Öll börn á skólaskyldualdri eiga rétt á skólavist í skóla sem mætir þörfum þeirra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. apríl 2019 18:45 Menntamálaráðherra segir að öll börn á skólaskyldualdri eigi rétt á skólavist í skóla sem mæti þörfum þeirra. Ástandið sé ekki ásættanlegt og við því þurfi að bregðast við. Mál einhverfrar ellefu ára stúlku sem fékk ekki skólavist í grunnskóla borgarinni hefur verið til umfjöllunar síðustu daga. Málið fékk farsælt framhald í dag þegar henni var boðin skólavist í Hamraskóla. Málið er þó ekki einstakt því fleiri börn eru í sömu stöðu og stúlkan og fá ekki skólavist sökum andlegra veikinda. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segir mál þessara bara hafa verið til skoðunar. „Það er alveg ljóst að öll börn á skólaskyldu aldri eiga rétt á skólavist og þau eiga rétt á því að sækja skóla sem mætir þörfum þeirra,“ segir Lilja. Deildarstjóri legudeildar Barna og unglingageðdeildar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að áríðandi væri að taka miklu fyrr og miklu fastar á vanda þessara barna en nærumhverfið gerir í dag. Mál þessara barna snerta þrjú ráðuneyti. Það er heilbrigðis- félagsmála og menntamála. Ríkisstjórnin hefur unnið í því að bæta samráð á milli ráðuneyta til þess að auka þjónustu við börn. Þá sé einnig unnið að bættu samráði við sveitarfélög vegna grunnskólanna. „Við verðum öll sem samfélag að takast á við þessa áskorun. Þetta er ekki ásættanlegt og ég tel að við getum gert betur og þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa verið að grípa til og vilja gera betur í þessum málaflokki þær munu skila góðum árangri,“ segir Lilja. Lilja segir að alltaf séu til dæmi í skólakerfinu sem hlúa þurfi betur að og að þetta sé eitt af þeim. „Nú er verið að gera það og ég er sannfærð um það að það muni finnast mjög góð lausn á þessu og við eigum að hafa metnað til að gera það,“ segir Lilja. Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Menntamálaráðherra segir að öll börn á skólaskyldualdri eigi rétt á skólavist í skóla sem mæti þörfum þeirra. Ástandið sé ekki ásættanlegt og við því þurfi að bregðast við. Mál einhverfrar ellefu ára stúlku sem fékk ekki skólavist í grunnskóla borgarinni hefur verið til umfjöllunar síðustu daga. Málið fékk farsælt framhald í dag þegar henni var boðin skólavist í Hamraskóla. Málið er þó ekki einstakt því fleiri börn eru í sömu stöðu og stúlkan og fá ekki skólavist sökum andlegra veikinda. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segir mál þessara bara hafa verið til skoðunar. „Það er alveg ljóst að öll börn á skólaskyldu aldri eiga rétt á skólavist og þau eiga rétt á því að sækja skóla sem mætir þörfum þeirra,“ segir Lilja. Deildarstjóri legudeildar Barna og unglingageðdeildar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að áríðandi væri að taka miklu fyrr og miklu fastar á vanda þessara barna en nærumhverfið gerir í dag. Mál þessara barna snerta þrjú ráðuneyti. Það er heilbrigðis- félagsmála og menntamála. Ríkisstjórnin hefur unnið í því að bæta samráð á milli ráðuneyta til þess að auka þjónustu við börn. Þá sé einnig unnið að bættu samráði við sveitarfélög vegna grunnskólanna. „Við verðum öll sem samfélag að takast á við þessa áskorun. Þetta er ekki ásættanlegt og ég tel að við getum gert betur og þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa verið að grípa til og vilja gera betur í þessum málaflokki þær munu skila góðum árangri,“ segir Lilja. Lilja segir að alltaf séu til dæmi í skólakerfinu sem hlúa þurfi betur að og að þetta sé eitt af þeim. „Nú er verið að gera það og ég er sannfærð um það að það muni finnast mjög góð lausn á þessu og við eigum að hafa metnað til að gera það,“ segir Lilja.
Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36