Látið ekki Sjálfstæðisflokkinn eyðileggja kjaraviðræðurnar Ögmundur Jónsson skrifar 20. mars 2019 08:00 Ég hef alltaf haft miklar efasemdir um samstarf félagshyggjuflokka við Sjálfstæðisflokkinn. Efasemdir mínar hafa snúist um prinsipp og praksis. Prinsippin eru þau að meini menn eitthvað með pólitískum stefnumarkmiðum sínum, þá kennir reynslan að þau fari forgörðum í slíku samstarfi á milli hægri og vinstri, því hætt er við að annar hvor aðilinn svíki sína umbjóðendur. Praksisinn er svo einmitt sá að samstarfið veldur því að annar, og yfirleitt minni aðilinn, veslast upp, tærist fyrst að innan og leggur síðan af – í fylgi. Mín kynslóð man ömurlegt hlutskipti Alþýðuflokksins sáluga, Framsókn var nær dauða en lífi þegar hún slapp úr hrammi Íhaldsins og nú er ástæða til að óttast um VG. Tilefni þessara hugleiðinga nú er skattaútspil ríkisstjórnarinnar á ögurstundu þegar láglaunafólk heyr baráttu nánast upp á líf og dauða. Lofað hafði verið myndarlegri endurskoðun á skatta- og bótakerfinu sem hefði það í för með sér að hlutur láglauna- og millitekjufólks vænkaðist. Verkalýðshreyfingin tefldi síðan fram tillögum sem hefðu nákvæmlega þetta í för með sér, næðu þær fram að ganga, en vel að merkja, til að koma í veg fyrir tekjutap ríkissjóðs var gert ráð fyrir því að hlutur hátekjufólks vænkaðist ekki og eignafólk greiddi meira en það gerir nú. Sjálfstæðisflokkurinn sem aldrei gleymir því hver hann er, varnarvirki hátekju-Íslands, tekur þetta ekki í mál og fjármálaráðherrann slengir í nafni ríkisstjórnarinnar fram skattatillögum sem eru nánast sem löðrungur á verkalýðshreyfinguna og vel að merkja samstarfsflokkana í ríkisstjórn – hefði maður haldið: Skattalækkun upp á 6.700 krónur, sú sama fyrir marg-milljón króna fólkið og þau sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Nú þurfa VG og Framsókn og þeir sjálfstæðismenn sem eiga í sér félagspólitíska taug – einu sinni voru þeir til – að rísa upp í sameiningu og krefjast þess að Sjálfstæðisflokkurinn sýni ábyrgð og komi til móts við verkalýðshreyfinguna með myndarlegum jöfnunaraðgerðum í sköttum, vaxtabótum, húsaleigubótum og framlagi til félagslega leigukerfisins hjá sveitarfélögum. Það er ekki sæmandi að horfa þegjandi og aðgerðalaus á láglauna- og millitekjufólk heyja þá baráttu sem löngu var tímabær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft miklar efasemdir um samstarf félagshyggjuflokka við Sjálfstæðisflokkinn. Efasemdir mínar hafa snúist um prinsipp og praksis. Prinsippin eru þau að meini menn eitthvað með pólitískum stefnumarkmiðum sínum, þá kennir reynslan að þau fari forgörðum í slíku samstarfi á milli hægri og vinstri, því hætt er við að annar hvor aðilinn svíki sína umbjóðendur. Praksisinn er svo einmitt sá að samstarfið veldur því að annar, og yfirleitt minni aðilinn, veslast upp, tærist fyrst að innan og leggur síðan af – í fylgi. Mín kynslóð man ömurlegt hlutskipti Alþýðuflokksins sáluga, Framsókn var nær dauða en lífi þegar hún slapp úr hrammi Íhaldsins og nú er ástæða til að óttast um VG. Tilefni þessara hugleiðinga nú er skattaútspil ríkisstjórnarinnar á ögurstundu þegar láglaunafólk heyr baráttu nánast upp á líf og dauða. Lofað hafði verið myndarlegri endurskoðun á skatta- og bótakerfinu sem hefði það í för með sér að hlutur láglauna- og millitekjufólks vænkaðist. Verkalýðshreyfingin tefldi síðan fram tillögum sem hefðu nákvæmlega þetta í för með sér, næðu þær fram að ganga, en vel að merkja, til að koma í veg fyrir tekjutap ríkissjóðs var gert ráð fyrir því að hlutur hátekjufólks vænkaðist ekki og eignafólk greiddi meira en það gerir nú. Sjálfstæðisflokkurinn sem aldrei gleymir því hver hann er, varnarvirki hátekju-Íslands, tekur þetta ekki í mál og fjármálaráðherrann slengir í nafni ríkisstjórnarinnar fram skattatillögum sem eru nánast sem löðrungur á verkalýðshreyfinguna og vel að merkja samstarfsflokkana í ríkisstjórn – hefði maður haldið: Skattalækkun upp á 6.700 krónur, sú sama fyrir marg-milljón króna fólkið og þau sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Nú þurfa VG og Framsókn og þeir sjálfstæðismenn sem eiga í sér félagspólitíska taug – einu sinni voru þeir til – að rísa upp í sameiningu og krefjast þess að Sjálfstæðisflokkurinn sýni ábyrgð og komi til móts við verkalýðshreyfinguna með myndarlegum jöfnunaraðgerðum í sköttum, vaxtabótum, húsaleigubótum og framlagi til félagslega leigukerfisins hjá sveitarfélögum. Það er ekki sæmandi að horfa þegjandi og aðgerðalaus á láglauna- og millitekjufólk heyja þá baráttu sem löngu var tímabær.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar