Halldór Jóhann: Kveikir ekkert á takka í úrslitakeppninni Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 31. mars 2019 22:03 Halldór og félagar hafa ekki unnið leik síðan þeir urðu bikarmeistarar. vísir/andri marinó „Við töpuðum þessu bara sjálfir“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tapið fyrir Val í kvöld. „Mér fannst alltof margt vera ekki í lagi, fengum á okkur 8 mörk á fyrstu 10 mínútunum. Við spilum frábæra vörn síðan í 30 mínútur en gefum svo hrikalega eftir og létum þá skora á okkur aftur og aftur og aftur. Síðan fórum við að taka alveg hreint ótrúlegar ákvarðanir sóknarlega í seinni hálfleik“ sagði Halldór Jóhann og bætir því að við að það hafi verið svo margt sem þeir eiga að gera miklu betur. „Mér fannst Valsararnir ekki frábærir í dag, langt því frá. Þess vegna var lag að vinna þá og við vorum með ágætis tök á leiknum. Við vorum 19-16 yfir og þá fórum við að leyfa okkur hluti sem við eigum ekki að leyfa okkur.“ FH hafði fín tök á leiknum í síðari hálfleik en náðu aldrei að ýta Val langt frá sér. Halldór er ósáttur við það hvernig hans menn spiluðu úr þeirri stöðu „Ég veit ekki hvort að menn hafi fengið einhverja tilfiningur að þetta væri orðið eitthvað þægilegt og við fórum aftur að gera þessi hluti sem við eigum ekki að gera. Það er ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum.“ FH hefur núna tapað stigum í síðustu 4 leikjum deildarinnar og segir Halldór það nokkuð ljóst að þeir þurfi að fara að vinna í sínum leik. Það sé ekki nóg að mæta í úrslitakeppnina og halda að allt smelli saman þar. „Það er alveg klárt að við þurfum að fara að safna einhverjum stigum, annars lendum við í því að tapa 4. sætinu. Við áttum séns á að ná 3. sætinu og þess vegna er þetta ennþá ergilegra að við komum svona daufir inní leikinn, það er auðvitað áhyggjuefni,“ sagði Halldór. „Við höfum sýnt það að það býr helling í mínu liði, við höfum spilað um einn bikar til þessa og unnið hann svo við getum spilað helvíti góðan handbolta. En við þurfum auðvitað að ná þeirri spilamennsku upp, það gerist ekkert að sjálfum sér þótt það sé úrslitakeppni. Það er ekkert kveikt á einhverjum takka þegar úrslitakeppnin byrjar.“ Halldór Jóhann segir það áhyggjuefni að liðið nái ekki að gíra sig upp í þessa úrslitaleiki, en þeir féllu á stóru prófunum bæði gegn ÍBV í Vestmannaeyjum um daginn og núna gegn Val. „Aðal málið í þessu og það sem ég er svo ósáttur við er að útí Eyjum um daginn þá var útslitaleikur þar sem við gátum ýtt Eyjamönnum lengra frá okkur og núna erum við með úrslitaleik um 3. sætið að fara fram úr Val, ég er auðvitað ósáttur við það að ná ekki að vinna þessa leiki“ sagði Halldór Jóhann að lokum Olís-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
„Við töpuðum þessu bara sjálfir“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tapið fyrir Val í kvöld. „Mér fannst alltof margt vera ekki í lagi, fengum á okkur 8 mörk á fyrstu 10 mínútunum. Við spilum frábæra vörn síðan í 30 mínútur en gefum svo hrikalega eftir og létum þá skora á okkur aftur og aftur og aftur. Síðan fórum við að taka alveg hreint ótrúlegar ákvarðanir sóknarlega í seinni hálfleik“ sagði Halldór Jóhann og bætir því að við að það hafi verið svo margt sem þeir eiga að gera miklu betur. „Mér fannst Valsararnir ekki frábærir í dag, langt því frá. Þess vegna var lag að vinna þá og við vorum með ágætis tök á leiknum. Við vorum 19-16 yfir og þá fórum við að leyfa okkur hluti sem við eigum ekki að leyfa okkur.“ FH hafði fín tök á leiknum í síðari hálfleik en náðu aldrei að ýta Val langt frá sér. Halldór er ósáttur við það hvernig hans menn spiluðu úr þeirri stöðu „Ég veit ekki hvort að menn hafi fengið einhverja tilfiningur að þetta væri orðið eitthvað þægilegt og við fórum aftur að gera þessi hluti sem við eigum ekki að gera. Það er ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum.“ FH hefur núna tapað stigum í síðustu 4 leikjum deildarinnar og segir Halldór það nokkuð ljóst að þeir þurfi að fara að vinna í sínum leik. Það sé ekki nóg að mæta í úrslitakeppnina og halda að allt smelli saman þar. „Það er alveg klárt að við þurfum að fara að safna einhverjum stigum, annars lendum við í því að tapa 4. sætinu. Við áttum séns á að ná 3. sætinu og þess vegna er þetta ennþá ergilegra að við komum svona daufir inní leikinn, það er auðvitað áhyggjuefni,“ sagði Halldór. „Við höfum sýnt það að það býr helling í mínu liði, við höfum spilað um einn bikar til þessa og unnið hann svo við getum spilað helvíti góðan handbolta. En við þurfum auðvitað að ná þeirri spilamennsku upp, það gerist ekkert að sjálfum sér þótt það sé úrslitakeppni. Það er ekkert kveikt á einhverjum takka þegar úrslitakeppnin byrjar.“ Halldór Jóhann segir það áhyggjuefni að liðið nái ekki að gíra sig upp í þessa úrslitaleiki, en þeir féllu á stóru prófunum bæði gegn ÍBV í Vestmannaeyjum um daginn og núna gegn Val. „Aðal málið í þessu og það sem ég er svo ósáttur við er að útí Eyjum um daginn þá var útslitaleikur þar sem við gátum ýtt Eyjamönnum lengra frá okkur og núna erum við með úrslitaleik um 3. sætið að fara fram úr Val, ég er auðvitað ósáttur við það að ná ekki að vinna þessa leiki“ sagði Halldór Jóhann að lokum
Olís-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira