Bandaríkjastjórn hótar Evrópu með tollum á vín og osta Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2019 13:38 Deilurnar snúast um niðurgreiðslur til evrópska flugvélaframleiðandans Airbus sem Bandaríkjastjórn telur ólögmætar. Vísir/EPA Tollar gætu verið lagðir á evrópsk vín og osta sem fluttir eru til Bandaríkjanna eftir að Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) komst að þeirri niðurstöðu að niðurgreiðslur í þágu evrópska flugvélaframleiðandans Airbus hefðu komið niður á Bandaríkjunum. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lengi deilt um niðurgreiðslur hvors þeirra um sig til flugfélagaframleiðendanna Boeing annars vegar og Airbus hins vegar. Úrskurður WTO um styrki til Airbus féll Bandaríkjunum í vil í dag og segjast viðskiptafulltrúar Bandaríkjastjórnar ætla að leggja toll á evrópskar vörur að verðmæti allt að ellefu milljarðar dollara í framhaldinu. Talsmenn Evrópusambandsins segja þá upphæð fjarri öllu lagi. Það sé aðeins krafa Bandaríkjastjórnar og WTO eigi enn eftir að taka afstöðu til þess hvaða kröfu hún geti gert á hendur sambandsins. Bandaríkjastjórn hefur engu að síður þegar gefið út lista yfir evrópskar vörur sem gætu sætt innflutningstollum á næstunni. Þar á meðal eru flugvélar, ostar, vín, ólífuolía og bifhjól svo eitthvað sé nefnt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump Bandaríkjaforseti hleypti samskiptum Bandaríkjanna við Evrópu upp í fyrra þegar hann lagði verndartolla á innflutt stál og ál. Evrópumenn svöruðu með því að leggja tolla á bandarískar vörur. Frekari tollar á evrópskar vörur eru líklegir til að reyna enn á samskiptin yfir Atlantshafið. Evrópusambandið hefur einnig sakað Bandaríkjastjórn um að styrkja Boeing, keppinaut Airbus, með ólöglegum hætti og hótað að leggjatolla á bandarískar vörur vegna þess. Áfengi og tóbak Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tollar gætu verið lagðir á evrópsk vín og osta sem fluttir eru til Bandaríkjanna eftir að Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) komst að þeirri niðurstöðu að niðurgreiðslur í þágu evrópska flugvélaframleiðandans Airbus hefðu komið niður á Bandaríkjunum. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lengi deilt um niðurgreiðslur hvors þeirra um sig til flugfélagaframleiðendanna Boeing annars vegar og Airbus hins vegar. Úrskurður WTO um styrki til Airbus féll Bandaríkjunum í vil í dag og segjast viðskiptafulltrúar Bandaríkjastjórnar ætla að leggja toll á evrópskar vörur að verðmæti allt að ellefu milljarðar dollara í framhaldinu. Talsmenn Evrópusambandsins segja þá upphæð fjarri öllu lagi. Það sé aðeins krafa Bandaríkjastjórnar og WTO eigi enn eftir að taka afstöðu til þess hvaða kröfu hún geti gert á hendur sambandsins. Bandaríkjastjórn hefur engu að síður þegar gefið út lista yfir evrópskar vörur sem gætu sætt innflutningstollum á næstunni. Þar á meðal eru flugvélar, ostar, vín, ólífuolía og bifhjól svo eitthvað sé nefnt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump Bandaríkjaforseti hleypti samskiptum Bandaríkjanna við Evrópu upp í fyrra þegar hann lagði verndartolla á innflutt stál og ál. Evrópumenn svöruðu með því að leggja tolla á bandarískar vörur. Frekari tollar á evrópskar vörur eru líklegir til að reyna enn á samskiptin yfir Atlantshafið. Evrópusambandið hefur einnig sakað Bandaríkjastjórn um að styrkja Boeing, keppinaut Airbus, með ólöglegum hætti og hótað að leggjatolla á bandarískar vörur vegna þess.
Áfengi og tóbak Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira