Seinni bylgjan: Reyndi á að þjálfa ungan Björgvin Pál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2019 13:30 Gunnar Magnússon, þjálfari deildarmeistara Hauka, var besti þjálfari seinni hluta Olís-deildar karla að mati Seinni bylgjunnar. Haukar unnu átta af ellefu leikjum sínum eftir áramót, gerðu tvö jafntefli og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Val á laugardaginn. Þá voru Haukar búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Gunnar mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á sunnudaginn. „Þetta er það sem við stefndum á og við erum glaðir að hafa náð þessum titli í hús,“ sagði Gunnar sem er á sínu fjórða tímabili með Hauka. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn (2015-16) urðu Haukar Íslands- og deildarmeistarar en næstu tvö tímabil voru ekki gjöful og enginn titill kom í hús. „Það er alltaf pressa í þessu starfi og það þarf að vera pressa. Við viljum berjast um titla og vinna þá. Það er ekkert launungarmál. Við vinnum ekki alltaf en erum glaðir þegar það tekst,“ sagði Gunnar. En hvað lagði grunninn að deildarmeistaratitlinum í vetur? „Ef þú horfir á allt tímabilið skilaði lisðheildin og breiddin þessum titli. Við bjuggum okkur líka til breidd. Við tókum ákvörðun um að veðja á ungu strákana og gefa þeim traust,“ sagði Gunnar og vísaði þar til markvarðanna Grétars Ara Guðjónssonar og Andra Scheving og Darra Aronssonar og Orra Freys Þorkelssonar. Gunnar hóf þjálfaraferilinn hjá Víkingi. Þar þjálfaði hann m.a. landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson sem lék svo undir stjórn Gunnars hjá Haukum á síðasta tímabili. Gunnar segir að það hafi verið krefjandi að þjálfa ungan Björgvin. „Bjöggi var erfiður í æsku og ég þurfti oft að taka á honum. Þetta reyndi á mann og ég var ekki nema 16-17 ára á þessum tíma. En í dag er Bjöggi ljúfur sem lamb,“ sagði Gunnar. Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Gunnar hefur þjálfað Björgvin Pál í áraraðir, fyrst í yngri flokkum Víkings, svo í íslenska landsliðinu og Haukum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 23-26 | Valsmenn skyggðu aðeins á gleði Hauka Valur vann en Haukarnir fagna deildarmeistaratitlinum. 6. apríl 2019 21:45 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni í Olís-deild karla Lokaumferðin í deildinni fór fram í kvöld. 6. apríl 2019 20:34 Annað árið í röð dugar það ekki Selfossliðinu að vinna flestu leikina Deildarkeppni Olís deildar karla í handbolta lauk um helgina og eins og í fyrra þá voru Selfyssingar jafngrátlega nálægt því að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil. 8. apríl 2019 16:30 Seinni bylgjan: Logi ekki sammála valinu á tilþrifum tímabilsins Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála um valið á bestu tilþrifum tímabilsins. 8. apríl 2019 23:00 Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Að mati Seinni bylgjunnar var markvörður Vals sú besta í seinni hluta Olís-deildar kvenna. 8. apríl 2019 17:00 Seinni bylgjan: Akureyri féll með ákvörðuninni Þjálfaraskiptin hjá Akureyri heppnuðust ekki. Seinni bylgjan fór yfir þessa ákvörðun Akureyringa. 8. apríl 2019 13:45 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Gunnar Magnússon, þjálfari deildarmeistara Hauka, var besti þjálfari seinni hluta Olís-deildar karla að mati Seinni bylgjunnar. Haukar unnu átta af ellefu leikjum sínum eftir áramót, gerðu tvö jafntefli og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Val á laugardaginn. Þá voru Haukar búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Gunnar mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á sunnudaginn. „Þetta er það sem við stefndum á og við erum glaðir að hafa náð þessum titli í hús,“ sagði Gunnar sem er á sínu fjórða tímabili með Hauka. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn (2015-16) urðu Haukar Íslands- og deildarmeistarar en næstu tvö tímabil voru ekki gjöful og enginn titill kom í hús. „Það er alltaf pressa í þessu starfi og það þarf að vera pressa. Við viljum berjast um titla og vinna þá. Það er ekkert launungarmál. Við vinnum ekki alltaf en erum glaðir þegar það tekst,“ sagði Gunnar. En hvað lagði grunninn að deildarmeistaratitlinum í vetur? „Ef þú horfir á allt tímabilið skilaði lisðheildin og breiddin þessum titli. Við bjuggum okkur líka til breidd. Við tókum ákvörðun um að veðja á ungu strákana og gefa þeim traust,“ sagði Gunnar og vísaði þar til markvarðanna Grétars Ara Guðjónssonar og Andra Scheving og Darra Aronssonar og Orra Freys Þorkelssonar. Gunnar hóf þjálfaraferilinn hjá Víkingi. Þar þjálfaði hann m.a. landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson sem lék svo undir stjórn Gunnars hjá Haukum á síðasta tímabili. Gunnar segir að það hafi verið krefjandi að þjálfa ungan Björgvin. „Bjöggi var erfiður í æsku og ég þurfti oft að taka á honum. Þetta reyndi á mann og ég var ekki nema 16-17 ára á þessum tíma. En í dag er Bjöggi ljúfur sem lamb,“ sagði Gunnar. Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Gunnar hefur þjálfað Björgvin Pál í áraraðir, fyrst í yngri flokkum Víkings, svo í íslenska landsliðinu og Haukum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 23-26 | Valsmenn skyggðu aðeins á gleði Hauka Valur vann en Haukarnir fagna deildarmeistaratitlinum. 6. apríl 2019 21:45 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni í Olís-deild karla Lokaumferðin í deildinni fór fram í kvöld. 6. apríl 2019 20:34 Annað árið í röð dugar það ekki Selfossliðinu að vinna flestu leikina Deildarkeppni Olís deildar karla í handbolta lauk um helgina og eins og í fyrra þá voru Selfyssingar jafngrátlega nálægt því að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil. 8. apríl 2019 16:30 Seinni bylgjan: Logi ekki sammála valinu á tilþrifum tímabilsins Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála um valið á bestu tilþrifum tímabilsins. 8. apríl 2019 23:00 Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Að mati Seinni bylgjunnar var markvörður Vals sú besta í seinni hluta Olís-deildar kvenna. 8. apríl 2019 17:00 Seinni bylgjan: Akureyri féll með ákvörðuninni Þjálfaraskiptin hjá Akureyri heppnuðust ekki. Seinni bylgjan fór yfir þessa ákvörðun Akureyringa. 8. apríl 2019 13:45 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 23-26 | Valsmenn skyggðu aðeins á gleði Hauka Valur vann en Haukarnir fagna deildarmeistaratitlinum. 6. apríl 2019 21:45
Þessi lið mætast í úrslitakeppninni í Olís-deild karla Lokaumferðin í deildinni fór fram í kvöld. 6. apríl 2019 20:34
Annað árið í röð dugar það ekki Selfossliðinu að vinna flestu leikina Deildarkeppni Olís deildar karla í handbolta lauk um helgina og eins og í fyrra þá voru Selfyssingar jafngrátlega nálægt því að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil. 8. apríl 2019 16:30
Seinni bylgjan: Logi ekki sammála valinu á tilþrifum tímabilsins Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála um valið á bestu tilþrifum tímabilsins. 8. apríl 2019 23:00
Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Að mati Seinni bylgjunnar var markvörður Vals sú besta í seinni hluta Olís-deildar kvenna. 8. apríl 2019 17:00
Seinni bylgjan: Akureyri féll með ákvörðuninni Þjálfaraskiptin hjá Akureyri heppnuðust ekki. Seinni bylgjan fór yfir þessa ákvörðun Akureyringa. 8. apríl 2019 13:45