Taka þurfi fyrr og fastar á málum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. apríl 2019 19:00 Frá barna-og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). vísir/vilhelm Deildarstjóri hjá barna- og unglingageðdeild segir að mæta þurfi þörfum barna með einhverfu miklu fyrr og fastar, áður en þau þurfa að leita til Landspítalans. Árangur af meðferðum eigi til að láta á sér standa, án þess að vitað sé hvert skuli leita næstHrönn Sveinsdóttir sagði sögðu 11 ára dóttur sinnar í samtali við Vísi í gær, en stúlkan fær ekki skólavist vegna andlegra veikinda. Nokkur börn eru í sömu stöðu og dóttir Hrannar og hefur þeim gengið erfiðlega að fá viðeigandi þjónustu. Barna og unglingageðdeild Landspítalans hefur meðal annarra sætt gagnrýni vegna þessa.Sjá einnig: Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sínaSigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL, segir að þrátt fyrir að þar sé enginn titlaður einhverfusérfræðingur sé sérfræðiþekkingin til staðar innanhúss. „Á BUGL erum við með starfsfólk sem býr yfir sérhæfðri þekkingu á einhverfu, veitir meðferð og ráðgjöf þegar þess gerist þörf. Við erum jafnframt með teymi sem sér um greiningar og eftirfylgd, þegar börn fá einhverfugreiningar hjá okkur,“ segir Sigurveig. Tilfellin séu þó jafn ólík og þau eru mörg. „Einstaklingar með einhverfu eiga mjög margt sammerkt - en þrátt fyrir það eru aðstæður hjá hverjum og einum mjög ólíkar. Við nálgumst málin þannig,“ segir Sigurveig.Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL.VÍSIR/SIGURJÓN„Öll þjónustan á BUGL tekur mið af hverju og einu barni og hverri og einni fjölskyldu. Það má segja að við vinnum öll málin með fjölskyldunni - við gerum ekkert án hennar.“ Takast þarf á við tilfellin fyrr en síðar. „Það sem okkur þykir vera hvað augljósast er að mæta þörfum þessara barna miklu fyrr og miklu fastar en nærumhverfið hefur tök á að gera núna.Sjá einnig: Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Mál barna með einhverfu sem komin eru inn á borð til BUGL séu orðin alvarleg og vandi þeirra oftar en ekki fjölþættur. Við því sé reynt að bregðast með heildrænni nálgun. „Stundum gengur það fljótt og örugglega og árangurinn sýnir sig skjótt. Því miður er það þó stundum þannig að árangurinn lætur á sér standa og það er ekkert alltaf okkur eða fjölskyldunni alveg augljóst hvert eigi að halda næst. Því miður er það þannig,“ segir Sigurveig. Þær upplýsingar fengust frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag að málefni þessa hóps séu til skoðunar hjá ráðuneytinu. Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Deildarstjóri hjá barna- og unglingageðdeild segir að mæta þurfi þörfum barna með einhverfu miklu fyrr og fastar, áður en þau þurfa að leita til Landspítalans. Árangur af meðferðum eigi til að láta á sér standa, án þess að vitað sé hvert skuli leita næstHrönn Sveinsdóttir sagði sögðu 11 ára dóttur sinnar í samtali við Vísi í gær, en stúlkan fær ekki skólavist vegna andlegra veikinda. Nokkur börn eru í sömu stöðu og dóttir Hrannar og hefur þeim gengið erfiðlega að fá viðeigandi þjónustu. Barna og unglingageðdeild Landspítalans hefur meðal annarra sætt gagnrýni vegna þessa.Sjá einnig: Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sínaSigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL, segir að þrátt fyrir að þar sé enginn titlaður einhverfusérfræðingur sé sérfræðiþekkingin til staðar innanhúss. „Á BUGL erum við með starfsfólk sem býr yfir sérhæfðri þekkingu á einhverfu, veitir meðferð og ráðgjöf þegar þess gerist þörf. Við erum jafnframt með teymi sem sér um greiningar og eftirfylgd, þegar börn fá einhverfugreiningar hjá okkur,“ segir Sigurveig. Tilfellin séu þó jafn ólík og þau eru mörg. „Einstaklingar með einhverfu eiga mjög margt sammerkt - en þrátt fyrir það eru aðstæður hjá hverjum og einum mjög ólíkar. Við nálgumst málin þannig,“ segir Sigurveig.Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL.VÍSIR/SIGURJÓN„Öll þjónustan á BUGL tekur mið af hverju og einu barni og hverri og einni fjölskyldu. Það má segja að við vinnum öll málin með fjölskyldunni - við gerum ekkert án hennar.“ Takast þarf á við tilfellin fyrr en síðar. „Það sem okkur þykir vera hvað augljósast er að mæta þörfum þessara barna miklu fyrr og miklu fastar en nærumhverfið hefur tök á að gera núna.Sjá einnig: Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Mál barna með einhverfu sem komin eru inn á borð til BUGL séu orðin alvarleg og vandi þeirra oftar en ekki fjölþættur. Við því sé reynt að bregðast með heildrænni nálgun. „Stundum gengur það fljótt og örugglega og árangurinn sýnir sig skjótt. Því miður er það þó stundum þannig að árangurinn lætur á sér standa og það er ekkert alltaf okkur eða fjölskyldunni alveg augljóst hvert eigi að halda næst. Því miður er það þannig,“ segir Sigurveig. Þær upplýsingar fengust frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag að málefni þessa hóps séu til skoðunar hjá ráðuneytinu.
Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36