Lokum skólum en leyfum sjúkrahús Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Eflaust er það að bera í bakkafullan lækinn að skrifa grein um myglu á Landspítalanum. En í ljósi atburða undanfarinna vikna þar sem heilu grunnskólunum er lokað eða þeir jafnvel jafnaðir við jörðu eins og í Kópavogi, vegna myglu, og veikinda nemenda og kennara í kjölfar þess, get ég ekki orða bundist. Á Landspítalanum hefur mygla sannarlega greinst mjög víða, m.a. á barna- og unglingageðdeildinni, skrifstofum lækna á Hringbraut, á kvennadeildinni og geðdeildinni svo eitthvað sé talið. Margir starfsmenn, læknar sem og aðrir, hafa fundið fyrir einkennum og veikindum sem hafa lagast þegar fólk fer í frí í nokkurn tíma. Töluvert er einnig um fjarvistir vegna mygluveikinda hjá starfsfólki spítalans en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um þann hóp sem er fjarverandi vegna myglu en ekki annarra veikinda. Því er erfitt að átta sig á umfangi vandans. Nokkrir starfsmenn hafa þurft að hætta vegna veikindanna og finna sér aðra vinnu í heilsusamlegra umhverfi. Hversu margir þeir eru vitum við samt ekki. Einnig er hreinlega ómögulegt að vita hvaða sjúklingar sem hafa þurft að leita til Landspítalans eftir þjónustu hafa fundið fyrir óþægindum eða veikst. Mjög erfitt er að verða sér úti um þá tölfræði. Það sem er þó öllu alvarlegra er að í mörgum af þeim byggingum sem eiga að standa áfram, þó nýi meðferðarkjarninn sé að rísa, og nýtast í starfi sjúkrahússins í framtíðinni, hefur greinst mygla og starfsfólk verið frá vegna veikinda. Þar er mín deild á meðal og finnst mér því nauðsynlegt að uppfræða fólk um að þar sem þungaðar konur mæta í sónarskoðun og mæðravernd hefur greinst mygla. Starfsfólk kvennadeildar hefur verið frá í lengri tíma og jafnvel þurft að skipta um starfsvettvang vegna þessa sem er nú ekki auðvelt á okkar litla landi þar sem fáir valkostir eru fyrir hendi. Viljum við Íslendingar taka á móti nýjum þjóðfélagsþegnum í mygluhúsnæði? Ættum við ekki heldur að vilja að börnin okkar fæðist í sem heilbrigðasta og besta húsnæði sem í boði er? Hvernig stendur á því að þetta nýja vandamál 21. aldarinnar er eitthvað sem ekki má ræða og margir vilja helst sópa undir teppi? Ég vil hvetja stjórnvöld til að opna þessa umræðu, greina vandann og bregðast strax við. Það kostar auðvitað fjármagn en það kostar líka fjármagn að hafa hámenntað fólk heima sem gæti annars unnið sína vinnu. Það er í raun ábyrgðarleysi gagnvart mannauði okkar þjóðar að bjóða fæðandi konum og öðrum skjólstæðingum Landspítalans upp á heilsuspillandi mygluhúsnæði. Ef skólum er lokað og þeim rutt um koll hvað á þá að gera við heilbrigðisstofnun eins og Landspítalann, landsins stærsta vinnustað sem allir landsmenn þurfa að geta reitt sig á þegar eitthvað bjátar á?Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Eflaust er það að bera í bakkafullan lækinn að skrifa grein um myglu á Landspítalanum. En í ljósi atburða undanfarinna vikna þar sem heilu grunnskólunum er lokað eða þeir jafnvel jafnaðir við jörðu eins og í Kópavogi, vegna myglu, og veikinda nemenda og kennara í kjölfar þess, get ég ekki orða bundist. Á Landspítalanum hefur mygla sannarlega greinst mjög víða, m.a. á barna- og unglingageðdeildinni, skrifstofum lækna á Hringbraut, á kvennadeildinni og geðdeildinni svo eitthvað sé talið. Margir starfsmenn, læknar sem og aðrir, hafa fundið fyrir einkennum og veikindum sem hafa lagast þegar fólk fer í frí í nokkurn tíma. Töluvert er einnig um fjarvistir vegna mygluveikinda hjá starfsfólki spítalans en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um þann hóp sem er fjarverandi vegna myglu en ekki annarra veikinda. Því er erfitt að átta sig á umfangi vandans. Nokkrir starfsmenn hafa þurft að hætta vegna veikindanna og finna sér aðra vinnu í heilsusamlegra umhverfi. Hversu margir þeir eru vitum við samt ekki. Einnig er hreinlega ómögulegt að vita hvaða sjúklingar sem hafa þurft að leita til Landspítalans eftir þjónustu hafa fundið fyrir óþægindum eða veikst. Mjög erfitt er að verða sér úti um þá tölfræði. Það sem er þó öllu alvarlegra er að í mörgum af þeim byggingum sem eiga að standa áfram, þó nýi meðferðarkjarninn sé að rísa, og nýtast í starfi sjúkrahússins í framtíðinni, hefur greinst mygla og starfsfólk verið frá vegna veikinda. Þar er mín deild á meðal og finnst mér því nauðsynlegt að uppfræða fólk um að þar sem þungaðar konur mæta í sónarskoðun og mæðravernd hefur greinst mygla. Starfsfólk kvennadeildar hefur verið frá í lengri tíma og jafnvel þurft að skipta um starfsvettvang vegna þessa sem er nú ekki auðvelt á okkar litla landi þar sem fáir valkostir eru fyrir hendi. Viljum við Íslendingar taka á móti nýjum þjóðfélagsþegnum í mygluhúsnæði? Ættum við ekki heldur að vilja að börnin okkar fæðist í sem heilbrigðasta og besta húsnæði sem í boði er? Hvernig stendur á því að þetta nýja vandamál 21. aldarinnar er eitthvað sem ekki má ræða og margir vilja helst sópa undir teppi? Ég vil hvetja stjórnvöld til að opna þessa umræðu, greina vandann og bregðast strax við. Það kostar auðvitað fjármagn en það kostar líka fjármagn að hafa hámenntað fólk heima sem gæti annars unnið sína vinnu. Það er í raun ábyrgðarleysi gagnvart mannauði okkar þjóðar að bjóða fæðandi konum og öðrum skjólstæðingum Landspítalans upp á heilsuspillandi mygluhúsnæði. Ef skólum er lokað og þeim rutt um koll hvað á þá að gera við heilbrigðisstofnun eins og Landspítalann, landsins stærsta vinnustað sem allir landsmenn þurfa að geta reitt sig á þegar eitthvað bjátar á?Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun