Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2019 15:48 Trump hafði lengi verið Nielsen reiður. Hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar en á það vildi forsetinn ekki heyra minnst. Vísir/EPA Tregða fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna til að fara eftir fyrirmælum Donalds Trump forseta sem stönguðust á við lög og dóma er sögð hafa átt þátt í að forsetinn bolaði henni úr embætti. Forsetinn er sagður hafa viljað taka aftur upp fyrri stefnu um að skilja að fjölskyldur á landamærunum að Mexíkó sem hann var gerður afturreka með í fyrra. Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra, sagði af sér eftir fund sem hún átti með Trump í Hvíta húsinu í gær. Heimildir herma að hún hafi ekki ætlað sér að segja af sér en forsetinn hafi ekki gert henni stætt að halda áfram. Hann hafði ítrekað gagnrýnt ráðherrann og hellt sér yfir hann á ríkisstjórnarfundi. Trump er sagður hafa verið Nielsen argur vegna þess að hún var ekki tilbúin að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að flótta- og förufólk reyndi að fara yfir landamærin sem hann krafðist sem hafi í sumum tilfellum verið ólöglegar. Hann hafi meðal annars beðið hana um að banna öllum hælisleitendum að sækja um hæli. Nú segir fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að Trump hafi um nokkurra mánaða skeið talað fyrir því að ríkisstjórn hans tæki aftur upp stefnu um að skilja að fjölskyldur innflytjenda á landamærunum jafnvel þó að hann hafi sjálfur gefið út tilskipun í fyrra til að binda enda á hana vegna kröftugra mótmæla og hneykslunar. Nielsen á að hafa sagt forsetanum að alríkisdómstólar hafi úrskurðað að ráðuneyti hennar væri óheimilt að taka stefnuna upp aftur. Slíkt hafi aðeins reitt Trump frekar til reiði. Forsetinn er sagður sannfærður um að stefnan hafi verið sú árangursríkasta í að fæla frá mögulega hælisleitendur.Skipað að sameina fjölskyldurnar aftur Þegar ljóst varð að um tvö þúsund börn hefðu verið tekin af foreldrum sínum á landamærunum í júní í fyrra braust fram mikil reiði í garð ríkisstjórnar Trump bæði innan Bandaríkjanna og utan. Í sumum tilfellum var börnunum haldið í búrum á meðan foreldrum þeirra hafði jafnvel þegar verið vísað úr landinu. Trump hröklaðist undan gagnrýninni þá og skrifaði undir forsetatilskipun um að aðskilnaðinum yrði hætt. Hann hefur síðan ítrekað logið því til að stefnan hafi ekki verið nýmæli og að hún hafi einnig tíðkast í tíð forvera hans, Baracks Obama og George W. Bush. Síðar kom í ljós að bandarísk yfirvöld höfðu ekki haldið reiður yfir hvað hefði orðið um börnin og foreldra þeirra vegna skipulags- og undirbúningsleysis. Alríkisstjórnin viðurkenndi nýlega að þúsundir barna til viðbótar hefðu mögulega verið skilin frá foreldrum sínum en áður hafði verið upplýst um. Málaferli gegn alríkisstjórninni standa nú yfir en dómstóll hefur skipað henni að skila börnunum til foreldra sinna. Á föstudag skilaði ríkisstjórn Trump greinargerð til dómara um að það gæti tekið eitt til tvö ár að bera kennsl á öll börnin sem hún tók af foreldrum sínum. Ástæðan sé meðal annars sú að Tolla- og landamæraeftirlitið hélt ekki gögn um fjölskyldurnar sem hún skildi að fyrr en eftir apríl í fyrra, að sögn New York Times. Fjölskylduaðskilnaðarstefnan hófst þegar Trump-stjórnin ákvað að ákæra og handtaka alla fullorðna einstaklinga sem komu ólöglega yfir landamærin vorið 2018. Ekki var heimilt að vista börn innflytjendanna með þeim í fangelsi og því voru bornin send í athvörf eða í fóstur. Bandarísku borgararéttindasamtökin (ACLU), sem höfðuðu málið gegn alríkisstjórninni til að binda enda á aðskilnaðinn, telja að um 2.800 börnum hafi verið komið í hendur foreldra sinna til þessa. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði 5. febrúar 2019 08:44 Heimavarnaráðherra Trump er hætt Hún fór á fund Donald Trump, forseta nú í kvöld og afhenti honum afsagnarbréf sitt, samkvæmt fregnum ytra, en Trump lét það vera óljóst hvort hún hefði sagt af sér eða verið rekin. 7. apríl 2019 22:37 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Tregða fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna til að fara eftir fyrirmælum Donalds Trump forseta sem stönguðust á við lög og dóma er sögð hafa átt þátt í að forsetinn bolaði henni úr embætti. Forsetinn er sagður hafa viljað taka aftur upp fyrri stefnu um að skilja að fjölskyldur á landamærunum að Mexíkó sem hann var gerður afturreka með í fyrra. Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra, sagði af sér eftir fund sem hún átti með Trump í Hvíta húsinu í gær. Heimildir herma að hún hafi ekki ætlað sér að segja af sér en forsetinn hafi ekki gert henni stætt að halda áfram. Hann hafði ítrekað gagnrýnt ráðherrann og hellt sér yfir hann á ríkisstjórnarfundi. Trump er sagður hafa verið Nielsen argur vegna þess að hún var ekki tilbúin að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að flótta- og förufólk reyndi að fara yfir landamærin sem hann krafðist sem hafi í sumum tilfellum verið ólöglegar. Hann hafi meðal annars beðið hana um að banna öllum hælisleitendum að sækja um hæli. Nú segir fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að Trump hafi um nokkurra mánaða skeið talað fyrir því að ríkisstjórn hans tæki aftur upp stefnu um að skilja að fjölskyldur innflytjenda á landamærunum jafnvel þó að hann hafi sjálfur gefið út tilskipun í fyrra til að binda enda á hana vegna kröftugra mótmæla og hneykslunar. Nielsen á að hafa sagt forsetanum að alríkisdómstólar hafi úrskurðað að ráðuneyti hennar væri óheimilt að taka stefnuna upp aftur. Slíkt hafi aðeins reitt Trump frekar til reiði. Forsetinn er sagður sannfærður um að stefnan hafi verið sú árangursríkasta í að fæla frá mögulega hælisleitendur.Skipað að sameina fjölskyldurnar aftur Þegar ljóst varð að um tvö þúsund börn hefðu verið tekin af foreldrum sínum á landamærunum í júní í fyrra braust fram mikil reiði í garð ríkisstjórnar Trump bæði innan Bandaríkjanna og utan. Í sumum tilfellum var börnunum haldið í búrum á meðan foreldrum þeirra hafði jafnvel þegar verið vísað úr landinu. Trump hröklaðist undan gagnrýninni þá og skrifaði undir forsetatilskipun um að aðskilnaðinum yrði hætt. Hann hefur síðan ítrekað logið því til að stefnan hafi ekki verið nýmæli og að hún hafi einnig tíðkast í tíð forvera hans, Baracks Obama og George W. Bush. Síðar kom í ljós að bandarísk yfirvöld höfðu ekki haldið reiður yfir hvað hefði orðið um börnin og foreldra þeirra vegna skipulags- og undirbúningsleysis. Alríkisstjórnin viðurkenndi nýlega að þúsundir barna til viðbótar hefðu mögulega verið skilin frá foreldrum sínum en áður hafði verið upplýst um. Málaferli gegn alríkisstjórninni standa nú yfir en dómstóll hefur skipað henni að skila börnunum til foreldra sinna. Á föstudag skilaði ríkisstjórn Trump greinargerð til dómara um að það gæti tekið eitt til tvö ár að bera kennsl á öll börnin sem hún tók af foreldrum sínum. Ástæðan sé meðal annars sú að Tolla- og landamæraeftirlitið hélt ekki gögn um fjölskyldurnar sem hún skildi að fyrr en eftir apríl í fyrra, að sögn New York Times. Fjölskylduaðskilnaðarstefnan hófst þegar Trump-stjórnin ákvað að ákæra og handtaka alla fullorðna einstaklinga sem komu ólöglega yfir landamærin vorið 2018. Ekki var heimilt að vista börn innflytjendanna með þeim í fangelsi og því voru bornin send í athvörf eða í fóstur. Bandarísku borgararéttindasamtökin (ACLU), sem höfðuðu málið gegn alríkisstjórninni til að binda enda á aðskilnaðinn, telja að um 2.800 börnum hafi verið komið í hendur foreldra sinna til þessa.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði 5. febrúar 2019 08:44 Heimavarnaráðherra Trump er hætt Hún fór á fund Donald Trump, forseta nú í kvöld og afhenti honum afsagnarbréf sitt, samkvæmt fregnum ytra, en Trump lét það vera óljóst hvort hún hefði sagt af sér eða verið rekin. 7. apríl 2019 22:37 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08
Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15
Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00
Heimavarnaráðherra Trump er hætt Hún fór á fund Donald Trump, forseta nú í kvöld og afhenti honum afsagnarbréf sitt, samkvæmt fregnum ytra, en Trump lét það vera óljóst hvort hún hefði sagt af sér eða verið rekin. 7. apríl 2019 22:37
Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11