Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Andri Eysteinsson skrifar 22. mars 2019 22:15 Emmanuel Macron var einn stuðningsmanna tillögunnar, hann var svekktur að leikslokum. Getty/Jean Catuffe Leiðtogaráð Evrópusambandsins ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. Síðastliðna tvo daga hafa leiðtogar ESB ríkjanna fundað í Brussel, höfuðborg Belgíu. Fyrri dagur fundahaldanna fór að mestu í umræður um samband Bretlands og Evrópu en áætlað var að Brexit færi fram 29. mars næstkomandi. Fundarmenn samþykktu þó að veita Bretum aukinn frest til að ganga frá samningum áður en að útgöngunni kemur.Losun gróðurhúsalofttegunda hætt eftir 31 ár Í dag komust fundarmenn yfir fleiri málefni en Brexit. Þar á meðal ræddu leiðtogarnir um loftslagsmál. Lögð var fram tillaga um að losun gróðurhúsalofttegunda í ESB ríkjum yrði alfarið hætt fyrir árið 2050. Ýmis ríki, þar á meðal Frakkland, Spánn og Holland, stóðu fyrir tillögunni en ríki á borð við Þýskaland, Pólland og Tékkland voru treg til að samþykkja. Eftir þónokkrar viðræður var því ákveðið að fresta umræðunni og taka hana aftur á dagskrá á fundi leiðtoganna næsta sumar.ESB svarar ekki kalli ungu kynslóðarinnar „Við erum ekki að standa við skilmála Parísarsamkomulagsins frá 2015,“ sagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, við þurfum að ranka við okkur en það höfum við enn ekki gert“ Macron sagði ríkin ekki heldur svara ákalli ungu kynslóðanna sem tekið hafa upp á því að efna til verkfalla fyrir umhverfið. Sebastian Mang, ráðgjafi hjá umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace sagði Evrópusambandið vera að lulla þegar komi að umhverfisverndarmálum og líkti framgöngu leiðtogana við slórandi mann sem sparkar áldós á undan sér eftir götunni. Mang minntist einnig á verkföll ungs fólks víða um heim gegn loftslagsbreytingum, Mang sagði unga fólkið „fatta hvað málið snýst um“ Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Leiðtogaráð Evrópusambandsins ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. Síðastliðna tvo daga hafa leiðtogar ESB ríkjanna fundað í Brussel, höfuðborg Belgíu. Fyrri dagur fundahaldanna fór að mestu í umræður um samband Bretlands og Evrópu en áætlað var að Brexit færi fram 29. mars næstkomandi. Fundarmenn samþykktu þó að veita Bretum aukinn frest til að ganga frá samningum áður en að útgöngunni kemur.Losun gróðurhúsalofttegunda hætt eftir 31 ár Í dag komust fundarmenn yfir fleiri málefni en Brexit. Þar á meðal ræddu leiðtogarnir um loftslagsmál. Lögð var fram tillaga um að losun gróðurhúsalofttegunda í ESB ríkjum yrði alfarið hætt fyrir árið 2050. Ýmis ríki, þar á meðal Frakkland, Spánn og Holland, stóðu fyrir tillögunni en ríki á borð við Þýskaland, Pólland og Tékkland voru treg til að samþykkja. Eftir þónokkrar viðræður var því ákveðið að fresta umræðunni og taka hana aftur á dagskrá á fundi leiðtoganna næsta sumar.ESB svarar ekki kalli ungu kynslóðarinnar „Við erum ekki að standa við skilmála Parísarsamkomulagsins frá 2015,“ sagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, við þurfum að ranka við okkur en það höfum við enn ekki gert“ Macron sagði ríkin ekki heldur svara ákalli ungu kynslóðanna sem tekið hafa upp á því að efna til verkfalla fyrir umhverfið. Sebastian Mang, ráðgjafi hjá umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace sagði Evrópusambandið vera að lulla þegar komi að umhverfisverndarmálum og líkti framgöngu leiðtogana við slórandi mann sem sparkar áldós á undan sér eftir götunni. Mang minntist einnig á verkföll ungs fólks víða um heim gegn loftslagsbreytingum, Mang sagði unga fólkið „fatta hvað málið snýst um“
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira