Seinka barneignum og skipuleggja lífshlaupið Sighvatur Jónsson skrifar 6. apríl 2019 20:00 Hver kona á Íslandi hefur aldrei fætt færri börn en nú, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísir/Gvendur Konur á Íslandi eignast börn síðar á lífsleiðinni en áður. Nú er meðalaldur kvenna sem eignast sitt fyrsta barn rúmlega 28 ár. Markþjálfi segir að yngri kynslóðir skipuleggi lífshlaup sitt betur en foreldrar þeirra og seinki barneignum meðal annars vegna þess. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar um barneignir minnkar frjósemi íslenskra kvenna, er þar átt við fjölda fæddra barna á ævi hverrar konu. Íslenskar konur hafa aldrei eignast færri börn en nú. Viðmiðið er 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjöldanum. Talan er komin niður í 1,7 börn. Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi segir að fólk sem leitar til hennar velti fyri sér hvaða möguleika það hafi áður en það setji sér fasta ramma í lífinu. Fólk spyrji sig hvað það langi til að gera áður en það fari að bera meiri ábyrgð. Aðalheiður segir yngra fólk leggja meira upp úr því að skipuleggja æviskeiðið en forfeður og -mæður gerðu. „Núna hefur fólk miklu meira val um það hvaða stefnu það á að taka og hvenær það gerir hlutina. Fólk er miklu meira að hugsa um að fá upplifun og sækjast eftir því að fá lífsfyllingu. Það skiptir meira máli en að lifa upp í einhvern standard sem foreldrar eða samfélagið setur.“Fæðingartíðni á síðasta ári eftir aldri kvenna.Vísir/GvendurMeðalaldur mæðra hefur hækkað síðustu áratugi. Fram yfir 1980 var meðalaldur kvenna sem eignuðust sitt fyrsta barn um 22 ár en hefur hækkað upp í ríflega 28 ár.Fjöldi fæddra barna eftir hjúskaparstöðu móður.Vísir/GvendurÞá sýna tölur Hagstofunnar glögglega að fólk leggur minna upp úr því að gifta sig vegna barneigna en áður. Frá 1961 hefur hlutfall barna sem fæddust innan hjónabands lækkað úr 74% í tæp 30%. Hlutfall barna sem fæddust innan sambúðar hækkaði úr 13% í ríflega 56% á sama tímabili. „Það eru miklu fleiri sem eru ekki að miða við það að fara í samband til þess að eignast börn. Til dæmis samkynhneigðir og þeir sem vilja vera einir, þeir taka þessar ákvarðanir seinna,“ segir Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Konur á Íslandi eignast börn síðar á lífsleiðinni en áður. Nú er meðalaldur kvenna sem eignast sitt fyrsta barn rúmlega 28 ár. Markþjálfi segir að yngri kynslóðir skipuleggi lífshlaup sitt betur en foreldrar þeirra og seinki barneignum meðal annars vegna þess. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar um barneignir minnkar frjósemi íslenskra kvenna, er þar átt við fjölda fæddra barna á ævi hverrar konu. Íslenskar konur hafa aldrei eignast færri börn en nú. Viðmiðið er 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjöldanum. Talan er komin niður í 1,7 börn. Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi segir að fólk sem leitar til hennar velti fyri sér hvaða möguleika það hafi áður en það setji sér fasta ramma í lífinu. Fólk spyrji sig hvað það langi til að gera áður en það fari að bera meiri ábyrgð. Aðalheiður segir yngra fólk leggja meira upp úr því að skipuleggja æviskeiðið en forfeður og -mæður gerðu. „Núna hefur fólk miklu meira val um það hvaða stefnu það á að taka og hvenær það gerir hlutina. Fólk er miklu meira að hugsa um að fá upplifun og sækjast eftir því að fá lífsfyllingu. Það skiptir meira máli en að lifa upp í einhvern standard sem foreldrar eða samfélagið setur.“Fæðingartíðni á síðasta ári eftir aldri kvenna.Vísir/GvendurMeðalaldur mæðra hefur hækkað síðustu áratugi. Fram yfir 1980 var meðalaldur kvenna sem eignuðust sitt fyrsta barn um 22 ár en hefur hækkað upp í ríflega 28 ár.Fjöldi fæddra barna eftir hjúskaparstöðu móður.Vísir/GvendurÞá sýna tölur Hagstofunnar glögglega að fólk leggur minna upp úr því að gifta sig vegna barneigna en áður. Frá 1961 hefur hlutfall barna sem fæddust innan hjónabands lækkað úr 74% í tæp 30%. Hlutfall barna sem fæddust innan sambúðar hækkaði úr 13% í ríflega 56% á sama tímabili. „Það eru miklu fleiri sem eru ekki að miða við það að fara í samband til þess að eignast börn. Til dæmis samkynhneigðir og þeir sem vilja vera einir, þeir taka þessar ákvarðanir seinna,“ segir Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira