Flugfargjöld, bensín, húsaleiga og matur hækka Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2019 14:13 Spáð er hækkun á ýmiskonar vörum í apríl. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda muni hækka um 20 prósent í apríl vegna tímasetningar páskanna. Hagfræðideildin segir þróun flugfargjalda til útlanda í mars og apríl fara að mjög miklu leyti eftir því í hvorum mánuði páskarnir lenda. Páskarnir eru mikill ferðatími og eftirspurn og verð eftir flugi því hærra. Árin 2015, 2016 og 2018 féllu páskar í lok mars/byrjun apríl og var óveruleg breyting á þessum lið milli sömu mánaða. 2017 voru páskar vikuna eftir verðkönnunarvikuna og hækkuðu flugfargjöld til útlanda þá um tæp 15%. Í ár eru páskar tveimur vikum á eftir verðkönnunarviku Hagstofunnar sem skýrir þessa hækkun. Samkvæmt verðkönnun Hagfræðideildarinnar hækkaði verð á bensíni og díselolíu um 2,3% milli mars og apríl. Þá er búist við smávægilegri hækkun á reiknaðri húsaleigu, matarkarfan hækkar lítillega vegna gengisáhrifa, kaup ökutækja lækka bæði vegna gengisáhrifa og minni eftirspurnar, en talsvert hefur dregið úr sölu á nýjum bílum. Síðustu ár hefur Hagstofan byggt verðmælingar sínar á flugi til útlanda á verði farmiða hjá Icelandair og WOW air. Hlutdeild WOW air var um þriðjungur af vísitölunni. Flugfargjöld eru tekin inn í vísitöluna mánuðinn sem flugið er flogið, en ekki mánuðinn sem flugið er keypt. Alla jafna hefði flug sem keypt var í febrúar og mars og flogið hefði í apríl átt að koma inn í vísitöluna núna. Hagstofan er í þeirri mjög svo sérstöku stöðu að vera með verðmælingar á flugi sem ekki verður flogið vegna gjaldþrots WOW air. Það er alls óvíst hvernig Hagstofan mun snúa sér í þessu og þá hvort að einungis verði miðað við verð á keyptum flugmiðum af Icelandair. Flugfargjöld til útlanda hafa lækkað mikið síðustu ár. Þannig var að meðaltali 12,8% ódýrara að fljúga til útlanda 2018 en 2017 og 15,5% ódýrara 2017 en 2016. Við eigum von á að þessi þróun gangi til baka á þessu ári sökum minna framboðs og minnisamkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air en einnig vegna hækkunar olíuverðs. Þá virðist sem svo að verulega sé að hægja á hækkun fasteignaverðs. Til dæmis lækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,5% milli mánaða í febrúar. Nokkuð mikið af nýju húsnæði er á leiðinni inn á markaðinn. Alla jafna ætti slíkt að skila sér í hækkun á þeim vísitölum sem mæla fasteignaverð þar sem fermetraverð á nýju húsnæði er venjulega hærra en á eldra húsnæði. Hins vegar var hlutfall nýbygginga meðal kaupsamninga í febrúar lægra en í janúar, sem bendir til þess að illa gangi að selja þessar íbúðir. Bensín og olía Fréttir af flugi Húsnæðismál Neytendur Páskar Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda muni hækka um 20 prósent í apríl vegna tímasetningar páskanna. Hagfræðideildin segir þróun flugfargjalda til útlanda í mars og apríl fara að mjög miklu leyti eftir því í hvorum mánuði páskarnir lenda. Páskarnir eru mikill ferðatími og eftirspurn og verð eftir flugi því hærra. Árin 2015, 2016 og 2018 féllu páskar í lok mars/byrjun apríl og var óveruleg breyting á þessum lið milli sömu mánaða. 2017 voru páskar vikuna eftir verðkönnunarvikuna og hækkuðu flugfargjöld til útlanda þá um tæp 15%. Í ár eru páskar tveimur vikum á eftir verðkönnunarviku Hagstofunnar sem skýrir þessa hækkun. Samkvæmt verðkönnun Hagfræðideildarinnar hækkaði verð á bensíni og díselolíu um 2,3% milli mars og apríl. Þá er búist við smávægilegri hækkun á reiknaðri húsaleigu, matarkarfan hækkar lítillega vegna gengisáhrifa, kaup ökutækja lækka bæði vegna gengisáhrifa og minni eftirspurnar, en talsvert hefur dregið úr sölu á nýjum bílum. Síðustu ár hefur Hagstofan byggt verðmælingar sínar á flugi til útlanda á verði farmiða hjá Icelandair og WOW air. Hlutdeild WOW air var um þriðjungur af vísitölunni. Flugfargjöld eru tekin inn í vísitöluna mánuðinn sem flugið er flogið, en ekki mánuðinn sem flugið er keypt. Alla jafna hefði flug sem keypt var í febrúar og mars og flogið hefði í apríl átt að koma inn í vísitöluna núna. Hagstofan er í þeirri mjög svo sérstöku stöðu að vera með verðmælingar á flugi sem ekki verður flogið vegna gjaldþrots WOW air. Það er alls óvíst hvernig Hagstofan mun snúa sér í þessu og þá hvort að einungis verði miðað við verð á keyptum flugmiðum af Icelandair. Flugfargjöld til útlanda hafa lækkað mikið síðustu ár. Þannig var að meðaltali 12,8% ódýrara að fljúga til útlanda 2018 en 2017 og 15,5% ódýrara 2017 en 2016. Við eigum von á að þessi þróun gangi til baka á þessu ári sökum minna framboðs og minnisamkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air en einnig vegna hækkunar olíuverðs. Þá virðist sem svo að verulega sé að hægja á hækkun fasteignaverðs. Til dæmis lækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,5% milli mánaða í febrúar. Nokkuð mikið af nýju húsnæði er á leiðinni inn á markaðinn. Alla jafna ætti slíkt að skila sér í hækkun á þeim vísitölum sem mæla fasteignaverð þar sem fermetraverð á nýju húsnæði er venjulega hærra en á eldra húsnæði. Hins vegar var hlutfall nýbygginga meðal kaupsamninga í febrúar lægra en í janúar, sem bendir til þess að illa gangi að selja þessar íbúðir.
Bensín og olía Fréttir af flugi Húsnæðismál Neytendur Páskar Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira