Evrópusambandið þurrkað út af breskum vegabréfum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. apríl 2019 11:25 Munurinn á bréfunum er ekki auðsjáanlegur en þó veigamikill. Twitter Búið er að breyta hönnun breskra vegabréfa lítillega en tvö efstu orðin á framsíðu þeirra hafa verið fjarlægð. Breytingin kann að virðast lítilvæg í fyrstu en verður þó að teljast nokkuð veigamikil. Orðin tvö sem ekki er hægt að finna framan á nýjustu útgáfu þeirra eru European Union (Evrópusambandið). Hin nýju vegabréf, sem líkjast þeim gömlu í einu og öllu, ef frá er talið Evrópusambandið, voru fyrst gefin út 30. mars, degi eftir að áætlað var að Bretar gengu út úr ESB. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem breskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að fá drög sín að útgöngusamningi samþykkt af þinginu. Evrópusambandið veitti Bretum því frest til 12. apríl til þess að vinna að útgöngusamningi. Verði ekki komin niðurstaða í samningamál fyrir þann tíma, er hætt við því að Bretland komi til með að hrynja út úr Evrópusambandinu án samnings, sem verður að teljast langt frá því að vera draumastaða fyrir Bretland. Twitternotandinn Susan Barone var ein þeirra sem hnaut um breytinguna og henni var langt frá því að vera skemmt. Hún tísti „SANNARLEGA OFBOÐIÐ. Náði í nýja vegabréfið mitt í dag – það gamla rennur út á næstu mánuðum. Sjá að neðan: Finnið muninn!“TRULY APPALLED. Picked up my new passport today - my old one expires in the next couple of months. See below: Spot the difference! pic.twitter.com/R7BW9lk6I5 — Susan Hindle Barone (@SpinHBarone) April 5, 2019 Í samtali við PA sagði hún viðbrögð sín við breytingunni hafa stafað af undrun, þar sem Bretland væri enn meðlimur Evrópusambandsins. „Ég var hissa að gerð hafi verið breyting þar sem við [Bretland] erum ekki farin [úr Evrópusambandinu] og þetta er áþreifanlegt merki einhvers sem ég tel vera algjörlega tilgangslaust. Hvað græðum við á því að fara? Það er í það minnst hellingur sem við töpum á því.“ Vegabréfin voru framleidd þar sem gengið var út frá því að Bretland kæmi til með að ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars. Talskona innanríkisráðuneytis Bretlands segir að vegabréf með yfirskrift Evrópusambandsins verði áfram gefin út, meðan birgðir endast, til þess að spara fé breskra skattgreiðenda. „Það verður enginn munur fyrir breska ríkisborgara, hvort sem þeir nota vegabréf með orðinu „Evrópusambandið“ framan á, eða ekki. Báðar útgáfur verða jafngildar við ferðalög,“ sagði talskonan. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Búið er að breyta hönnun breskra vegabréfa lítillega en tvö efstu orðin á framsíðu þeirra hafa verið fjarlægð. Breytingin kann að virðast lítilvæg í fyrstu en verður þó að teljast nokkuð veigamikil. Orðin tvö sem ekki er hægt að finna framan á nýjustu útgáfu þeirra eru European Union (Evrópusambandið). Hin nýju vegabréf, sem líkjast þeim gömlu í einu og öllu, ef frá er talið Evrópusambandið, voru fyrst gefin út 30. mars, degi eftir að áætlað var að Bretar gengu út úr ESB. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem breskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að fá drög sín að útgöngusamningi samþykkt af þinginu. Evrópusambandið veitti Bretum því frest til 12. apríl til þess að vinna að útgöngusamningi. Verði ekki komin niðurstaða í samningamál fyrir þann tíma, er hætt við því að Bretland komi til með að hrynja út úr Evrópusambandinu án samnings, sem verður að teljast langt frá því að vera draumastaða fyrir Bretland. Twitternotandinn Susan Barone var ein þeirra sem hnaut um breytinguna og henni var langt frá því að vera skemmt. Hún tísti „SANNARLEGA OFBOÐIÐ. Náði í nýja vegabréfið mitt í dag – það gamla rennur út á næstu mánuðum. Sjá að neðan: Finnið muninn!“TRULY APPALLED. Picked up my new passport today - my old one expires in the next couple of months. See below: Spot the difference! pic.twitter.com/R7BW9lk6I5 — Susan Hindle Barone (@SpinHBarone) April 5, 2019 Í samtali við PA sagði hún viðbrögð sín við breytingunni hafa stafað af undrun, þar sem Bretland væri enn meðlimur Evrópusambandsins. „Ég var hissa að gerð hafi verið breyting þar sem við [Bretland] erum ekki farin [úr Evrópusambandinu] og þetta er áþreifanlegt merki einhvers sem ég tel vera algjörlega tilgangslaust. Hvað græðum við á því að fara? Það er í það minnst hellingur sem við töpum á því.“ Vegabréfin voru framleidd þar sem gengið var út frá því að Bretland kæmi til með að ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars. Talskona innanríkisráðuneytis Bretlands segir að vegabréf með yfirskrift Evrópusambandsins verði áfram gefin út, meðan birgðir endast, til þess að spara fé breskra skattgreiðenda. „Það verður enginn munur fyrir breska ríkisborgara, hvort sem þeir nota vegabréf með orðinu „Evrópusambandið“ framan á, eða ekki. Báðar útgáfur verða jafngildar við ferðalög,“ sagði talskonan.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent