Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. apríl 2019 12:57 Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. Nokkur börn séu í sömu stöðu og dóttir Hrannar, að fá ekki skólavist, og hafa ekki verið í skóla mánuðum saman því ekki sé hægt að koma til móts við þarfir þeirra. Aðspurð hvað vantar upp á segir Sigrún að það vanti meiri þekkingu og ráðgjöf, fleiri fagstéttir inn í skólana og betri aðstöðu fyrir einhverf börn. „Þekkingin er í raun og veru til staðar. Það sem við höfum lengi bent á að vanti er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun,“ segir Sigrún. Um væri þjónustu sem væri veitt frá greiningu og ævina á enda þar sem börn, foreldrar, skólinn og aðrir gætu fengið ráðgjöf til að geta veitt þjónustu við hæfi.Ekki unni samkvæmt samningum um réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna „Skólinn á að fá ráðgjöf frá félagsþjónustunni, þar eiga að vera starfandi sérfræðingar. En þegar einhverfa er annars vegar þá þarf fólk með einhverfu þekkingu og mikla þekkingu því einhverfa er mjög fjölbreytt, hver einstaklingur er einstakur og þarf þjónustu út frá sínum þörfum. Það er ekki hægt að setja þessi börn í kassa þannig að þetta þarf að vera á allt öðrum „basis“ en almenn ráðgjöf er. Á flestum félagsþjónustuskrifstofum er þessi þekking ekki til staðar eða þá hún er mjög brotakennd,“ segir Sigrún. Hún segist þekkja dæmi þess að börn gangi ekki í skóla vegna þess að þau fái ekki viðeigandi þjónustu og séu þá heima við sem þýði að foreldarnir geti ekki stundað vinnu. „Þetta eru mannréttindabrot. Þarna er ekki verið að vinna samkvæmt samningum um til dæmis réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Þetta er háalvarlegt mál.“ Sigrún segir að hún mynda vilja sjá skólana færa um að taka á móti þessum börnum eins og öllum öðrum börnum. „Þau eiga rétt á menntun við hæfi í sínu nærumhverfi. Það þarf að byggja upp þá aðstöðu út frá húsnæði og þekkingu til að það sé hægt.“ Nokkrar sérdeildir eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir einhverf börn en Sigrún segir að ekki passi öll börn þar inn auk þess sem þar séu ekki næg pláss. „Þetta snýst um að veita einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir Sigrún sem hvetur ráðmenn, kennara og allar aðrar fagstéttir til þess að fara og sjá heimildarmyndina um konur á einhverfurófinu sem Einhverfusamtökin gerðu en hún er núna sýnd í Bíó Paradís. „Þar kemur mjög skýrt fram hvers lags misrétti og þjónustuleysi þessar konur hafa búið við.“ Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Hin ósýnilega einhverfa Að sjá hið ósýnilega er ný íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi sem forsýnd er í dag á alþjóðlegum degi einhverfu. Í framhaldinu verða almennar sýningar. 2. apríl 2019 09:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. Nokkur börn séu í sömu stöðu og dóttir Hrannar, að fá ekki skólavist, og hafa ekki verið í skóla mánuðum saman því ekki sé hægt að koma til móts við þarfir þeirra. Aðspurð hvað vantar upp á segir Sigrún að það vanti meiri þekkingu og ráðgjöf, fleiri fagstéttir inn í skólana og betri aðstöðu fyrir einhverf börn. „Þekkingin er í raun og veru til staðar. Það sem við höfum lengi bent á að vanti er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun,“ segir Sigrún. Um væri þjónustu sem væri veitt frá greiningu og ævina á enda þar sem börn, foreldrar, skólinn og aðrir gætu fengið ráðgjöf til að geta veitt þjónustu við hæfi.Ekki unni samkvæmt samningum um réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna „Skólinn á að fá ráðgjöf frá félagsþjónustunni, þar eiga að vera starfandi sérfræðingar. En þegar einhverfa er annars vegar þá þarf fólk með einhverfu þekkingu og mikla þekkingu því einhverfa er mjög fjölbreytt, hver einstaklingur er einstakur og þarf þjónustu út frá sínum þörfum. Það er ekki hægt að setja þessi börn í kassa þannig að þetta þarf að vera á allt öðrum „basis“ en almenn ráðgjöf er. Á flestum félagsþjónustuskrifstofum er þessi þekking ekki til staðar eða þá hún er mjög brotakennd,“ segir Sigrún. Hún segist þekkja dæmi þess að börn gangi ekki í skóla vegna þess að þau fái ekki viðeigandi þjónustu og séu þá heima við sem þýði að foreldarnir geti ekki stundað vinnu. „Þetta eru mannréttindabrot. Þarna er ekki verið að vinna samkvæmt samningum um til dæmis réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Þetta er háalvarlegt mál.“ Sigrún segir að hún mynda vilja sjá skólana færa um að taka á móti þessum börnum eins og öllum öðrum börnum. „Þau eiga rétt á menntun við hæfi í sínu nærumhverfi. Það þarf að byggja upp þá aðstöðu út frá húsnæði og þekkingu til að það sé hægt.“ Nokkrar sérdeildir eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir einhverf börn en Sigrún segir að ekki passi öll börn þar inn auk þess sem þar séu ekki næg pláss. „Þetta snýst um að veita einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir Sigrún sem hvetur ráðmenn, kennara og allar aðrar fagstéttir til þess að fara og sjá heimildarmyndina um konur á einhverfurófinu sem Einhverfusamtökin gerðu en hún er núna sýnd í Bíó Paradís. „Þar kemur mjög skýrt fram hvers lags misrétti og þjónustuleysi þessar konur hafa búið við.“
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Hin ósýnilega einhverfa Að sjá hið ósýnilega er ný íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi sem forsýnd er í dag á alþjóðlegum degi einhverfu. Í framhaldinu verða almennar sýningar. 2. apríl 2019 09:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Hin ósýnilega einhverfa Að sjá hið ósýnilega er ný íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi sem forsýnd er í dag á alþjóðlegum degi einhverfu. Í framhaldinu verða almennar sýningar. 2. apríl 2019 09:00
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36