Stýrivextir óbreyttir Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 08:59 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. FBL/Anton Brink Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Á vef Seðlabankans kemur fram að nokkuð hafi hægt á hagvexti á seinni hluta síðasta árs frá því sem hann hafði verið á fyrri hluta ársins. Hagvöxtur var 4,6% á árinu öllu en í febrúarspá sinni hafði Seðlabankinn gert ráð fyrir að hann yrði 4,3%. Nýlegar vísbendingar um efnahagsumsvif og af vinnumarkaði benda til þess að spenna í þjóðarbúskapnum haldi áfram að minnka. Nú klukkan 10:00 hefst vefútsending þar sem Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri og nefndarmaður í peningastefnunefnd, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar og þeim rökum sem að baki liggja. Verðbólga var 3% í febrúar og hefur hjaðnað frá því í desember sl. þegar hún mældist 3,7%. Vegur þar þyngst að dregið hefur úr áhrifum hækkunar innflutningsverðs vegna gengislækkunar krónunnar á haustmánuðum síðasta árs og að framlag húsnæðis til verðbólgu hefur minnkað. Gengi krónunnar hefur hækkað um tæplega 3% frá febrúarfundi peningastefnunefndar. Talið er líklegt að verðbólga aukist eitthvað fram eftir ári en hvað verður er háð niðurstöðu kjarasamninga sem ekki liggur fyrir. Langtímaverðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja hafa hækkað en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði lækkað. Á alla mælikvarða eru langtímaverðbólguvæntingar enn yfir verðbólgumarkmiðinu. Væntingar um verðbólgu til skamms tíma hafa lítið breyst frá síðasta fundi peningastefnunefndar og því er taumhald peningastefnunnar, eins og það mælist í raunvöxtum Seðlabankans, óbreytt frá fyrri fundi. Peningastefnan muni á næstunni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Peningastefnunefnd ítrekar að hún hefur bæði vilja og þau tæki sem þarf til að halda verðbólgu og verðbólguvæntingum við markmið til lengri tíma litið. Það gæti kallað á harðara taumhald peningastefnunnar á komandi mánuðum. Aðrar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum, munu skipta miklu um hvort svo verður og hafa áhrif á hversu mikill fórnarkostnaður verður í lægra atvinnustigi. Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Á vef Seðlabankans kemur fram að nokkuð hafi hægt á hagvexti á seinni hluta síðasta árs frá því sem hann hafði verið á fyrri hluta ársins. Hagvöxtur var 4,6% á árinu öllu en í febrúarspá sinni hafði Seðlabankinn gert ráð fyrir að hann yrði 4,3%. Nýlegar vísbendingar um efnahagsumsvif og af vinnumarkaði benda til þess að spenna í þjóðarbúskapnum haldi áfram að minnka. Nú klukkan 10:00 hefst vefútsending þar sem Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri og nefndarmaður í peningastefnunefnd, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar og þeim rökum sem að baki liggja. Verðbólga var 3% í febrúar og hefur hjaðnað frá því í desember sl. þegar hún mældist 3,7%. Vegur þar þyngst að dregið hefur úr áhrifum hækkunar innflutningsverðs vegna gengislækkunar krónunnar á haustmánuðum síðasta árs og að framlag húsnæðis til verðbólgu hefur minnkað. Gengi krónunnar hefur hækkað um tæplega 3% frá febrúarfundi peningastefnunefndar. Talið er líklegt að verðbólga aukist eitthvað fram eftir ári en hvað verður er háð niðurstöðu kjarasamninga sem ekki liggur fyrir. Langtímaverðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja hafa hækkað en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði lækkað. Á alla mælikvarða eru langtímaverðbólguvæntingar enn yfir verðbólgumarkmiðinu. Væntingar um verðbólgu til skamms tíma hafa lítið breyst frá síðasta fundi peningastefnunefndar og því er taumhald peningastefnunnar, eins og það mælist í raunvöxtum Seðlabankans, óbreytt frá fyrri fundi. Peningastefnan muni á næstunni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Peningastefnunefnd ítrekar að hún hefur bæði vilja og þau tæki sem þarf til að halda verðbólgu og verðbólguvæntingum við markmið til lengri tíma litið. Það gæti kallað á harðara taumhald peningastefnunnar á komandi mánuðum. Aðrar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum, munu skipta miklu um hvort svo verður og hafa áhrif á hversu mikill fórnarkostnaður verður í lægra atvinnustigi.
Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira