Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 14:00 Þetta kom fram á fundi eins af yfirmönnum Facebook með þingmönnum í Bretlandi í morgun. EPA/LUONG THAI LINH Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af árásinni í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem finna á myndbönd sem innihalda ofbeldi og jafnvel sjálfsvíg og eyða þeim, ekki skilgreint Christchurch myndbandið almennilega. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hve lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Í kjölfar árásinnar eyddi ritstjórnarkerfið minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni af Facebook á einum sólarhring. Þetta kom fram á fundi eins af yfirmönnum Facebook með þingmönnum í Bretlandi í morgun. Um er að ræða nefndarfund þar sem hatursglæpur voru til umræðu og voru fulltrúar frá Twitter og Alphabet, sem á Google og Youtube, einnig á fundinum. Fyrirtæki þessi hafa öll unnið að þróun gervigreindar sem finna á efni eins og nefnt er hér að ofan og fjarlægja það.Samkvæmt umfjöllun Bloomberg, sem var með blaðamann á fundinum, sagði einn þingmaður Verkamannaflokksins að honum virtist ritstjórnarkerfi þeirra ekki virka og lýsti hann miðlum fyrirtækjanna sem rotþróm. „Manni finnst eins og fyrirtækjum ykkar sé skítsama. Þið gefið frá ykkur mikinn áróður en grípið ekki til aðgerða,“ sagði Stephen Doughty. Marco Pancini frá YouTube svaraði Doughty og sagði fyrirtækin þurfa að standa sig betur og þau væru að standa sig betur. Bretland Facebook Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af árásinni í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem finna á myndbönd sem innihalda ofbeldi og jafnvel sjálfsvíg og eyða þeim, ekki skilgreint Christchurch myndbandið almennilega. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hve lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Í kjölfar árásinnar eyddi ritstjórnarkerfið minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni af Facebook á einum sólarhring. Þetta kom fram á fundi eins af yfirmönnum Facebook með þingmönnum í Bretlandi í morgun. Um er að ræða nefndarfund þar sem hatursglæpur voru til umræðu og voru fulltrúar frá Twitter og Alphabet, sem á Google og Youtube, einnig á fundinum. Fyrirtæki þessi hafa öll unnið að þróun gervigreindar sem finna á efni eins og nefnt er hér að ofan og fjarlægja það.Samkvæmt umfjöllun Bloomberg, sem var með blaðamann á fundinum, sagði einn þingmaður Verkamannaflokksins að honum virtist ritstjórnarkerfi þeirra ekki virka og lýsti hann miðlum fyrirtækjanna sem rotþróm. „Manni finnst eins og fyrirtækjum ykkar sé skítsama. Þið gefið frá ykkur mikinn áróður en grípið ekki til aðgerða,“ sagði Stephen Doughty. Marco Pancini frá YouTube svaraði Doughty og sagði fyrirtækin þurfa að standa sig betur og þau væru að standa sig betur.
Bretland Facebook Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira