Besti bardagi ársins leit dagsins ljós á UFC 236 Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. apríl 2019 06:20 Israel Adesanya nær góðum olnboga. Vísir/Getty UFC 236 fór fram í nótt þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Báðir titilbardagarnir voru magnaðir en annar þeirra verður sennilega besti bardagi ársins þegar árið verður gert upp. Þeir Dustin Poirier og Max Holloway mættust í aðalbardaga kvöldsins í nótt. Barist var upp á svo kallað bráðabirgðarbelti í léttvigtinni þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni. Max Holloway var að heyja frumraun sína í léttvigt en hann er ríkjandi fjaðurvigtarmeistari. Bardaginn var magnaður og byrjaði Poirier sérstaklega vel. Hann náði að vanka Holloway nokkrum sinnum í 1. lotu en Holloway tókst á einhvern ótrúlegan hátt að standa allt af sér. Holloway vann sig inn í bardagann þegar á leið en Poirier tók þetta á endanum eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Poirier tók fjórar lotur á meðan Holloway tók eina og batt Poirier þar með enda á magnaða 13 bardaga sigurgöngu Holloway. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya um bráðabirgðartitil í millivigt. Robert Whittaker er ríkjandi meistari en hann er fjarverandi vegna meiðsla. Báðir áttu frábæra frammistöðu og tókst að vanka hvorn annan í fyrstu fjórum lotunum. Þegar var komið í 5. og síðustu lotuna var allt undir enda báðir búnir að vinna tvær lotur hvor. Augnablikið var með Gastelum í upphafi 5. lotu enda hafði hann vankað Adesanya seint í 4. lotu. Adesanya kom hins vegar gríðarlega sterkur til leiks í 5. lotu og raðaði inn höggunum. Adesanya var hársbreidd frá því að klára Gastelum og tók þá lotu mjög öruggt, 10-8. Israel Adesanya er þar með bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir einn besta bardaga ársins. Það þarf eitthvað mikið til á árinu til að toppa viðureign Adesanya og Gastelum. Síðustu tveir bardagarnir voru langbestu bardagar kvöldsins en öll önnur úrslit kvöldsins má lesa á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. 13. apríl 2019 21:15 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
UFC 236 fór fram í nótt þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Báðir titilbardagarnir voru magnaðir en annar þeirra verður sennilega besti bardagi ársins þegar árið verður gert upp. Þeir Dustin Poirier og Max Holloway mættust í aðalbardaga kvöldsins í nótt. Barist var upp á svo kallað bráðabirgðarbelti í léttvigtinni þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni. Max Holloway var að heyja frumraun sína í léttvigt en hann er ríkjandi fjaðurvigtarmeistari. Bardaginn var magnaður og byrjaði Poirier sérstaklega vel. Hann náði að vanka Holloway nokkrum sinnum í 1. lotu en Holloway tókst á einhvern ótrúlegan hátt að standa allt af sér. Holloway vann sig inn í bardagann þegar á leið en Poirier tók þetta á endanum eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Poirier tók fjórar lotur á meðan Holloway tók eina og batt Poirier þar með enda á magnaða 13 bardaga sigurgöngu Holloway. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya um bráðabirgðartitil í millivigt. Robert Whittaker er ríkjandi meistari en hann er fjarverandi vegna meiðsla. Báðir áttu frábæra frammistöðu og tókst að vanka hvorn annan í fyrstu fjórum lotunum. Þegar var komið í 5. og síðustu lotuna var allt undir enda báðir búnir að vinna tvær lotur hvor. Augnablikið var með Gastelum í upphafi 5. lotu enda hafði hann vankað Adesanya seint í 4. lotu. Adesanya kom hins vegar gríðarlega sterkur til leiks í 5. lotu og raðaði inn höggunum. Adesanya var hársbreidd frá því að klára Gastelum og tók þá lotu mjög öruggt, 10-8. Israel Adesanya er þar með bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir einn besta bardaga ársins. Það þarf eitthvað mikið til á árinu til að toppa viðureign Adesanya og Gastelum. Síðustu tveir bardagarnir voru langbestu bardagar kvöldsins en öll önnur úrslit kvöldsins má lesa á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. 13. apríl 2019 21:15 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. 13. apríl 2019 21:15