Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Ari Brynjólfsson skrifar 8. apríl 2019 07:15 Nýi Herjólfur er tilbúinn í höfninni í Gdynia í Póllandi. Mynd/Vegagerðin Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í samkomulagi um lokauppgjör kostnaðar við ferjuna sem leysa á Herjólf af í siglingum til og frá Vestmannaeyjum. Til stóð að ferjan yrði afhent síðasta haust. Því var síðan frestað til 30. mars en nú er óvíst nákvæmlega hvenær nýi Herjólfur verður afhentur. Crist S.A. krefst þess að fá rúmlega milljarði meira, eða þriðjung þess sem smíðin hefur kostað, fyrir ferjuna. Vegagerðin segir kröfurnar ekki standast skoðun. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður Crist S.A., segir málið með ólíkindum. „Ég veit ekki hvað ég hef komið nálægt smíði margra skipa, kannski 20-30, og hef aldrei kynnst svona rugli áður.“ Teikningar Vegagerðarinnar hafi ekki staðist og því hafi stöðin þurft að teikna skipið upp á nýtt. Slíkt kosti peninga. Sakar hann Vegagerðina um taktleysi. „Það eru tæknimenn sem þurfa að byrja á að ræða þessi atriði, en þeir byrja á að senda lögfræðinga til að ræða peninga. Stöðin á ekki orð yfir þessum vinnubrögðum. Ef stöðin er að fara með einhverja vitleysu þá verður að reka það ofan í hana tæknilega.“ Vegagerðin segir að gerðir hafi verið samningar um allar breytingar og Crist S.A. hafi tekið ábyrgð á hönnuninni. Það hafi þurft að gera ýmsar breytingar. „Gerður hefur verið samningur um allar slíkar breytingar þar sem samið er um fast verð og viðbótar smíðatíma eftir því sem við á,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Unnið er að samkomulagi um lokauppgjör og ekki komin dagsetning á afhendingu Herjólfs.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum, segir bæjarbúa orðna óþreyjufulla. „Eyjamönnum brá auðvitað þegar þeir sáu það í fréttum að nýja skipið væri ef til vill ekki að koma, enda orðnir langþreyttir á slæmum fréttum af samgöngumálum. Við treystum því þó að þessar deilur Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar um lokauppgjörið klárist innan skamms og að skipið komi heim,“ segir Íris. „Það er þó ekki að verða neitt þjónusturof. Gamli Herjólfur heldur auðvitað áfram að sigla þangað til nýja skipið kemur, en aðalatriðið núna er að opna Landeyjahöfn.“ Líkt og aðrir bæjarbúar hlakkar Íris til að fá nýjan Herjólf. „Ferjan sem við erum með í dag er 27 ára gömul og barn síns tíma. Nýja ferjan verður mjög mikil samgöngubót þegar um er að ræða siglingar í Landeyjahöfn. Þeir skipstjórnarmenn sem hafa prófað nýja skipið láta mjög vel af því og aðbúnaður farþega um borð er líka mjög góður. Það er líka bara spennandi og skemmtilegt að fá nýtt skip,“ segir Íris. „Við viljum bara klára þetta. Að Landeyjahöfn verði opnuð og nýja ferjan komi heim.“ Birtist í Fréttablaðinu Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. 7. apríl 2019 19:30 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í samkomulagi um lokauppgjör kostnaðar við ferjuna sem leysa á Herjólf af í siglingum til og frá Vestmannaeyjum. Til stóð að ferjan yrði afhent síðasta haust. Því var síðan frestað til 30. mars en nú er óvíst nákvæmlega hvenær nýi Herjólfur verður afhentur. Crist S.A. krefst þess að fá rúmlega milljarði meira, eða þriðjung þess sem smíðin hefur kostað, fyrir ferjuna. Vegagerðin segir kröfurnar ekki standast skoðun. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður Crist S.A., segir málið með ólíkindum. „Ég veit ekki hvað ég hef komið nálægt smíði margra skipa, kannski 20-30, og hef aldrei kynnst svona rugli áður.“ Teikningar Vegagerðarinnar hafi ekki staðist og því hafi stöðin þurft að teikna skipið upp á nýtt. Slíkt kosti peninga. Sakar hann Vegagerðina um taktleysi. „Það eru tæknimenn sem þurfa að byrja á að ræða þessi atriði, en þeir byrja á að senda lögfræðinga til að ræða peninga. Stöðin á ekki orð yfir þessum vinnubrögðum. Ef stöðin er að fara með einhverja vitleysu þá verður að reka það ofan í hana tæknilega.“ Vegagerðin segir að gerðir hafi verið samningar um allar breytingar og Crist S.A. hafi tekið ábyrgð á hönnuninni. Það hafi þurft að gera ýmsar breytingar. „Gerður hefur verið samningur um allar slíkar breytingar þar sem samið er um fast verð og viðbótar smíðatíma eftir því sem við á,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Unnið er að samkomulagi um lokauppgjör og ekki komin dagsetning á afhendingu Herjólfs.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum, segir bæjarbúa orðna óþreyjufulla. „Eyjamönnum brá auðvitað þegar þeir sáu það í fréttum að nýja skipið væri ef til vill ekki að koma, enda orðnir langþreyttir á slæmum fréttum af samgöngumálum. Við treystum því þó að þessar deilur Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar um lokauppgjörið klárist innan skamms og að skipið komi heim,“ segir Íris. „Það er þó ekki að verða neitt þjónusturof. Gamli Herjólfur heldur auðvitað áfram að sigla þangað til nýja skipið kemur, en aðalatriðið núna er að opna Landeyjahöfn.“ Líkt og aðrir bæjarbúar hlakkar Íris til að fá nýjan Herjólf. „Ferjan sem við erum með í dag er 27 ára gömul og barn síns tíma. Nýja ferjan verður mjög mikil samgöngubót þegar um er að ræða siglingar í Landeyjahöfn. Þeir skipstjórnarmenn sem hafa prófað nýja skipið láta mjög vel af því og aðbúnaður farþega um borð er líka mjög góður. Það er líka bara spennandi og skemmtilegt að fá nýtt skip,“ segir Íris. „Við viljum bara klára þetta. Að Landeyjahöfn verði opnuð og nýja ferjan komi heim.“
Birtist í Fréttablaðinu Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. 7. apríl 2019 19:30 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39
Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. 7. apríl 2019 19:30
Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30