Fékk þau svör sem ég þurfti Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2019 14:00 Íslensku stelpurnar unnu tvo af þremur leikjum sínum í Póllandi mynd/hsí Kvennalandsliðið í handbolta lauk keppni á fjögurra liða æfingamóti í Póllandi í gær með 30-28 sigri á Slóvakíu. Ísland vann því tvo leiki af þremur og var hreinlega óheppið að fá ekki hið minnsta stig í leiknum gegn gestgjöfunum. Leikirnir voru hluti af undirbúningi Íslands fyrir umspilsleiki gegn Spánverjum í vor. Tæpir tveir mánuðir eru í leikina sem fara fram hér heima og ytra þar sem sigurvegarinn tryggir sér þáttökurétt á HM í Japan í lok þessa árs. Eftir naumt tap fyrir Póllandi, gestgjöfunum, á föstudaginn vann Ísland fimm marka sigur á Argentínu á laugardaginn. Ísland fékk stuttan tíma til undirbúnings enda kom Argentína í stað Angóla á miðvikudaginn síðasta en það truflaði ekki íslenska liðið sem vann 31-26 sigur. Ragnheiður Júlíusdóttir, sem kom inn í hópinn með stuttum fyrirvara eftir að Mariam Eradze þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla, var markahæst og kosin best í sigrinum á Argentínu. Ísland fylgdi því eftir með 30-28 sigri á Slóvakíu í gær. Ísland var í örlitlum vandræðum í vörninni framan af og leiddi Slóvakía 17-14 í hálfleik en með góðum viðsnúningi náði Ísland að snúa leiknum sér í hag og vinna. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var heilt yfir ánægður með helgina þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Heilt yfir er ég mjög ánægður, það er auðvitað smá svekkelsi að það er fimm mínútna kafli í fyrsta leiknum sem kostar okkur sigur í þessu móti. Þessi góðu lið refsa við hvert tækifæri og við verðum að læra af því en heilt yfir er ég mjög sáttur,“ sagði Axel og bætti við: „Leikurinn á föstudaginn var mun hægari en hinir tveir leikirnir þar sem það var mikið um hraðar miðjur og það var mikið tempó. “ Axel var sáttur með varnarleik liðsins stærstan hluta mótsins. „Varnarleikurinn var frábær stærstan hluta mótsins og markvarslan til fyrirmyndar. Ég var ósáttur að við skyldum hleypa inn sautján mörkum í fyrri hálfleik gegn Slóvakíu en við löguðum það í hálfleik og fengum aðeins ellefu mörk á okkur í seinni hálfleik. Stelpurnar sýndu karakter þar.“ Aðspurður sagðist Axel hafa fengið svör við þeim spurningum sem hann hafði í aðdraganda leikjanna gegn Spánverjum. „Ég fékk svör við mínum spurningum. Við dreifðum álaginu vel sem hefur ekki verið möguleiki í mótsleikjum. Við nýttum hornamennina vel í þessum leikjum og sóknin gekk að mörgu leyti vel. Við eigum enn í smá vandræðum með skotnýtinguna í dauðafærum en það er eitthvað sem auðveldlega er hægt er að bæta.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Kvennalandsliðið í handbolta lauk keppni á fjögurra liða æfingamóti í Póllandi í gær með 30-28 sigri á Slóvakíu. Ísland vann því tvo leiki af þremur og var hreinlega óheppið að fá ekki hið minnsta stig í leiknum gegn gestgjöfunum. Leikirnir voru hluti af undirbúningi Íslands fyrir umspilsleiki gegn Spánverjum í vor. Tæpir tveir mánuðir eru í leikina sem fara fram hér heima og ytra þar sem sigurvegarinn tryggir sér þáttökurétt á HM í Japan í lok þessa árs. Eftir naumt tap fyrir Póllandi, gestgjöfunum, á föstudaginn vann Ísland fimm marka sigur á Argentínu á laugardaginn. Ísland fékk stuttan tíma til undirbúnings enda kom Argentína í stað Angóla á miðvikudaginn síðasta en það truflaði ekki íslenska liðið sem vann 31-26 sigur. Ragnheiður Júlíusdóttir, sem kom inn í hópinn með stuttum fyrirvara eftir að Mariam Eradze þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla, var markahæst og kosin best í sigrinum á Argentínu. Ísland fylgdi því eftir með 30-28 sigri á Slóvakíu í gær. Ísland var í örlitlum vandræðum í vörninni framan af og leiddi Slóvakía 17-14 í hálfleik en með góðum viðsnúningi náði Ísland að snúa leiknum sér í hag og vinna. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var heilt yfir ánægður með helgina þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Heilt yfir er ég mjög ánægður, það er auðvitað smá svekkelsi að það er fimm mínútna kafli í fyrsta leiknum sem kostar okkur sigur í þessu móti. Þessi góðu lið refsa við hvert tækifæri og við verðum að læra af því en heilt yfir er ég mjög sáttur,“ sagði Axel og bætti við: „Leikurinn á föstudaginn var mun hægari en hinir tveir leikirnir þar sem það var mikið um hraðar miðjur og það var mikið tempó. “ Axel var sáttur með varnarleik liðsins stærstan hluta mótsins. „Varnarleikurinn var frábær stærstan hluta mótsins og markvarslan til fyrirmyndar. Ég var ósáttur að við skyldum hleypa inn sautján mörkum í fyrri hálfleik gegn Slóvakíu en við löguðum það í hálfleik og fengum aðeins ellefu mörk á okkur í seinni hálfleik. Stelpurnar sýndu karakter þar.“ Aðspurður sagðist Axel hafa fengið svör við þeim spurningum sem hann hafði í aðdraganda leikjanna gegn Spánverjum. „Ég fékk svör við mínum spurningum. Við dreifðum álaginu vel sem hefur ekki verið möguleiki í mótsleikjum. Við nýttum hornamennina vel í þessum leikjum og sóknin gekk að mörgu leyti vel. Við eigum enn í smá vandræðum með skotnýtinguna í dauðafærum en það er eitthvað sem auðveldlega er hægt er að bæta.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira