Bólgulögmálið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. apríl 2019 07:15 Engu er líkara en það sé lögmál að rekstur hins opinbera bólgni í sífellu út. Dæmin sem blasa við eru mýmörg. Á kjörtímabilinu eiga til dæmis að rísa nýjar skrifstofur Alþingis við Vonarstræti. Þær skulu vera sex þúsund fermetrar og kosta um þrjá milljarða króna. Mikið er víst lagt upp úr því að innangengt sé fyrir þingmenn milli skrifstofa og fundarherbergja Alþingis. Ekki fylgir sögunni hvers vegna það er slík þolraun fyrir kjörna fulltrúa að ganga stuttar vegalengdir utandyra og fá sér frískt loft í leiðinni. Úr stjórnarráðinu berast þau tíðindi að til standi að byggja við skrifstofur forsætisráðherra í Lækjargötu. Sómi er að verðlaunatillögunni, þótt sitt sýnist vafalítið hverjum. Því er þó alveg ósvarað hvers vegna þessa ógnarviðbót þurfi við húsið sem hýst hefur skrifstofur forsætisráðherra með myndarbrag frá 1904. Í því samhengi er rétt að taka undir með sagnfræðingnum Birni Jóni Bragasyni sem bent hefur á að Þjóðmenningarhúsið, í sinni eilífu tilvistarkreppu, standi þarna steinsnar frá og henti vel til starfseminnar. Svo haldið sé áfram að tala um Alþingi og ríkisstjórn, þá má minna á að aðstoðarmenn hvers ráðherra eru nú orðnir tveir en lengst af þótti duga að þeir gætu reitt sig á embættismenn í sínum ráðuneytum. Slíkt gengur auðvitað ekki lengur enda fjöldi flokksgæðinga á lausu sem sárvantar lífserindi. Víkur þá sögu að rekstri Reykjavíkurborgar, en þar starfa hlutfallslega mun fleiri en hjá nágrannasveitarfélögunum þrátt fyrir að stærðinni ætti að fylgja hagkvæmni og minna starfsmannahald. Útsvar hefur lengi verið í lögbundnu hámarki, og borgin ætlar meira að segja að greiða sér arð úr Orkuveitunni til að fá enn meiri peninga úr að spila. Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis blásið út og lætur nú til sín taka á mun fleiri sviðum en áður. Borgin byggir veitingasali og endurreisir bragga. Ágóðans njóta veitingasalar sem leigja aðstöðuna langt undir markaðsvirði. Kostnaðaráætlanir virðast að meginstefnu gerðar formsins vegna hjá borginni, rétt eins og hjá ríkinu. Sé vikið að fyrirtækjum í eigu ríkisins er sagan nokkurn veginn sú sama. Landsbankinn ætlar að byggja 16.500 fermetra höfuðstöðvar undir starfsemi sína og kosta til þess níu milljörðum króna, þrátt fyrir að bankakerfið sé nú þegar bólgið úr hófi fram af mannafla, og að fyrirséð sé að plássþörf muni frekar minnka en aukast með áframhaldandi tækninýjungum. En áfram skal haldið í eilífri útgjaldabólgu. Svo virðist sem allir séu seldir undir sömu sök. Ríki, sveitarfélög og fyrirtæki í eigu ríkisins. Þannig er það gjarnan þegar sýslað er með annarra manna fé. Er ekki eðlilegt að velta fyrir sér hvort þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi allt þetta umfang og yfirbyggingu? Hvar eru stjórnmálamennirnir sem tala fyrir aðhaldi í ríkisrekstri og treysta sér til að láta gjörðir fylgja orðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Engu er líkara en það sé lögmál að rekstur hins opinbera bólgni í sífellu út. Dæmin sem blasa við eru mýmörg. Á kjörtímabilinu eiga til dæmis að rísa nýjar skrifstofur Alþingis við Vonarstræti. Þær skulu vera sex þúsund fermetrar og kosta um þrjá milljarða króna. Mikið er víst lagt upp úr því að innangengt sé fyrir þingmenn milli skrifstofa og fundarherbergja Alþingis. Ekki fylgir sögunni hvers vegna það er slík þolraun fyrir kjörna fulltrúa að ganga stuttar vegalengdir utandyra og fá sér frískt loft í leiðinni. Úr stjórnarráðinu berast þau tíðindi að til standi að byggja við skrifstofur forsætisráðherra í Lækjargötu. Sómi er að verðlaunatillögunni, þótt sitt sýnist vafalítið hverjum. Því er þó alveg ósvarað hvers vegna þessa ógnarviðbót þurfi við húsið sem hýst hefur skrifstofur forsætisráðherra með myndarbrag frá 1904. Í því samhengi er rétt að taka undir með sagnfræðingnum Birni Jóni Bragasyni sem bent hefur á að Þjóðmenningarhúsið, í sinni eilífu tilvistarkreppu, standi þarna steinsnar frá og henti vel til starfseminnar. Svo haldið sé áfram að tala um Alþingi og ríkisstjórn, þá má minna á að aðstoðarmenn hvers ráðherra eru nú orðnir tveir en lengst af þótti duga að þeir gætu reitt sig á embættismenn í sínum ráðuneytum. Slíkt gengur auðvitað ekki lengur enda fjöldi flokksgæðinga á lausu sem sárvantar lífserindi. Víkur þá sögu að rekstri Reykjavíkurborgar, en þar starfa hlutfallslega mun fleiri en hjá nágrannasveitarfélögunum þrátt fyrir að stærðinni ætti að fylgja hagkvæmni og minna starfsmannahald. Útsvar hefur lengi verið í lögbundnu hámarki, og borgin ætlar meira að segja að greiða sér arð úr Orkuveitunni til að fá enn meiri peninga úr að spila. Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis blásið út og lætur nú til sín taka á mun fleiri sviðum en áður. Borgin byggir veitingasali og endurreisir bragga. Ágóðans njóta veitingasalar sem leigja aðstöðuna langt undir markaðsvirði. Kostnaðaráætlanir virðast að meginstefnu gerðar formsins vegna hjá borginni, rétt eins og hjá ríkinu. Sé vikið að fyrirtækjum í eigu ríkisins er sagan nokkurn veginn sú sama. Landsbankinn ætlar að byggja 16.500 fermetra höfuðstöðvar undir starfsemi sína og kosta til þess níu milljörðum króna, þrátt fyrir að bankakerfið sé nú þegar bólgið úr hófi fram af mannafla, og að fyrirséð sé að plássþörf muni frekar minnka en aukast með áframhaldandi tækninýjungum. En áfram skal haldið í eilífri útgjaldabólgu. Svo virðist sem allir séu seldir undir sömu sök. Ríki, sveitarfélög og fyrirtæki í eigu ríkisins. Þannig er það gjarnan þegar sýslað er með annarra manna fé. Er ekki eðlilegt að velta fyrir sér hvort þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi allt þetta umfang og yfirbyggingu? Hvar eru stjórnmálamennirnir sem tala fyrir aðhaldi í ríkisrekstri og treysta sér til að láta gjörðir fylgja orðum?
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar