Tíminn að renna út fyrir May sem ræðir á ný við Verkamannaflokkinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 08:20 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sést hér fara til kirkju í gær. Það er spurning hvort hún hafi ekki beðið æðri máttarvöld um aðstoð við að leysa úr Brexit-hnútnum. vísir/getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst ræða í dag á ný við Verkamannaflokkinn um mögulega málamiðlun varðandi Brexit. Þetta segir Jeremy Wright, menningarmálaráðherra. Viðræðurnar stöðvuðust á föstudag eftir að Verkamannaflokkurinn lýsti yfir vonbrigðum sínum með árangur af þeim. Markmið viðræðnanna er að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum fyrir helgi sagði að May hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði svo yfirlýsingu flokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Þá væri ríkisstjórnin tilbúin að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við. „Viðræðurnar við Verkamannaflokkinn halda áfram og ég held að þeim verði framhaldið í dag. Allir þurfa að gera málamiðlanir, ekki bara ríkisstjórnin. Við þurfum öll að finna leið. Ég tel að forsætisráðherrann hafi náð góðum samningi en það er ljóst að þingið er ekki tilbúið til þess í augnablikinu að samþykkja þann samning. Þannig að við þurfum að finna aðra leið áfram og það er það sem þessar viðræður snúast um,“ segir Wright. Tíminn er að renna út fyrir May þar sem Bretar ganga að óbreyttu úr ESB næstkomandi föstudag án samnings. Síðastliðinn föstudag óskaði May eftir lengri frest til útgöngu frá ESB, nánar tiltekið til 30. júní. Það ræðst á fundi aðildarríkja ESB á miðvikudaginn hvort að slíkur frestur verði veittur en sambandið hefur áður neitað Bretum um frest til loka júní. ESB gæti hins vegar neytt Breta til þess að fresta útgöngunni enn lengur, um jafnvel allt að ár, eitthvað sem stuðningsmenn Brexit í ríkisstjórn May munu eiga erfitt með að sætta sig við. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. 5. apríl 2019 23:55 Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6. apríl 2019 19:37 Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May. 7. apríl 2019 10:42 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst ræða í dag á ný við Verkamannaflokkinn um mögulega málamiðlun varðandi Brexit. Þetta segir Jeremy Wright, menningarmálaráðherra. Viðræðurnar stöðvuðust á föstudag eftir að Verkamannaflokkurinn lýsti yfir vonbrigðum sínum með árangur af þeim. Markmið viðræðnanna er að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum fyrir helgi sagði að May hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði svo yfirlýsingu flokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Þá væri ríkisstjórnin tilbúin að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við. „Viðræðurnar við Verkamannaflokkinn halda áfram og ég held að þeim verði framhaldið í dag. Allir þurfa að gera málamiðlanir, ekki bara ríkisstjórnin. Við þurfum öll að finna leið. Ég tel að forsætisráðherrann hafi náð góðum samningi en það er ljóst að þingið er ekki tilbúið til þess í augnablikinu að samþykkja þann samning. Þannig að við þurfum að finna aðra leið áfram og það er það sem þessar viðræður snúast um,“ segir Wright. Tíminn er að renna út fyrir May þar sem Bretar ganga að óbreyttu úr ESB næstkomandi föstudag án samnings. Síðastliðinn föstudag óskaði May eftir lengri frest til útgöngu frá ESB, nánar tiltekið til 30. júní. Það ræðst á fundi aðildarríkja ESB á miðvikudaginn hvort að slíkur frestur verði veittur en sambandið hefur áður neitað Bretum um frest til loka júní. ESB gæti hins vegar neytt Breta til þess að fresta útgöngunni enn lengur, um jafnvel allt að ár, eitthvað sem stuðningsmenn Brexit í ríkisstjórn May munu eiga erfitt með að sætta sig við.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. 5. apríl 2019 23:55 Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6. apríl 2019 19:37 Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May. 7. apríl 2019 10:42 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. 5. apríl 2019 23:55
Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6. apríl 2019 19:37
Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May. 7. apríl 2019 10:42