Opið bréf til Einars Sveinssonar, stjórnarformanns, og Kristjáns Loftssonar, framkvæmdastjóra, Hvals hf Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. apríl 2019 13:08 Ágætu, Einar og Kristján, Eins og þið væntanlega vitið, erum við, Jarðarvinir, að berjast gegn frekari hvalveiðum, þó einkum gegn frekari veiðum á langreyði, næst stærsta spendýri jarðar, sem engin önnur þjóð veiðir. Byggist þessi afstaða okkar einkum á eftirfarandi atriðum: 1) Ljóst er, að hér er að hluta til um frumstæðar drápsaðferðir og heiftarlegt dýraníð að ræða. Þetta sýnir og sannar skýrsla dr. Egil Ole Öen um langreyðaveiðar sumarið 2014, en skv. henni voru 8 dýr af 50 kvalin til dauða með hörmulegum hætti, á löngum tíma. Ef veiðar verða nú endanlega leyfðar á 2.135 dýrum, og, ef þetta hlutfall helzt, sem vænta má, verða um 350 þessara langreyða kvaldar til dauða með sama heiftarlega hætti. Eru þá nær fullgengnir kálfar, sem auðvitað verða sprengdir, tættir og kæfðir með mæðrum sínum, ótaldir. 2) Það er ljóst, að þessar veiðar eru ekki sjálfbærar, þó þær kunni að standast kröfur um veiðiþol. Til að veiðar geti verið sjálfbærar, þurfa þær að hafa efnahagslega þörf eða efnahagslegan tilgang. Hvorugt er til staðar. Skv. skýrslu Háskóla Íslands, frá í janúar, hefur Hvalur hf verið rekinn með tapi a.m.k síðustu fimm ár. Hvað gengur ykkur eiginlega til með áformum um áframhaldandi veiðar? 3) Punkturinn um neikvæð áhrif hvalveiða á útflutning á íslenzkum afurðum, svo og á ferðaþjónustu og merkið Ísland erlendis, hefur almennt legið fyrir, í ýmsum formum, lengi. Beinar faglegar sannanir hafa þó ekki legið fyrir, svo vitað hafi verið, og verður það að teljast óskiljanlegur skortur á atvinnumennsku og faglegum vinnubrögðum, að sjávarútvegsráðherra – ríkisstjórnin – skulu ekki hafa beitt sér fyrir slíkri úttekt meðal allra okkar helztu vina- og viðskiptaþjóða. 4) Nú rétt fyrir Páskahátíðina komust við þó yfir gögn hjá utanríkisráðuneytinu, sem ekki hafa verið birt og ekki voru almennt kunn, sem sýna og sanna, með ótvíræðum hætti, hvílíkur skaði er af hvalveiðum fyrir útflutning íslenzkra afurða og íslenzks varnings, og þá væntanlega um leið fyrir íslenzka ferðaþjónustu. Um langt árabil hafa farið fram kannanir á vegum Íslandsstofu/utanríkisráðuneytisins, kenndar við „Iceland Naturally“, á afstöðu Bandaríkjamanna og Kanadabúa til hvalveiða. Skv. þeim lýsir tæpur helmingur þessara þjóða, 49% í Banadríkjunum og 45% í Kanda, því yfir, að hann muni ekki kaupa afurðir frá landi, sem stundar hvalveiðar”. Með þessum hætti lama hvalveiðar um helming þessara stóru markaða fyrir íslenzkum frameiðsluvörum; sjávarafurðum, landbúnaðarafurðum og öðrum neytendavörum. Eru þá neikvæð áhrif á ferðamenn, sem til Íslands hyggjast koma, ótalin. Okkar mat og okkar skoðanir benda til, að neikvæð áhrif hvalveiða í Evrópu séu ekki minni, jafnvel enn meiri. Er ótrúlegt, að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt svona skoðanakannanir þar líka. 5) Hér eru semsé komin gögn, sannanir, sem staðfesta, að hvalveiðar ykkar hafi mikil og neikvæð áhrif á útflutnings atvinnuvegi landsmanna og þar með á þjóðarhag; þær valda alvarlegum efnahagslegum skaða. Í ljósi þessa, viljum við beina þeim eindregnu tilmælum til ykkar, að þið takið áform ykkar um nýjar langreyðaveiðar til endurskoðunar og leggið þessi áform til hliðar, fyrir fullt og allt, enda enginn efnahagslegur tilgangur með þeim. Ykkur hljóta að vera efnahagslegir hagmunir allra landsmanna nokkurs virði, og merkið Ísland hlýtur að vera ykkur dýrmætt, eins og okkur öllum hinum. Trúlega það dýrmætasta, sem við eigum. Frekari langreyðaveiðar myndu ganga þvert á þjóðar hagsmuni. Við hvetjum ykkur því hér með góðfúslegast til að láta af frekari langreyðaveiðum, sem hvort sem er hafa eingöngu fært ykkur tap undangengin ár, og láta hagsmuni íslenzku þjóðarinnar ganga fyrir. Með beztu kveðjum, JARÐARVINIR, Ole Anton Bieltvedt, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ágætu, Einar og Kristján, Eins og þið væntanlega vitið, erum við, Jarðarvinir, að berjast gegn frekari hvalveiðum, þó einkum gegn frekari veiðum á langreyði, næst stærsta spendýri jarðar, sem engin önnur þjóð veiðir. Byggist þessi afstaða okkar einkum á eftirfarandi atriðum: 1) Ljóst er, að hér er að hluta til um frumstæðar drápsaðferðir og heiftarlegt dýraníð að ræða. Þetta sýnir og sannar skýrsla dr. Egil Ole Öen um langreyðaveiðar sumarið 2014, en skv. henni voru 8 dýr af 50 kvalin til dauða með hörmulegum hætti, á löngum tíma. Ef veiðar verða nú endanlega leyfðar á 2.135 dýrum, og, ef þetta hlutfall helzt, sem vænta má, verða um 350 þessara langreyða kvaldar til dauða með sama heiftarlega hætti. Eru þá nær fullgengnir kálfar, sem auðvitað verða sprengdir, tættir og kæfðir með mæðrum sínum, ótaldir. 2) Það er ljóst, að þessar veiðar eru ekki sjálfbærar, þó þær kunni að standast kröfur um veiðiþol. Til að veiðar geti verið sjálfbærar, þurfa þær að hafa efnahagslega þörf eða efnahagslegan tilgang. Hvorugt er til staðar. Skv. skýrslu Háskóla Íslands, frá í janúar, hefur Hvalur hf verið rekinn með tapi a.m.k síðustu fimm ár. Hvað gengur ykkur eiginlega til með áformum um áframhaldandi veiðar? 3) Punkturinn um neikvæð áhrif hvalveiða á útflutning á íslenzkum afurðum, svo og á ferðaþjónustu og merkið Ísland erlendis, hefur almennt legið fyrir, í ýmsum formum, lengi. Beinar faglegar sannanir hafa þó ekki legið fyrir, svo vitað hafi verið, og verður það að teljast óskiljanlegur skortur á atvinnumennsku og faglegum vinnubrögðum, að sjávarútvegsráðherra – ríkisstjórnin – skulu ekki hafa beitt sér fyrir slíkri úttekt meðal allra okkar helztu vina- og viðskiptaþjóða. 4) Nú rétt fyrir Páskahátíðina komust við þó yfir gögn hjá utanríkisráðuneytinu, sem ekki hafa verið birt og ekki voru almennt kunn, sem sýna og sanna, með ótvíræðum hætti, hvílíkur skaði er af hvalveiðum fyrir útflutning íslenzkra afurða og íslenzks varnings, og þá væntanlega um leið fyrir íslenzka ferðaþjónustu. Um langt árabil hafa farið fram kannanir á vegum Íslandsstofu/utanríkisráðuneytisins, kenndar við „Iceland Naturally“, á afstöðu Bandaríkjamanna og Kanadabúa til hvalveiða. Skv. þeim lýsir tæpur helmingur þessara þjóða, 49% í Banadríkjunum og 45% í Kanda, því yfir, að hann muni ekki kaupa afurðir frá landi, sem stundar hvalveiðar”. Með þessum hætti lama hvalveiðar um helming þessara stóru markaða fyrir íslenzkum frameiðsluvörum; sjávarafurðum, landbúnaðarafurðum og öðrum neytendavörum. Eru þá neikvæð áhrif á ferðamenn, sem til Íslands hyggjast koma, ótalin. Okkar mat og okkar skoðanir benda til, að neikvæð áhrif hvalveiða í Evrópu séu ekki minni, jafnvel enn meiri. Er ótrúlegt, að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt svona skoðanakannanir þar líka. 5) Hér eru semsé komin gögn, sannanir, sem staðfesta, að hvalveiðar ykkar hafi mikil og neikvæð áhrif á útflutnings atvinnuvegi landsmanna og þar með á þjóðarhag; þær valda alvarlegum efnahagslegum skaða. Í ljósi þessa, viljum við beina þeim eindregnu tilmælum til ykkar, að þið takið áform ykkar um nýjar langreyðaveiðar til endurskoðunar og leggið þessi áform til hliðar, fyrir fullt og allt, enda enginn efnahagslegur tilgangur með þeim. Ykkur hljóta að vera efnahagslegir hagmunir allra landsmanna nokkurs virði, og merkið Ísland hlýtur að vera ykkur dýrmætt, eins og okkur öllum hinum. Trúlega það dýrmætasta, sem við eigum. Frekari langreyðaveiðar myndu ganga þvert á þjóðar hagsmuni. Við hvetjum ykkur því hér með góðfúslegast til að láta af frekari langreyðaveiðum, sem hvort sem er hafa eingöngu fært ykkur tap undangengin ár, og láta hagsmuni íslenzku þjóðarinnar ganga fyrir. Með beztu kveðjum, JARÐARVINIR, Ole Anton Bieltvedt, formaður
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun