Ræður kylfa kasti? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. apríl 2019 09:30 Þegar WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta voru félaginu skipaðir skiptastjórar eins og venja er. Vegna umfangs skiptanna voru tveir skipaðir í stað eins. Samkvæmt gjaldþrotalögum er það á forræði héraðsdómara að skipa skiptastjóra. Sérstaklega er tekið fram að skiptastjóri sé opinber sýslumaður meðan á skiptum stendur. Með öðrum orðum fer skiptastjóri því með opinbert vald, en ekki eru þó gerðar aðrar kröfur en að viðkomandi uppfylli almennar hæfiskröfur. Að öðru leyti er ferlið við skipan dómara fullkomlega ógagnsætt og eiginlega óskiljanlegt fyrir þá sem standa utan við kerfið. Nú er ekki ofsagt að annar þeirra manna sem skipaðir voru yfir bú WOW air er umdeildur. Hann stýrir nú þegar skiptum á stóru þrotabúi og er þeim skiptum ólokið. Sú staðreynd ein ætti að vekja upp spurningar um hvort sami maður hafi einfaldlega tíma til að sinna hvoru tveggja. Við það bætist svo að kröfuhafar í það bú hafa fundið að störfum skiptastjórans, og meðal annars þeirri þóknun sem hann hafi tekið sér. Formaður félags kvenna í lögmennsku hefur sagt þóknunina „einsdæmi“. Því þarf varla að velta málinu lengi fyrir sér til að komast að þeirri niðurstöðu að skipan skiptastjóra yfir þrotabú WOW air orki í besta falli tvímælis. Þegar skýringa er leitað hjá þeim héraðsdómara sem hafði umsjón með skipuninni er hins vegar fátt um svör. Um sé að ræða óskráð grundvallarsjónarmið sem lögð eru til grundvallar. Ekki er að sjá af upptalningunni að þau ættu að leiða til þess að skiptastjóranum nýskipaða ætti að vera falið svo veigamikið verkefni. Þannig telur héraðsdómarinn að æskilegt sé að skiptastjóri hafi þannig umgjörð að geta leitað sér aðstoðar ef þörf krefur. Þess vegna sé frekar leitað til stærri lögmannsstofa. Skiptastjórinn Sveinn Andri er einyrki. Í kjölfar bankahrunsins var tilfinningin sú að þá skiptastjóra sem fengnir voru til verksins skorti nauðsynlega sérþekkingu á verkefninu. Frekar væri um að ræða lögmenn sem voru á réttum stað á réttum tíma og duttu í lukkupottinn. Svo virðist sem sama sé uppi á teningnum við skipti WOW air, að minnsta kosti ef við trúum útskýringum héraðsdómarans. En hvernig má það vera að dómstólar láti nánast kylfu ráða kasti við skipan í svo mikilvæg embætti? Eru slík vinnubrögð ekki til þess fallin að kasta rýrð á dómstólana sjálfa? Auðvitað. Ferlið á að vera eins formlegt og gagnsætt og frekast er unnt líkt og skiptastjórinn hefur sjálfur ítrekað bent á í öðrum málum sem dómstólum tengjast, til dæmis við skipan dómara við Landsrétt. Og umfram allt, hafið yfir allan vafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta voru félaginu skipaðir skiptastjórar eins og venja er. Vegna umfangs skiptanna voru tveir skipaðir í stað eins. Samkvæmt gjaldþrotalögum er það á forræði héraðsdómara að skipa skiptastjóra. Sérstaklega er tekið fram að skiptastjóri sé opinber sýslumaður meðan á skiptum stendur. Með öðrum orðum fer skiptastjóri því með opinbert vald, en ekki eru þó gerðar aðrar kröfur en að viðkomandi uppfylli almennar hæfiskröfur. Að öðru leyti er ferlið við skipan dómara fullkomlega ógagnsætt og eiginlega óskiljanlegt fyrir þá sem standa utan við kerfið. Nú er ekki ofsagt að annar þeirra manna sem skipaðir voru yfir bú WOW air er umdeildur. Hann stýrir nú þegar skiptum á stóru þrotabúi og er þeim skiptum ólokið. Sú staðreynd ein ætti að vekja upp spurningar um hvort sami maður hafi einfaldlega tíma til að sinna hvoru tveggja. Við það bætist svo að kröfuhafar í það bú hafa fundið að störfum skiptastjórans, og meðal annars þeirri þóknun sem hann hafi tekið sér. Formaður félags kvenna í lögmennsku hefur sagt þóknunina „einsdæmi“. Því þarf varla að velta málinu lengi fyrir sér til að komast að þeirri niðurstöðu að skipan skiptastjóra yfir þrotabú WOW air orki í besta falli tvímælis. Þegar skýringa er leitað hjá þeim héraðsdómara sem hafði umsjón með skipuninni er hins vegar fátt um svör. Um sé að ræða óskráð grundvallarsjónarmið sem lögð eru til grundvallar. Ekki er að sjá af upptalningunni að þau ættu að leiða til þess að skiptastjóranum nýskipaða ætti að vera falið svo veigamikið verkefni. Þannig telur héraðsdómarinn að æskilegt sé að skiptastjóri hafi þannig umgjörð að geta leitað sér aðstoðar ef þörf krefur. Þess vegna sé frekar leitað til stærri lögmannsstofa. Skiptastjórinn Sveinn Andri er einyrki. Í kjölfar bankahrunsins var tilfinningin sú að þá skiptastjóra sem fengnir voru til verksins skorti nauðsynlega sérþekkingu á verkefninu. Frekar væri um að ræða lögmenn sem voru á réttum stað á réttum tíma og duttu í lukkupottinn. Svo virðist sem sama sé uppi á teningnum við skipti WOW air, að minnsta kosti ef við trúum útskýringum héraðsdómarans. En hvernig má það vera að dómstólar láti nánast kylfu ráða kasti við skipan í svo mikilvæg embætti? Eru slík vinnubrögð ekki til þess fallin að kasta rýrð á dómstólana sjálfa? Auðvitað. Ferlið á að vera eins formlegt og gagnsætt og frekast er unnt líkt og skiptastjórinn hefur sjálfur ítrekað bent á í öðrum málum sem dómstólum tengjast, til dæmis við skipan dómara við Landsrétt. Og umfram allt, hafið yfir allan vafa.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar