Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2019 08:45 Það hefur verið tekist hart á um þriðja orkupakkann en tveir flokkar á þingi, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins, leggjast gegn honum. grafík/fréttablaðið Umræðu um þriðja orkupakkann var fram haldið á Alþingi í gær. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eru efins um þingsályktunartillöguna á meðan hinir flokkarnir munu samþykkja tilskipunina nokkuð örugglega. Í umræðunni í gær kom berlega í ljós að andstæðingar tilskipunarinnar fundu henni allt til foráttu og töldu að Íslendingar myndu hæglega tapa yfirráðum sínum yfir orkuauðlindum landsins. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, segir þriðja orkupakkann í raun þriðja skrefið af fimm í því að útlendingar, án þess að nefna hverjir það eru, nái yfirráðum hér í orkumálum, festi okkur á innri orkumarkaðinn og leggi sæstreng hingað til lands. Að þriðji orkupakkinn sé í raun liður í einkavæðingu Landsvirkjunar. „Það er alveg á hreinu að orkuauðlindir okkar og markaður þeirra var á engan hátt felldur inn í innri markað ESB þegar við gerðum EES-samninginn á sínum tíma,“ sagði Inga. „Ísland er eyja úti í Atlantshafi. Við búum yfir eftirsóknarverðum og verðmætum orkuauðlindum, við höfum næga orku sem er að mestu endurnýjanleg og okkur hefur tekist að halda þannig á málum að verðið á raforku er með því lægsta sem þekkist.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var ein þeirra sem töluðu fyrir frumvarpinu úr hópi stjórnarandstöðunnar. Sagði hún mikilvægt að menn kynntu sér gögnin sem liggja fyrir til að glöggva sig á málinu. Hún benti einnig á að formenn Viðreisnar og Samfylkingar hefðu átt samræður við ríkisstjórnina um að greiða fyrir þessu máli með stuðningi. Í lok ræðunnar sagði hún alvarlegt ef væri vísvitandi verið að reyna að afvegaleiða eða plata fólk. „Við skulum taka umræðu um að vera innan eða utan EES á öðrum vettvangi og á öðrum forsendum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það á ekki að fara bakdyramegin að fólki og telja því trú um eitthvað sem ekki er satt og rétt. „Er þetta það nauðsynlegasta sem Alþingi þarf að fást við núna, að innleiða einhver lög sem við fáum í pósti sem varða ekki Ísland,“ bætti Inga Sæland við í sinni ræðu. „Sem er algjör óþarfi og ef trúa má stuðningsmönnum þriðja orkupakkans þá hreinlega skiptir þessi tilskipun engu máli,“ segir Inga Sæland einnig. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Umræðu um þriðja orkupakkann var fram haldið á Alþingi í gær. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eru efins um þingsályktunartillöguna á meðan hinir flokkarnir munu samþykkja tilskipunina nokkuð örugglega. Í umræðunni í gær kom berlega í ljós að andstæðingar tilskipunarinnar fundu henni allt til foráttu og töldu að Íslendingar myndu hæglega tapa yfirráðum sínum yfir orkuauðlindum landsins. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, segir þriðja orkupakkann í raun þriðja skrefið af fimm í því að útlendingar, án þess að nefna hverjir það eru, nái yfirráðum hér í orkumálum, festi okkur á innri orkumarkaðinn og leggi sæstreng hingað til lands. Að þriðji orkupakkinn sé í raun liður í einkavæðingu Landsvirkjunar. „Það er alveg á hreinu að orkuauðlindir okkar og markaður þeirra var á engan hátt felldur inn í innri markað ESB þegar við gerðum EES-samninginn á sínum tíma,“ sagði Inga. „Ísland er eyja úti í Atlantshafi. Við búum yfir eftirsóknarverðum og verðmætum orkuauðlindum, við höfum næga orku sem er að mestu endurnýjanleg og okkur hefur tekist að halda þannig á málum að verðið á raforku er með því lægsta sem þekkist.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var ein þeirra sem töluðu fyrir frumvarpinu úr hópi stjórnarandstöðunnar. Sagði hún mikilvægt að menn kynntu sér gögnin sem liggja fyrir til að glöggva sig á málinu. Hún benti einnig á að formenn Viðreisnar og Samfylkingar hefðu átt samræður við ríkisstjórnina um að greiða fyrir þessu máli með stuðningi. Í lok ræðunnar sagði hún alvarlegt ef væri vísvitandi verið að reyna að afvegaleiða eða plata fólk. „Við skulum taka umræðu um að vera innan eða utan EES á öðrum vettvangi og á öðrum forsendum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það á ekki að fara bakdyramegin að fólki og telja því trú um eitthvað sem ekki er satt og rétt. „Er þetta það nauðsynlegasta sem Alþingi þarf að fást við núna, að innleiða einhver lög sem við fáum í pósti sem varða ekki Ísland,“ bætti Inga Sæland við í sinni ræðu. „Sem er algjör óþarfi og ef trúa má stuðningsmönnum þriðja orkupakkans þá hreinlega skiptir þessi tilskipun engu máli,“ segir Inga Sæland einnig.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira