Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Ari Brynjólfsson skrifar 8. apríl 2019 07:15 Nýi Herjólfur er tilbúinn í höfninni í Gdynia í Póllandi. Mynd/Vegagerðin Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í samkomulagi um lokauppgjör kostnaðar við ferjuna sem leysa á Herjólf af í siglingum til og frá Vestmannaeyjum. Til stóð að ferjan yrði afhent síðasta haust. Því var síðan frestað til 30. mars en nú er óvíst nákvæmlega hvenær nýi Herjólfur verður afhentur. Crist S.A. krefst þess að fá rúmlega milljarði meira, eða þriðjung þess sem smíðin hefur kostað, fyrir ferjuna. Vegagerðin segir kröfurnar ekki standast skoðun. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður Crist S.A., segir málið með ólíkindum. „Ég veit ekki hvað ég hef komið nálægt smíði margra skipa, kannski 20-30, og hef aldrei kynnst svona rugli áður.“ Teikningar Vegagerðarinnar hafi ekki staðist og því hafi stöðin þurft að teikna skipið upp á nýtt. Slíkt kosti peninga. Sakar hann Vegagerðina um taktleysi. „Það eru tæknimenn sem þurfa að byrja á að ræða þessi atriði, en þeir byrja á að senda lögfræðinga til að ræða peninga. Stöðin á ekki orð yfir þessum vinnubrögðum. Ef stöðin er að fara með einhverja vitleysu þá verður að reka það ofan í hana tæknilega.“ Vegagerðin segir að gerðir hafi verið samningar um allar breytingar og Crist S.A. hafi tekið ábyrgð á hönnuninni. Það hafi þurft að gera ýmsar breytingar. „Gerður hefur verið samningur um allar slíkar breytingar þar sem samið er um fast verð og viðbótar smíðatíma eftir því sem við á,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Unnið er að samkomulagi um lokauppgjör og ekki komin dagsetning á afhendingu Herjólfs.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum, segir bæjarbúa orðna óþreyjufulla. „Eyjamönnum brá auðvitað þegar þeir sáu það í fréttum að nýja skipið væri ef til vill ekki að koma, enda orðnir langþreyttir á slæmum fréttum af samgöngumálum. Við treystum því þó að þessar deilur Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar um lokauppgjörið klárist innan skamms og að skipið komi heim,“ segir Íris. „Það er þó ekki að verða neitt þjónusturof. Gamli Herjólfur heldur auðvitað áfram að sigla þangað til nýja skipið kemur, en aðalatriðið núna er að opna Landeyjahöfn.“ Líkt og aðrir bæjarbúar hlakkar Íris til að fá nýjan Herjólf. „Ferjan sem við erum með í dag er 27 ára gömul og barn síns tíma. Nýja ferjan verður mjög mikil samgöngubót þegar um er að ræða siglingar í Landeyjahöfn. Þeir skipstjórnarmenn sem hafa prófað nýja skipið láta mjög vel af því og aðbúnaður farþega um borð er líka mjög góður. Það er líka bara spennandi og skemmtilegt að fá nýtt skip,“ segir Íris. „Við viljum bara klára þetta. Að Landeyjahöfn verði opnuð og nýja ferjan komi heim.“ Birtist í Fréttablaðinu Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. 7. apríl 2019 19:30 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í samkomulagi um lokauppgjör kostnaðar við ferjuna sem leysa á Herjólf af í siglingum til og frá Vestmannaeyjum. Til stóð að ferjan yrði afhent síðasta haust. Því var síðan frestað til 30. mars en nú er óvíst nákvæmlega hvenær nýi Herjólfur verður afhentur. Crist S.A. krefst þess að fá rúmlega milljarði meira, eða þriðjung þess sem smíðin hefur kostað, fyrir ferjuna. Vegagerðin segir kröfurnar ekki standast skoðun. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður Crist S.A., segir málið með ólíkindum. „Ég veit ekki hvað ég hef komið nálægt smíði margra skipa, kannski 20-30, og hef aldrei kynnst svona rugli áður.“ Teikningar Vegagerðarinnar hafi ekki staðist og því hafi stöðin þurft að teikna skipið upp á nýtt. Slíkt kosti peninga. Sakar hann Vegagerðina um taktleysi. „Það eru tæknimenn sem þurfa að byrja á að ræða þessi atriði, en þeir byrja á að senda lögfræðinga til að ræða peninga. Stöðin á ekki orð yfir þessum vinnubrögðum. Ef stöðin er að fara með einhverja vitleysu þá verður að reka það ofan í hana tæknilega.“ Vegagerðin segir að gerðir hafi verið samningar um allar breytingar og Crist S.A. hafi tekið ábyrgð á hönnuninni. Það hafi þurft að gera ýmsar breytingar. „Gerður hefur verið samningur um allar slíkar breytingar þar sem samið er um fast verð og viðbótar smíðatíma eftir því sem við á,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Unnið er að samkomulagi um lokauppgjör og ekki komin dagsetning á afhendingu Herjólfs.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum, segir bæjarbúa orðna óþreyjufulla. „Eyjamönnum brá auðvitað þegar þeir sáu það í fréttum að nýja skipið væri ef til vill ekki að koma, enda orðnir langþreyttir á slæmum fréttum af samgöngumálum. Við treystum því þó að þessar deilur Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar um lokauppgjörið klárist innan skamms og að skipið komi heim,“ segir Íris. „Það er þó ekki að verða neitt þjónusturof. Gamli Herjólfur heldur auðvitað áfram að sigla þangað til nýja skipið kemur, en aðalatriðið núna er að opna Landeyjahöfn.“ Líkt og aðrir bæjarbúar hlakkar Íris til að fá nýjan Herjólf. „Ferjan sem við erum með í dag er 27 ára gömul og barn síns tíma. Nýja ferjan verður mjög mikil samgöngubót þegar um er að ræða siglingar í Landeyjahöfn. Þeir skipstjórnarmenn sem hafa prófað nýja skipið láta mjög vel af því og aðbúnaður farþega um borð er líka mjög góður. Það er líka bara spennandi og skemmtilegt að fá nýtt skip,“ segir Íris. „Við viljum bara klára þetta. Að Landeyjahöfn verði opnuð og nýja ferjan komi heim.“
Birtist í Fréttablaðinu Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. 7. apríl 2019 19:30 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39
Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. 7. apríl 2019 19:30
Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30