Fall WOW air hefur áhrif á fiskútflutning Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2019 20:00 Brotthvarf WOW air af markaði getur haft neikvæð áhrif á útflutningsfyrirtæki sem hafa reitt sig á fraktflutninga hjá flugfélaginu. Sölustjóri hjá fiskútflutningsfyrirtæki segist vona að áhrifin vari aðeins til skamms tíma. Auk farþega hefur WOW air flutt íslenskar vörur með frakt til útlanda. Þótt umsvif flugfélagsins í þessu sambandi hafi verið minni en hjá Icelandair koma íslensk útflutningsfyrirtæki til með að finna fyrir því að færri möguleikar verða fyrir slíka flutninga. „Aftur á móti erum við að fara núna í gegnum páskatímann. Þetta kemur núna í raun og veru á mjög slæmum tíma fyrir útflutning á fisk í ljósi þess að páskarnir eru mjög stórir í útflutningi á fisk og með minnkun á plássi gerir það auðvitað ekki gott,“ segir Daníel Thomsen, sölustjóri hjá Danica Seafood. Þannig verði færri ferðir til áfangastaða á borð við Boston og New York sem séu mikilvægir markaðir fyrir íslenskan fisk. „Vandamál sem við klárlega sjáum líka núna og verður líklega næstu tvær vikurnar er að það verður töluvert minna um pláss hjá Icelandair sökum þess að þeir þurfa auðvitað að aðstoða farþega sem eru fastir annars staðar út af þessu með WOW air og það hefur gríðarleg áhrif á okkur líka,“ segir Daníel. Hann kveðst telja að áhrifin muni þó aðeins vara til skemmri tíma. Það sé aftur á móti jákvætt fyrir útflutningsgreinar ef krónan heldur áfram að veikjast. „Íslenskur fiskur er að sjálfsögðu vinsæl afurð og ef þetta fer ekki vestur þá ætla ég að vona að það verði bara fundið heimili fyrir þetta einhvers staðar annars staðar. En auðvitað er það ekki gott fyrir sérstaklega Ameríkumarkaðinn.“ Sjávarútvegur WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Ben Baldanza sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. 30. mars 2019 16:17 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Sjá meira
Brotthvarf WOW air af markaði getur haft neikvæð áhrif á útflutningsfyrirtæki sem hafa reitt sig á fraktflutninga hjá flugfélaginu. Sölustjóri hjá fiskútflutningsfyrirtæki segist vona að áhrifin vari aðeins til skamms tíma. Auk farþega hefur WOW air flutt íslenskar vörur með frakt til útlanda. Þótt umsvif flugfélagsins í þessu sambandi hafi verið minni en hjá Icelandair koma íslensk útflutningsfyrirtæki til með að finna fyrir því að færri möguleikar verða fyrir slíka flutninga. „Aftur á móti erum við að fara núna í gegnum páskatímann. Þetta kemur núna í raun og veru á mjög slæmum tíma fyrir útflutning á fisk í ljósi þess að páskarnir eru mjög stórir í útflutningi á fisk og með minnkun á plássi gerir það auðvitað ekki gott,“ segir Daníel Thomsen, sölustjóri hjá Danica Seafood. Þannig verði færri ferðir til áfangastaða á borð við Boston og New York sem séu mikilvægir markaðir fyrir íslenskan fisk. „Vandamál sem við klárlega sjáum líka núna og verður líklega næstu tvær vikurnar er að það verður töluvert minna um pláss hjá Icelandair sökum þess að þeir þurfa auðvitað að aðstoða farþega sem eru fastir annars staðar út af þessu með WOW air og það hefur gríðarleg áhrif á okkur líka,“ segir Daníel. Hann kveðst telja að áhrifin muni þó aðeins vara til skemmri tíma. Það sé aftur á móti jákvætt fyrir útflutningsgreinar ef krónan heldur áfram að veikjast. „Íslenskur fiskur er að sjálfsögðu vinsæl afurð og ef þetta fer ekki vestur þá ætla ég að vona að það verði bara fundið heimili fyrir þetta einhvers staðar annars staðar. En auðvitað er það ekki gott fyrir sérstaklega Ameríkumarkaðinn.“
Sjávarútvegur WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Ben Baldanza sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. 30. mars 2019 16:17 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Sjá meira
Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00
Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35
Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Ben Baldanza sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. 30. mars 2019 16:17