Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Jökull Arngeir Guðmundsson skrifar 2. apríl 2019 14:53 Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. Greiðsla frá lífeyrissjóðnum er núna kr. 105.061 á mánuði og að frádregnum tekjuskatti upp á kr. 30.182 fæ ég greitt inn á minn reikning kr. 74.879. Þá tekur við ný skattheimta í formi skerðingar á ellilífeyri mínum frá samfélagssjóði þjóðarinnar, en í hann hef ég greitt tekjuskatt af launum mínum frá því að ég fór að geta tínt fisk upp í kassa við löndun úr togara eða breitt saltfisk til sólþurrkunar á reit. Ég vissi ekki betur en friðhelgi þess hluta samfélagssjóðs sem ætlaður er til greiðslu ellilífeyris væri tryggður í stjórnarskránni okkar sem hvorki virðist vera hægt að bæta né endurnýja. Skerðingin vegna 74.000 krónanna frá lífeyrissjóðnum veldur því að ég fæ hver mánaðamót í raun aðeins að njóta um 10 til 20 þúsund króna af lífeyrisrétti sem ég ávann mér allt frá stofnun lífeyrissjóðsins til minna starfsloka. Ég hef ekki fundið heimildir í lögum um lífeyrissjóði fyrir reglugerð sem skerðingin gæti byggist á. Er nema von að mönnum blöskri ósvífni stjórnvalda að læða sograna sínum þannig inn í þá sparisjóði landsmanna sem þessi sömu stjórnvöld hafa með lögum skyldað þegna sína til að leggja hluta launa sinna í, og þannig jafnvel komið í veg fyrir að þeir sem lægst hafa laun geti komið sér upp eigin húsnæði. Þegar Tryggingastofnunin er spurð um skerðingarnar er viðkvæðið strax að það sé aldeilis ekki skert um krónu á móti krónu, nei nei, heldur bara svona 40-50%, en þegar betur er að gáð þá reikna þeir skerðinguna > 45% af 105.000 króna upphæðinni og svo dregst útkoman í raun frá 74.000 kr. upphæðinni. Er ekki skerðingin þannig farin að nálgast 100%? Ekki er ekki öll sagan sögð. Frá stofnun lífeyrissjóðanna og fram til ársins 1988 var greiddur tekjuskattur af iðgjöldunum, en það ár var lögum breytt og skattgreiðslum frestað þar til lífeyrisþegar færu að fá lífeyrinn greiddan, og nú geta því stjórnvöld í annað sinn náð tekjuskatti af þeim hluta iðgjaldsins sem greiddur var skattur af fyrir 1988 og svo skattlagt ávöxtun okkar í leiðinni. Lífeyrissjóðirnir eru skilgetin afkvæmi verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Allt frá upphafi var skýrt tekinn fram sá tilgangur sjóðanna að þeir skyldu verða viðbót við lífeyrinn sem sjóðfélagarnir ættu rétt á frá samfélagssjóðnum, og þó síðar hafi verið samþykkt lög á Alþingi um starfsemi lífeyrissjóðanna þá standa þessi orð enn óbreytt í yfirskrift stofnskrárinnar og þannig hefur þessi yfirlýsti tilgangur tvímælalaust öðlast lagagildi. Áðurnefndir foreldrar sjóðanna ættu nú að sjá sóma sinn í því að verja afkvæmi sín fyrir áníðslu stjórnvalda og upptöku á útborgun sjóðfélaganna um hver mánaðamót. Nú er lag til að segja „hingað en ekki lengra“ við fulltrúa stjórnvalda þegar þeir mæta til viðræðna við samningaborðið hjá sáttasemjara ríkisins. Hvert það stjórnvald sem brýtur lög á þegnum sínum hlýtur að teljast heppið ef það sleppur með það að lofa því að hætta þeirri iðju. Ég legg til að ein af kröfunum til stjórnvalda verði að skerðingum vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði hætt strax að lokinni undirskrift kjarasamninganna. Ég trúi að Grái herinn muni standa með ykkur ef í harðbakkann slær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. Greiðsla frá lífeyrissjóðnum er núna kr. 105.061 á mánuði og að frádregnum tekjuskatti upp á kr. 30.182 fæ ég greitt inn á minn reikning kr. 74.879. Þá tekur við ný skattheimta í formi skerðingar á ellilífeyri mínum frá samfélagssjóði þjóðarinnar, en í hann hef ég greitt tekjuskatt af launum mínum frá því að ég fór að geta tínt fisk upp í kassa við löndun úr togara eða breitt saltfisk til sólþurrkunar á reit. Ég vissi ekki betur en friðhelgi þess hluta samfélagssjóðs sem ætlaður er til greiðslu ellilífeyris væri tryggður í stjórnarskránni okkar sem hvorki virðist vera hægt að bæta né endurnýja. Skerðingin vegna 74.000 krónanna frá lífeyrissjóðnum veldur því að ég fæ hver mánaðamót í raun aðeins að njóta um 10 til 20 þúsund króna af lífeyrisrétti sem ég ávann mér allt frá stofnun lífeyrissjóðsins til minna starfsloka. Ég hef ekki fundið heimildir í lögum um lífeyrissjóði fyrir reglugerð sem skerðingin gæti byggist á. Er nema von að mönnum blöskri ósvífni stjórnvalda að læða sograna sínum þannig inn í þá sparisjóði landsmanna sem þessi sömu stjórnvöld hafa með lögum skyldað þegna sína til að leggja hluta launa sinna í, og þannig jafnvel komið í veg fyrir að þeir sem lægst hafa laun geti komið sér upp eigin húsnæði. Þegar Tryggingastofnunin er spurð um skerðingarnar er viðkvæðið strax að það sé aldeilis ekki skert um krónu á móti krónu, nei nei, heldur bara svona 40-50%, en þegar betur er að gáð þá reikna þeir skerðinguna > 45% af 105.000 króna upphæðinni og svo dregst útkoman í raun frá 74.000 kr. upphæðinni. Er ekki skerðingin þannig farin að nálgast 100%? Ekki er ekki öll sagan sögð. Frá stofnun lífeyrissjóðanna og fram til ársins 1988 var greiddur tekjuskattur af iðgjöldunum, en það ár var lögum breytt og skattgreiðslum frestað þar til lífeyrisþegar færu að fá lífeyrinn greiddan, og nú geta því stjórnvöld í annað sinn náð tekjuskatti af þeim hluta iðgjaldsins sem greiddur var skattur af fyrir 1988 og svo skattlagt ávöxtun okkar í leiðinni. Lífeyrissjóðirnir eru skilgetin afkvæmi verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Allt frá upphafi var skýrt tekinn fram sá tilgangur sjóðanna að þeir skyldu verða viðbót við lífeyrinn sem sjóðfélagarnir ættu rétt á frá samfélagssjóðnum, og þó síðar hafi verið samþykkt lög á Alþingi um starfsemi lífeyrissjóðanna þá standa þessi orð enn óbreytt í yfirskrift stofnskrárinnar og þannig hefur þessi yfirlýsti tilgangur tvímælalaust öðlast lagagildi. Áðurnefndir foreldrar sjóðanna ættu nú að sjá sóma sinn í því að verja afkvæmi sín fyrir áníðslu stjórnvalda og upptöku á útborgun sjóðfélaganna um hver mánaðamót. Nú er lag til að segja „hingað en ekki lengra“ við fulltrúa stjórnvalda þegar þeir mæta til viðræðna við samningaborðið hjá sáttasemjara ríkisins. Hvert það stjórnvald sem brýtur lög á þegnum sínum hlýtur að teljast heppið ef það sleppur með það að lofa því að hætta þeirri iðju. Ég legg til að ein af kröfunum til stjórnvalda verði að skerðingum vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði hætt strax að lokinni undirskrift kjarasamninganna. Ég trúi að Grái herinn muni standa með ykkur ef í harðbakkann slær.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun