Hluti framkvæmdasvæðis hafnar á náttúruminjaskrá Sveinn Arnarsson skrifar 23. apríl 2019 06:15 Frá Finnafirði þar sem uppi eru áform um uppbyggingu umskipunar- og stórskipahafnar. Fréttablaðið/Pjetur Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. Nú hins vegar segir hann ríkið ekki hafa fjárhagslega aðkomu að verkefninu og engu við það að bæta. Hluti af svæði sem nú er á náttúruminjaskrá er inni á framkvæmdasvæði stórskipahafnarinnar. Tugþúsundir fermetra munu fara undir starfsemi í Finnafirði og segir sveitarstjóri Langanesbyggðar, Elías Pétursson, að svæðið á aðalskipulagi sem á að fara undir hafnsækna starfsemi sé stórt og hafi mikla möguleika sem slíkt. Hann segir einnig að vitaskuld muni framkvæmdin hafa neikvæð umhverfisáhrif en á móti komi að samfélagsleg áhrif slíkra framkvæmda yrðu afar jákvæð fyrir svæðið. „Svona stórar framkvæmdir munu að einhverju leyti breyta ásýnd svæðisins og sjónræn áhrif framkvæmdanna verða líkast til einhver. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar framkvæmdir munu á móti hafa afar jákvæð efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á byggðirnar hér í kring,“ segir Elías. „Því er mikilvægt að samfélögin fái að skipuleggja sín athafnasvæði til að fjölga störfum á svæðinu og byggja upp öflugt atvinnulíf.“ Verkefnið er ægistórt. Í Finnafirði er gert ráð fyrir miklum landfyllingum, en eins og segir í greinargerð er ekki hægt að áætla magn fyrr en hönnun liggur fyrir. Að mati Umhverfisstofnunar er umhugsunarvert að verið er að áætla miklar landfyllingar vegna iðnaðar og hafnarsvæðis á landsvæði sem er í dag að mestu leyti ósnortið af manngerðum framkvæmdum og að hluta til á náttúruminjaskrá. „Landvernd telur að uppbygging iðnaðarstarfsemi á svæði á náttúruminjaskrá sé í miklu ósamræmi við þessa markmiða- og stefnumiða setningu sveitarstjórnar Langanesbyggðar, ekki síst þegar um er að ræða jafn viðamikla og stórvaxna starfsemi og fyrirhuguð er í Gunnólfsvík,“ segir í umsögn Landverndar um aðalskipulag Langanesbyggðar. Umsögnin er undirrituð af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Þá eru þessi svæði í næsta nágrenni við stórt tiltölulega lítt snortið svæði. Verðmæti slíkra svæða fer vaxandi í heimi sem sífellt verður þéttsetnari. Þar er um að ræða verðmæti sem felast í eigingildi náttúrunnar en einnig í möguleikum á uppbyggingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða umhverfisráðherra vegna málsins. Hann vildi ekki veita Fréttablaðinu viðtal vegna málsins. Aðstoðarmaður hans, Sigríður Víðis Jónsdóttir, sendi fréttamanni eftirfarandi svar. „Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, Bremenports og Eflu verkfræðistofu undirrituðu samninga um hafnarstarfsemi í Finnafirði síðastliðinn fimmtudag. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fór síðan yfir stöðu Finnafjarðarverkefnisins í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Ríkið hefur ekki haft neina fjárhagslega aðkomu að þessu og umhverfisráðherra hefur í raun engu við þetta að bæta.“ Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. Nú hins vegar segir hann ríkið ekki hafa fjárhagslega aðkomu að verkefninu og engu við það að bæta. Hluti af svæði sem nú er á náttúruminjaskrá er inni á framkvæmdasvæði stórskipahafnarinnar. Tugþúsundir fermetra munu fara undir starfsemi í Finnafirði og segir sveitarstjóri Langanesbyggðar, Elías Pétursson, að svæðið á aðalskipulagi sem á að fara undir hafnsækna starfsemi sé stórt og hafi mikla möguleika sem slíkt. Hann segir einnig að vitaskuld muni framkvæmdin hafa neikvæð umhverfisáhrif en á móti komi að samfélagsleg áhrif slíkra framkvæmda yrðu afar jákvæð fyrir svæðið. „Svona stórar framkvæmdir munu að einhverju leyti breyta ásýnd svæðisins og sjónræn áhrif framkvæmdanna verða líkast til einhver. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar framkvæmdir munu á móti hafa afar jákvæð efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á byggðirnar hér í kring,“ segir Elías. „Því er mikilvægt að samfélögin fái að skipuleggja sín athafnasvæði til að fjölga störfum á svæðinu og byggja upp öflugt atvinnulíf.“ Verkefnið er ægistórt. Í Finnafirði er gert ráð fyrir miklum landfyllingum, en eins og segir í greinargerð er ekki hægt að áætla magn fyrr en hönnun liggur fyrir. Að mati Umhverfisstofnunar er umhugsunarvert að verið er að áætla miklar landfyllingar vegna iðnaðar og hafnarsvæðis á landsvæði sem er í dag að mestu leyti ósnortið af manngerðum framkvæmdum og að hluta til á náttúruminjaskrá. „Landvernd telur að uppbygging iðnaðarstarfsemi á svæði á náttúruminjaskrá sé í miklu ósamræmi við þessa markmiða- og stefnumiða setningu sveitarstjórnar Langanesbyggðar, ekki síst þegar um er að ræða jafn viðamikla og stórvaxna starfsemi og fyrirhuguð er í Gunnólfsvík,“ segir í umsögn Landverndar um aðalskipulag Langanesbyggðar. Umsögnin er undirrituð af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Þá eru þessi svæði í næsta nágrenni við stórt tiltölulega lítt snortið svæði. Verðmæti slíkra svæða fer vaxandi í heimi sem sífellt verður þéttsetnari. Þar er um að ræða verðmæti sem felast í eigingildi náttúrunnar en einnig í möguleikum á uppbyggingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða umhverfisráðherra vegna málsins. Hann vildi ekki veita Fréttablaðinu viðtal vegna málsins. Aðstoðarmaður hans, Sigríður Víðis Jónsdóttir, sendi fréttamanni eftirfarandi svar. „Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, Bremenports og Eflu verkfræðistofu undirrituðu samninga um hafnarstarfsemi í Finnafirði síðastliðinn fimmtudag. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fór síðan yfir stöðu Finnafjarðarverkefnisins í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Ríkið hefur ekki haft neina fjárhagslega aðkomu að þessu og umhverfisráðherra hefur í raun engu við þetta að bæta.“
Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira