Almennir borgarar munu stýra Súdan en ekki her Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2019 07:00 Þessi mótmælandi krafðist þess í gær að almenningur fengi strax völdin. Nordicphotos/AFP Almennir borgarar munu skipa næstu ríkisstjórn Súdans en ekki hermenn. Þetta sagði Omar Zain al-Abidin hershöfðingi sem situr í herforingjastjórninni er tekið hefur við eftir að herinn gerði valdarán og steypti Omar al-Bashir af stóli í vikunni. Sá hafði setið í þrjátíu ár en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur honum vegna meintra stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Moammed Awad Ibn Auf, varnarmálaráðherra Súdans og fyrrverandi hershöfðingi, er yfir herforingjastjórninni. Hann sagði á fimmtudag að nú tæki við aðlögunartímabil sem gæti varað í tvö ár. Skemur ef hægt er að komast hjá ringulreið í landinu. Almenningur hafði lengi þrýst á afsögn al-Bashir og mótmælt honum mánuðum saman. Þótt honum hafi verið steypt af stóli standa mótmælin hins vegar enn yfir. Mótmælendur gáfu lítið fyrir orð al-Abidin um stjórn almennra borgara í gær, samkvæmt Reuters. Samtökin SPA, sem hafa talað fyrir mótmælendur, sögðu að herforingjastjórnin væri ófær um að koma á kerfisbreytingum í landinu. Ibn Auf steig óvænt til hliðar seint í gærkvöldi eftir mótmælin. „Þið munuð fá að leysa úr öllum efnahags- og stjórnkerfisvandamálunum. Við höfum enga hugmyndafræði heldur erum við nú við völd til að tryggja stöðugleika og öryggi og tryggja það sömuleiðis að súdanska þjóðin geti komið á breytingum,“ sagði al-Abidin. Birtist í Fréttablaðinu Súdan Tengdar fréttir Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24 Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Almennir borgarar munu skipa næstu ríkisstjórn Súdans en ekki hermenn. Þetta sagði Omar Zain al-Abidin hershöfðingi sem situr í herforingjastjórninni er tekið hefur við eftir að herinn gerði valdarán og steypti Omar al-Bashir af stóli í vikunni. Sá hafði setið í þrjátíu ár en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur honum vegna meintra stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Moammed Awad Ibn Auf, varnarmálaráðherra Súdans og fyrrverandi hershöfðingi, er yfir herforingjastjórninni. Hann sagði á fimmtudag að nú tæki við aðlögunartímabil sem gæti varað í tvö ár. Skemur ef hægt er að komast hjá ringulreið í landinu. Almenningur hafði lengi þrýst á afsögn al-Bashir og mótmælt honum mánuðum saman. Þótt honum hafi verið steypt af stóli standa mótmælin hins vegar enn yfir. Mótmælendur gáfu lítið fyrir orð al-Abidin um stjórn almennra borgara í gær, samkvæmt Reuters. Samtökin SPA, sem hafa talað fyrir mótmælendur, sögðu að herforingjastjórnin væri ófær um að koma á kerfisbreytingum í landinu. Ibn Auf steig óvænt til hliðar seint í gærkvöldi eftir mótmælin. „Þið munuð fá að leysa úr öllum efnahags- og stjórnkerfisvandamálunum. Við höfum enga hugmyndafræði heldur erum við nú við völd til að tryggja stöðugleika og öryggi og tryggja það sömuleiðis að súdanska þjóðin geti komið á breytingum,“ sagði al-Abidin.
Birtist í Fréttablaðinu Súdan Tengdar fréttir Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24 Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24
Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25