Lögreglan hafði afskipti af verndunarsinnum á Bíldudal Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2019 13:09 Frödin og Murphy huga að aðstæðum í Arnarfirði í gær. Liz Seabrook Josh Murphy kvikmyndaleikstjóri segir það enga tilviljun að kvikmynd hans Artifishal sé frumsýnd á Íslandi. Íslendingar séu nú í einstæðri stöðu; þing og þjóð. Þeir standi frammi fyrir risavaxinni spurningu sem er sú hvort þeir vilji standa vörð um villta laxastofn sinn eða ekki. Laxeldismálið er funheitt og skiptast menn þar í tvö horn. Þeir sem vilja stemma stigu við laxeldinu og svo þeir sem finna verndunarsinnum felst til foráttu; að þeir vilji ekki skilja nauðsyn þess að dregin séu björg í bú, ekki síst fyrir Vestfirðinga sem telja sig hlunnfarna þegar atvinnutækifærin eru annars vegar. Vísir ræddi við Murphy en hann var á leið til Reykjavíkur ásamt föruneyti eftir að hafa farið um Vestfirði og kynnt sér sérstaklega sjókvíaeldi þar. Með honum í för var meðal annarra Jón Kaldal talsmaður Icelandic Wildlife Fund og hann segir að það hafi verið nokkur skjálfti í Vestfirðingum vegna komu hópsins.Skjálfti á Bíldudal „Já, það var smá skjálfti á Bíldudal í gær. Þegar við komum í land eftir siglingu út að einni af sjókvíaeldisstöðvunum í Arnarfirði tóku tveir lögregluþjónar á móti okkur. Það höfðu borist upplýsingar til þeirra að við værum á ferðinni og þeir vildu vita hvort við ætluðum ekki örugglega að vera til friðs. Þetta var nú allt á einstaklega ljúfum nótum og áhyggjur heimafólks alveg skiljanlegar,“ segir Jón.Hluti hópsins sem fór um Vestfirði og kynnti sér sjókvíaeldi þar.Jón KaldalEn í hópnum er þekktur sænskur aktívisti í baráttunni gegn sjókvíaeldi, Mikael Frödin, sem hlaut dóm í Noregi í fyrra fyrir að synda að sjókvíaeldisstöð í óleyfi. „Í gær fór þó allt fram með friði og spekt og Mikael hélt sig um borð í bátnum. Sundferðin hans örlagaríka í Noregi kemur fyrir í myndinni sem verður frumsýnd í Ingólfsskála í Ölfusi. Við eyddum svo gærkvöldi í Tálknafirði og það varð heitt í kolunum í heita pottinum í hinni frábæru sundlaug staðarins í umræðum við heimafólk um eldismálin en þó í mikilli vinsemd,“ segir Jón.Eldið dýru verði keypt Vísir spurði Josh Murphy að sjálfsögðu hinnar hefðbundnu spurningar sem allir erlendir gestir fá: How do you like Iceland?Josh Murphy segir Íslendinga nú standa frammi fyrir miklum og erfiðum spurningum sem varða framtíð hins villta laxastofns.Liz Seabrook„I love it,“ segir Murphy. Hann segir að ferðalagið um Ísland hafi verið stórkostlegt. Og upplýsandi. Honum sýnist Ísland vera, hvað eldismálin varðar, á sama stað og Noregur var fyrir mörgum mörgum árum. Menn sjá fram á mikla möguleika samfara því að auka eldi og þannig hagnað. Þetta sé hagnaðardrifinn atvinnuvegur. „En, það mun reynast dýrkeypt. Við sáum tiltölulega litlar kvíar en nú er stefnt að mikilli aukningu. Og það mun óhjákvæmilega kosta sitt. Ekki síst fyrir land sem stærir sig að ósnortnum landi og víðernum. Og á það þá bæði við um land og þá ekki síður neðansjávar.“Kemur úr jaðarsportinu Bakgrunnur Murphys er athyglisverður. Hann er lærður sjávarlíffræðingur og starfaði um hríð hjá eldisfyrirtæki á Írlandi. Hann venti þá kvæði sínu í kross og gerðist kvikmyndagerðarmaður. Og lét til sín taka í gerð mynda sem fjalla um skíðaíþróttir og háskasport eða jaðarsport eins og það er stundum nefnt. Sá bakgrunnur skilar sér, að sögn Murphys, með margvíslegum hætti í myndina. „Yvon Chouinard, stofnandi Patagoniu, kom að máli við mig fyrir um tveimur og hálfu ári síðan og spurði mig hvort ég vildi ekki gera þessa kvikmynd,“ segir Murphy og telur að þetta hafi nánast verið skrifað í skýin; þar kom allt saman: Hans bakgrunnur allur.Mikael Frödin, goðsögn í stangveiðiheiminum, í Arnarfirði. Hann hefur verið handtekinn vegna andófs gegn sjókvíaeldi.Liz Seabrook„Sá hópur sem stendur að gerð myndarinnar er ekki stór en hann er því vanur að mynda við mjög erfiðar aðstæður. Og sú reynsla skilar sér ótvírætt.“Stöndum frammi fyrir erfiðum spurningum Josh Murphy brennur fyrir málefnið sem er undir í myndinni. En þar er yfirlýst fjallað um skaðleg áhrif klakstöðva og opins fiskeldis á villta fiskistofna, ár og umhverfi. Murphy bendir á að villti laxastofninn sé sameiginleg eign þjóðarinnar. Það sé hins vegar fiskurinn í eldiskví ekki. „Hann er í eigu þeirra sem eiga eldið. Þegar sá fiskur sleppur, og óumdeilt er að það gerist, ákveðið hlutfall fisks sleppur alltaf úr sjókvíjum. Það skapar ákveðin vandamál. Það er þá skaði fyrir alla Íslendinga. Sem nú standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort hagur sumra vegi þyngra en allrar þjóðarinnar hvað það snertir? Hver er kostnaðurinn sem er því samfara, hugsanlega endalok hins villta laxastofns á móti efnahagsávinningi fárra?“ Josh Murphy er spenntur fyrir sýningu Artifishal í kvöld. vonar að hún veki upp erfiðar spurningar. Því það sé vissulega svo að í myndinni er tekist á við þær. Bíó og sjónvarp Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Fatarisi blandar sér í baráttuna gegn fiskeldi á Íslandi Útvistarvöruframleiðandinn Patagonia mun standa fyrir Evrópufrumsýningu á heimildarmyndinni Artifishal í Ingólfsstofu í Ölfusi þann 10. apríl næstkomandi. 1. apríl 2019 10:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Josh Murphy kvikmyndaleikstjóri segir það enga tilviljun að kvikmynd hans Artifishal sé frumsýnd á Íslandi. Íslendingar séu nú í einstæðri stöðu; þing og þjóð. Þeir standi frammi fyrir risavaxinni spurningu sem er sú hvort þeir vilji standa vörð um villta laxastofn sinn eða ekki. Laxeldismálið er funheitt og skiptast menn þar í tvö horn. Þeir sem vilja stemma stigu við laxeldinu og svo þeir sem finna verndunarsinnum felst til foráttu; að þeir vilji ekki skilja nauðsyn þess að dregin séu björg í bú, ekki síst fyrir Vestfirðinga sem telja sig hlunnfarna þegar atvinnutækifærin eru annars vegar. Vísir ræddi við Murphy en hann var á leið til Reykjavíkur ásamt föruneyti eftir að hafa farið um Vestfirði og kynnt sér sérstaklega sjókvíaeldi þar. Með honum í för var meðal annarra Jón Kaldal talsmaður Icelandic Wildlife Fund og hann segir að það hafi verið nokkur skjálfti í Vestfirðingum vegna komu hópsins.Skjálfti á Bíldudal „Já, það var smá skjálfti á Bíldudal í gær. Þegar við komum í land eftir siglingu út að einni af sjókvíaeldisstöðvunum í Arnarfirði tóku tveir lögregluþjónar á móti okkur. Það höfðu borist upplýsingar til þeirra að við værum á ferðinni og þeir vildu vita hvort við ætluðum ekki örugglega að vera til friðs. Þetta var nú allt á einstaklega ljúfum nótum og áhyggjur heimafólks alveg skiljanlegar,“ segir Jón.Hluti hópsins sem fór um Vestfirði og kynnti sér sjókvíaeldi þar.Jón KaldalEn í hópnum er þekktur sænskur aktívisti í baráttunni gegn sjókvíaeldi, Mikael Frödin, sem hlaut dóm í Noregi í fyrra fyrir að synda að sjókvíaeldisstöð í óleyfi. „Í gær fór þó allt fram með friði og spekt og Mikael hélt sig um borð í bátnum. Sundferðin hans örlagaríka í Noregi kemur fyrir í myndinni sem verður frumsýnd í Ingólfsskála í Ölfusi. Við eyddum svo gærkvöldi í Tálknafirði og það varð heitt í kolunum í heita pottinum í hinni frábæru sundlaug staðarins í umræðum við heimafólk um eldismálin en þó í mikilli vinsemd,“ segir Jón.Eldið dýru verði keypt Vísir spurði Josh Murphy að sjálfsögðu hinnar hefðbundnu spurningar sem allir erlendir gestir fá: How do you like Iceland?Josh Murphy segir Íslendinga nú standa frammi fyrir miklum og erfiðum spurningum sem varða framtíð hins villta laxastofns.Liz Seabrook„I love it,“ segir Murphy. Hann segir að ferðalagið um Ísland hafi verið stórkostlegt. Og upplýsandi. Honum sýnist Ísland vera, hvað eldismálin varðar, á sama stað og Noregur var fyrir mörgum mörgum árum. Menn sjá fram á mikla möguleika samfara því að auka eldi og þannig hagnað. Þetta sé hagnaðardrifinn atvinnuvegur. „En, það mun reynast dýrkeypt. Við sáum tiltölulega litlar kvíar en nú er stefnt að mikilli aukningu. Og það mun óhjákvæmilega kosta sitt. Ekki síst fyrir land sem stærir sig að ósnortnum landi og víðernum. Og á það þá bæði við um land og þá ekki síður neðansjávar.“Kemur úr jaðarsportinu Bakgrunnur Murphys er athyglisverður. Hann er lærður sjávarlíffræðingur og starfaði um hríð hjá eldisfyrirtæki á Írlandi. Hann venti þá kvæði sínu í kross og gerðist kvikmyndagerðarmaður. Og lét til sín taka í gerð mynda sem fjalla um skíðaíþróttir og háskasport eða jaðarsport eins og það er stundum nefnt. Sá bakgrunnur skilar sér, að sögn Murphys, með margvíslegum hætti í myndina. „Yvon Chouinard, stofnandi Patagoniu, kom að máli við mig fyrir um tveimur og hálfu ári síðan og spurði mig hvort ég vildi ekki gera þessa kvikmynd,“ segir Murphy og telur að þetta hafi nánast verið skrifað í skýin; þar kom allt saman: Hans bakgrunnur allur.Mikael Frödin, goðsögn í stangveiðiheiminum, í Arnarfirði. Hann hefur verið handtekinn vegna andófs gegn sjókvíaeldi.Liz Seabrook„Sá hópur sem stendur að gerð myndarinnar er ekki stór en hann er því vanur að mynda við mjög erfiðar aðstæður. Og sú reynsla skilar sér ótvírætt.“Stöndum frammi fyrir erfiðum spurningum Josh Murphy brennur fyrir málefnið sem er undir í myndinni. En þar er yfirlýst fjallað um skaðleg áhrif klakstöðva og opins fiskeldis á villta fiskistofna, ár og umhverfi. Murphy bendir á að villti laxastofninn sé sameiginleg eign þjóðarinnar. Það sé hins vegar fiskurinn í eldiskví ekki. „Hann er í eigu þeirra sem eiga eldið. Þegar sá fiskur sleppur, og óumdeilt er að það gerist, ákveðið hlutfall fisks sleppur alltaf úr sjókvíjum. Það skapar ákveðin vandamál. Það er þá skaði fyrir alla Íslendinga. Sem nú standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort hagur sumra vegi þyngra en allrar þjóðarinnar hvað það snertir? Hver er kostnaðurinn sem er því samfara, hugsanlega endalok hins villta laxastofns á móti efnahagsávinningi fárra?“ Josh Murphy er spenntur fyrir sýningu Artifishal í kvöld. vonar að hún veki upp erfiðar spurningar. Því það sé vissulega svo að í myndinni er tekist á við þær.
Bíó og sjónvarp Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Fatarisi blandar sér í baráttuna gegn fiskeldi á Íslandi Útvistarvöruframleiðandinn Patagonia mun standa fyrir Evrópufrumsýningu á heimildarmyndinni Artifishal í Ingólfsstofu í Ölfusi þann 10. apríl næstkomandi. 1. apríl 2019 10:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Fatarisi blandar sér í baráttuna gegn fiskeldi á Íslandi Útvistarvöruframleiðandinn Patagonia mun standa fyrir Evrópufrumsýningu á heimildarmyndinni Artifishal í Ingólfsstofu í Ölfusi þann 10. apríl næstkomandi. 1. apríl 2019 10:47