Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2019 16:18 Dagur og félagar í borgarstjórn ætla að fækka bensínstöðvum innan borgarmarka um helming. Til stendur að fækka bensínstöðvum í Reykjavíkurborg um helming fyrir árið 2025. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti um þessar fyrirætlanir á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. „Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag meginlínur og samningsmarkmið í viðræður við olíufélögin með það að markmiði að fækka bensínstöðvum í borginni um helming,“ segir í færslu borgarstjóra.Rúmlega 20 bensínstöðvar hverfa Þar segir jafnframt að í staðinn fyrir benstöðvarnar komi íbúðauppbygging, hverfisverslanir eða önnur starfsemi á þessum oft frábærum lóðum. „Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari umbreytingu í samvinnu við borgina í græna átt. Loftslagsáætlun borgarinnar gerir ráð fyrir að stöðvunum verði fækkað um helming fyrir árið 2030 en nú brá svo við að borgarráði leist svo vel á uppleggið að það sameinaðist um að herða á markmiðinu og stefna á að ná því fyrir árið 2025,“ segir Dagur og bætir við: „Og allir með.“Ætla má að bensínstöðvar í Reykjavíkurborg séu vel á 50 talsins. „Árin 1983-2010 tvöfaldaðist fjöldi eldsneytisstöðvum í Reykjavík (úr 22 í 44) meðan íbúum borgarinnar fjölgaði aðeins um 35%.Einhugur í borgarstjórn. Vigdís segir fráleitt að leggja dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti í bílaflotanum.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞað þýðir að íbúum á hverja stöð fækkaði um 35% svo að árið 2010 voru í Reykjavík 2.700 íbúar á hverja bensínstöð. Á Akureyri voru árið 2010 1.400 íbúar á hverja bensínstöð,“ segir á vef Félags Íslenskra bifreiðaeigenda. En þar er bent á að meðan bensínstöðvum á Bretlandseyjum fækkaði til muna fjölgaði þeim á Íslandi.Einhugur um málið Alger einhugur var í borgarstjórn um málið. Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borginni segir alla káta með þessa samþykkt. „Að sjálfsögðu. Það á ekki að vera að leggja einhverjar dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti á bílaflotanum. Næst á dagskrá er að fara í orkuskipti á skipaflotanum, þannig að þetta er bara „all in“ hjá okkur í Miðflokknum. enginn flokkur sem hugar jafn mikið að umhverfis- og auðlindarmálum og Miðflokkurinn,“ segir Vigdís. Hún bendir á að þetta hafi verið bitbein í gegnum tíðina; þegar bensínstöðvum hefur verið potað niður í gróin hverfi. „Dæmi um það er til dæmis bensínstöðin hjá Domus Medica sem mikil læti voru um.“ Bensín og olía Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Til stendur að fækka bensínstöðvum í Reykjavíkurborg um helming fyrir árið 2025. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti um þessar fyrirætlanir á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. „Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag meginlínur og samningsmarkmið í viðræður við olíufélögin með það að markmiði að fækka bensínstöðvum í borginni um helming,“ segir í færslu borgarstjóra.Rúmlega 20 bensínstöðvar hverfa Þar segir jafnframt að í staðinn fyrir benstöðvarnar komi íbúðauppbygging, hverfisverslanir eða önnur starfsemi á þessum oft frábærum lóðum. „Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari umbreytingu í samvinnu við borgina í græna átt. Loftslagsáætlun borgarinnar gerir ráð fyrir að stöðvunum verði fækkað um helming fyrir árið 2030 en nú brá svo við að borgarráði leist svo vel á uppleggið að það sameinaðist um að herða á markmiðinu og stefna á að ná því fyrir árið 2025,“ segir Dagur og bætir við: „Og allir með.“Ætla má að bensínstöðvar í Reykjavíkurborg séu vel á 50 talsins. „Árin 1983-2010 tvöfaldaðist fjöldi eldsneytisstöðvum í Reykjavík (úr 22 í 44) meðan íbúum borgarinnar fjölgaði aðeins um 35%.Einhugur í borgarstjórn. Vigdís segir fráleitt að leggja dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti í bílaflotanum.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞað þýðir að íbúum á hverja stöð fækkaði um 35% svo að árið 2010 voru í Reykjavík 2.700 íbúar á hverja bensínstöð. Á Akureyri voru árið 2010 1.400 íbúar á hverja bensínstöð,“ segir á vef Félags Íslenskra bifreiðaeigenda. En þar er bent á að meðan bensínstöðvum á Bretlandseyjum fækkaði til muna fjölgaði þeim á Íslandi.Einhugur um málið Alger einhugur var í borgarstjórn um málið. Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borginni segir alla káta með þessa samþykkt. „Að sjálfsögðu. Það á ekki að vera að leggja einhverjar dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti á bílaflotanum. Næst á dagskrá er að fara í orkuskipti á skipaflotanum, þannig að þetta er bara „all in“ hjá okkur í Miðflokknum. enginn flokkur sem hugar jafn mikið að umhverfis- og auðlindarmálum og Miðflokkurinn,“ segir Vigdís. Hún bendir á að þetta hafi verið bitbein í gegnum tíðina; þegar bensínstöðvum hefur verið potað niður í gróin hverfi. „Dæmi um það er til dæmis bensínstöðin hjá Domus Medica sem mikil læti voru um.“
Bensín og olía Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira