Barn síns tíma Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. apríl 2019 08:00 Engin vísindaleg rök búa að baki kröfu yfirvalda um fjögurra vikna einangrunarvist hunda og katta í sóttkví við komu hingað til lands. Þá felst afar lítil áhætta í því að viðurkenna sérstök gæludýravegabréf, að minnsta kosti frá Bretlandi og Norður-Evrópu, þaðan sem mikill meirihluti innfluttra hunda kemur. Með upptöku slíkra vegabréfa væri hægt að gera gæludýraeigendum kleift að ferðast með dýrin sín milli landa að uppfylltum sjálfsögðum og ströngum skilyrðum um bólusetningar og heilsufar. Allt þetta og meira til má lesa í nýju áhættumati vegna innflutnings dýra til Íslands, sem fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur vann fyrir íslensk stjórnvöld og birtist í vikunni. Strangari reglur voru settar um innflutning dýra á sínum tíma hérlendis en víða annars staðar. Það var ekki að ástæðulausu. Það er vissulega staðreynd að búfjárstofnar hér eru viðkvæmari fyrir ýmsum pestum sem ekki eru vandamál annars staðar, vegna einangrunar landsins. Þess vegna er mikilvægt að allar varnir séu í lagi. Við innflutning á hundum og köttum sérstaklega eru sett ströng skilyrði. Dýrið er rannsakað og bólusett áður en það kemur til landsins. Þegar það er komið þarf það að vera fjórar vikur í einangrun. Ef það stenst skoðun að þeim vikum liðnum er einangruninni aflétt og dýrið fær að vera frjálst ferða sinna á Íslandi. Einangrunin reynist sumum dýrum mjög þungbær, án eigenda sinna, auk þess sem dýraeigendur þurfa að reiða fram háar fjárhæðir til þess að standa straum af kostnaði við veruna í sóttkvínni. En nú er árið 2019. Varla þarf að fjölyrða um þær gríðarlegu framfarir sem orðið hafa undanfarin ár í læknavísindum, meðal annars hvað bólusetningar og sníkjudýralyf varðar. Þar fyrir utan er óvíða í heiminum hugað betur að eftirliti, skráningu og heilbrigði gæludýra en einmitt á Íslandi. Af þessum sökum er óskiljanlegt að slík ill meðferð á dýrum, líkt og fjögurra vikna einangrunarvist sannarlega er, skuli viðgangast á 21. öldinni. Nú er lag. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að gæludýr bæta, kæta og hressa. Ísland er eftirbátur annarra landa hvað þetta varðar. Óbreytt fyrirkomulag er barn síns tíma; óþarft og til þess eins fallið að valda erfiðleikum og sársauka fyrir dýr og menn. Hundaræktarfélag Íslands fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Afmælisgjöfin ætti auðvitað að vera þeirra ósköp eðlilega krafa um að taka upp gæludýravegabréf líkt og gert er í löndunum í kringum okkur. Þetta er borðleggjandi dæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Engin vísindaleg rök búa að baki kröfu yfirvalda um fjögurra vikna einangrunarvist hunda og katta í sóttkví við komu hingað til lands. Þá felst afar lítil áhætta í því að viðurkenna sérstök gæludýravegabréf, að minnsta kosti frá Bretlandi og Norður-Evrópu, þaðan sem mikill meirihluti innfluttra hunda kemur. Með upptöku slíkra vegabréfa væri hægt að gera gæludýraeigendum kleift að ferðast með dýrin sín milli landa að uppfylltum sjálfsögðum og ströngum skilyrðum um bólusetningar og heilsufar. Allt þetta og meira til má lesa í nýju áhættumati vegna innflutnings dýra til Íslands, sem fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur vann fyrir íslensk stjórnvöld og birtist í vikunni. Strangari reglur voru settar um innflutning dýra á sínum tíma hérlendis en víða annars staðar. Það var ekki að ástæðulausu. Það er vissulega staðreynd að búfjárstofnar hér eru viðkvæmari fyrir ýmsum pestum sem ekki eru vandamál annars staðar, vegna einangrunar landsins. Þess vegna er mikilvægt að allar varnir séu í lagi. Við innflutning á hundum og köttum sérstaklega eru sett ströng skilyrði. Dýrið er rannsakað og bólusett áður en það kemur til landsins. Þegar það er komið þarf það að vera fjórar vikur í einangrun. Ef það stenst skoðun að þeim vikum liðnum er einangruninni aflétt og dýrið fær að vera frjálst ferða sinna á Íslandi. Einangrunin reynist sumum dýrum mjög þungbær, án eigenda sinna, auk þess sem dýraeigendur þurfa að reiða fram háar fjárhæðir til þess að standa straum af kostnaði við veruna í sóttkvínni. En nú er árið 2019. Varla þarf að fjölyrða um þær gríðarlegu framfarir sem orðið hafa undanfarin ár í læknavísindum, meðal annars hvað bólusetningar og sníkjudýralyf varðar. Þar fyrir utan er óvíða í heiminum hugað betur að eftirliti, skráningu og heilbrigði gæludýra en einmitt á Íslandi. Af þessum sökum er óskiljanlegt að slík ill meðferð á dýrum, líkt og fjögurra vikna einangrunarvist sannarlega er, skuli viðgangast á 21. öldinni. Nú er lag. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að gæludýr bæta, kæta og hressa. Ísland er eftirbátur annarra landa hvað þetta varðar. Óbreytt fyrirkomulag er barn síns tíma; óþarft og til þess eins fallið að valda erfiðleikum og sársauka fyrir dýr og menn. Hundaræktarfélag Íslands fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Afmælisgjöfin ætti auðvitað að vera þeirra ósköp eðlilega krafa um að taka upp gæludýravegabréf líkt og gert er í löndunum í kringum okkur. Þetta er borðleggjandi dæmi.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun