Jack Hermansson með óvæntan sigur á Jacare í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. apríl 2019 05:39 Hermansson fagnar sigri. Vísir/Getty Jack Hermansson nældi sér í nótt í sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann sigraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza eftir dómaraákvörðun. Þeir Jack Hermansson og Jacare Souza mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Flórída í kvöld. Fyrir bardagann var Jacare lofað að fá titilbardaga með sigri í nótt. Hermansson, sem kom inn í þennan bardaga með aðeins þriggja vikna fyrirvara, átti hins vegar magnaða frammistöðu. Hermansson vankaði Jacare í 1. lotu og reyndi að klára glímumanninn með hengingu en Jacare lifði af. Hermansson var óhræddur við að fara í gólfið með Jacare og ógnaði honum einnig standandi. Hermansson var betri yfir loturnar fimm og hefur þar með stimplað sig inn meðal þeirra bestu í millivigtinni. Hermansson hefur nú unnið tvo bardaga á einum mánuði og fær væntanlega enn stærri bardaga næst. Svíinn hefur verið búsettur í Noregi í meira en áratug og vonast eftir að fá stóran bardaga í Danmörku í haust en bardagakvöldið hefur ekki enn verið staðfest af UFC. Fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy náði síðan í sinn fyrsta sigur í UFC. Hardy kláraði Dmitri Smolaikov með tæknilegu rothöggi eftir 2:15 í 1. lotu og er hann nú 4-1 sem atvinnumaður í MMA. Smolaikov gafst mjög auðveldlega upp þegar á móti blés og hefur val UFC á andstæðingi Hardy verið harðlega gagnrýnt. Smolaikov hefur tapað öllum þremur bardögum sínum í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo 'Jacare' Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. 27. apríl 2019 06:00 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Sjá meira
Jack Hermansson nældi sér í nótt í sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann sigraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza eftir dómaraákvörðun. Þeir Jack Hermansson og Jacare Souza mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Flórída í kvöld. Fyrir bardagann var Jacare lofað að fá titilbardaga með sigri í nótt. Hermansson, sem kom inn í þennan bardaga með aðeins þriggja vikna fyrirvara, átti hins vegar magnaða frammistöðu. Hermansson vankaði Jacare í 1. lotu og reyndi að klára glímumanninn með hengingu en Jacare lifði af. Hermansson var óhræddur við að fara í gólfið með Jacare og ógnaði honum einnig standandi. Hermansson var betri yfir loturnar fimm og hefur þar með stimplað sig inn meðal þeirra bestu í millivigtinni. Hermansson hefur nú unnið tvo bardaga á einum mánuði og fær væntanlega enn stærri bardaga næst. Svíinn hefur verið búsettur í Noregi í meira en áratug og vonast eftir að fá stóran bardaga í Danmörku í haust en bardagakvöldið hefur ekki enn verið staðfest af UFC. Fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy náði síðan í sinn fyrsta sigur í UFC. Hardy kláraði Dmitri Smolaikov með tæknilegu rothöggi eftir 2:15 í 1. lotu og er hann nú 4-1 sem atvinnumaður í MMA. Smolaikov gafst mjög auðveldlega upp þegar á móti blés og hefur val UFC á andstæðingi Hardy verið harðlega gagnrýnt. Smolaikov hefur tapað öllum þremur bardögum sínum í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo 'Jacare' Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. 27. apríl 2019 06:00 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Sjá meira
Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo 'Jacare' Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. 27. apríl 2019 06:00