viku en hún hefur undanfarna daga átt í viðræðum við fulltrúa Norður írska sambandsflokksins og harðlínumenn í Íhaldsflokknum um stuðning við sáttmálann. Nokkrir þingmenn innan Íhaldsflokksins eru sagðir hafa sett það skilyrði að May nefni í staðinn dagsetningu þar sem hún muni stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Tillögurnar sem þingmenn geta greitt um í kvöld eru eftirfarandi:Tillaga B Bretland gengur út úr Evrópusambandinu þann 12 apríl án samnings.Tillaga D Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May á þá vegu að Bretland geti gengið í EFTA þanga til að betra tollafyrirkomulag finnst.Tillaga H Sækja um aðild að EFTA og semja um sérstakar undanþágur vegna norður írsku landamæranna og verslun með landbúnaðarafurðir.Tillaga J Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins.Tillaga K Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins, að Bretland verði mjög náið innri markaði Evrópusambandsins, njóti svipaðra réttinda og aðrir þegnar ESB. Taka þátt í verkefnum ESB á sviði öryggismála og eiga enn aðild að tilteknum stofnunum sambandsins.Tillaga L Draga til baka 50. grein Lissabon sáttmálans um útgöngu úr Evrópusambandinu. Þetta myndi fresta Brexit ótímabundið.Tillaga M Samþykkja útgöngusáttmála May og leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu.Tillaga O Ef að útgöngusáttmálinn verður ekki samþykktur skal semja við Evrópusambandið um greiðslu í sjóði sambandsins gegn óhindraðri verslun á vörum frá Bretlandi til ESB í tvö ár.Fréttin var uppfærð klukkan 17:40 Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla að hætta sem forsætisráðherra ef útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerir hún til að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann. Hún tilkynnti þingflokki Íhaldsflokksins ákvörðun sína nú síðdegis. Nýr leiðtogi og forsætisráðherra gæti þannig tekið við eftir að sáttmálinn hefur verið samþykktur til að leiða Bretland í gegn um seinni hluta Brexit ferlisins. John Bercow, forseti breska þingsins, tilkynnti þá í dag að breskir þingmenn munu greiða atkvæði í kvöld um átta tillögur um hvernig eigi að leiða Brexit ferlið til lykta. Atkvæðagreiðslunni er ætlað að kanna hvort þingmeirihluti sé fyrir einhverri leið til að höggva á Brexit hnútinn. Theresa May, forsætisráðherra, heldur þó ótrauð áfram með útgöngusáttmála sinn sem hefur tvívegis verið felldur í þinginu. Hún hefur gefið í skyn að hún þurfi ekki að fara eftir niðurstöðunni úr atkvæðagreiðslu þingsins. May stefnir á að leggja sáttmálann fram í þriðja sinn þrátt fyrir að þingforsetinn segi það ekki samræmast þingsköpum. Hún er sögð ætla að leggja sáttmálann fram í næstu viku en hún hefur undanfarna daga átt í viðræðum við fulltrúa Norður írska sambandsflokksins og harðlínumenn í Íhaldsflokknum um stuðning við sáttmálann. Nokkrir þingmenn innan Íhaldsflokksins eru sagðir hafa sett það skilyrði að May nefni í staðinn dagsetningu þar sem hún muni stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Tillögurnar sem þingmenn geta greitt um í kvöld eru eftirfarandi:Tillaga B Bretland gengur út úr Evrópusambandinu þann 12 apríl án samnings.Tillaga D Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May á þá vegu að Bretland geti gengið í EFTA þanga til að betra tollafyrirkomulag finnst.Tillaga H Sækja um aðild að EFTA og semja um sérstakar undanþágur vegna norður írsku landamæranna og verslun með landbúnaðarafurðir.Tillaga J Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins.Tillaga K Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins, að Bretland verði mjög náið innri markaði Evrópusambandsins, njóti svipaðra réttinda og aðrir þegnar ESB. Taka þátt í verkefnum ESB á sviði öryggismála og eiga enn aðild að tilteknum stofnunum sambandsins.Tillaga L Draga til baka 50. grein Lissabon sáttmálans um útgöngu úr Evrópusambandinu. Þetta myndi fresta Brexit ótímabundið.Tillaga M Samþykkja útgöngusáttmála May og leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu.Tillaga O Ef að útgöngusáttmálinn verður ekki samþykktur skal semja við Evrópusambandið um greiðslu í sjóði sambandsins gegn óhindraðri verslun á vörum frá Bretlandi til ESB í tvö ár.Fréttin var uppfærð klukkan 17:40
Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15
Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04
May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12