Steph Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar síðustu ár enda ótrúleg skytta. Nú hefur komið í ljós að hann hefur skotið svona vel þó svo hann sjái ekki eðlilega. Það er ótrúlegt.
Skotnýting Curry fór aðeins niður á við í síðasta mánuði og hann ákvað þá loksins að fara til augnlæknis. Þar kom í ljós að hann hefur verið með augnsjúkdóm allt sitt líf. Sá sjúkdómur gerir það að verkum að sjón Curry er mjög oft í móðu. Hann var því mikið að píra augun.
Hann fékk linsur og sér heiminn, og körfuboltavöllinn, nú á annan hátt. „Það er eins og heimurinn hafi opnast fyrir mér eftir að ég byrjaði að nota linsurnar,“ sagði Curry.
Þriggja stiga nýting Curry fór niður í tæp 38 prósent í síðasta mánuði en var 41 prósent mánuðinn þar á undan. Hann ákvað því að bregðast við.
Curry segist eiga að nota gleraugu en ætlar að láta linsurnar duga. Verður áhugavert að sjá hvernig tölfræðin verður núna þar sem hann er loksins farinn að sjá almennilega á körfuna.
Ein besta skytta í sögu NBA-deildarinnar hefur aldrei verið með eðlilega sjón
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn

Fleiri fréttir

Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
