
Mannauður kennara
Með bindingu leyfisbréfa við tiltekið skólastig er æskilegt flæði kennara milli skólastiga hindrað. Með breytingunni eykst sveigjanleiki í starfi kennara verulega. Líklegt er að frumvarpið verði til þess að auka á svigrúm í skólastarfi, bæði hvað varðar starfsþróun kennara og þróun á fagstarfi. Skólastjórnendur munu hafa úr stærri potti að velja þegar kemur að ráðningum og meiri möguleika á að fá inn kennara með þá sérhæfingu sem vantar. Breytingin skapar tækifæri fyrir skólastjórnendur í Reykjavík til að ráða inn kennara með reynslu á ólíkum stigum.
Aukin réttindi og tækifæri til starfsþróunar ættu að styrkja stéttina og gera kennarastarfið meira aðlaðandi. Einnig mun starfsöryggi kennara aukast, en þeir sem ráða sig til kennslu milli skólastiga eru núna ráðnir inn sem leiðbeinendur og störf þeirra auglýst árlega. Þannig má með frumvarpinu vonast eftir aukinni aðsókn í kennaranám og að lærðir kennarar sem ekki starfa við kennslu snúi sér að kennslu. Í ljósi skorts á fagmenntuðum kennurum í leik- og grunnskólum ber að fagna hugmyndum sem kunna að fjölga í stéttinni.
Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar, þegar ný störf verða til, munu skólabörn dagsins í dag þurfa að tileinka sér annars konar færni en fyrri kynslóðir. Þannig munu samskipti, samstarf, tilfinningagreind, sköpun og lausnamiðuð hugsun fá aukið vægi. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á lestur, stærðfræði, tækni og vísindi. Það er því ljóst að þeir sem græða mest á því að kennarar séu með ólíkan bakgrunn og þekkingu eru nemendur. Með frumvarpinu fá kennarar fjölbreyttari tækifæri til að þróa sig í starfi og gæði skólastarfsins munu aukast. Þegar öllu er á botninn hvolft er fyrst og fremst um hagsmunamál nemenda að ræða.
Skoðun

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar

Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Upp með olnbogana!
Eliza Reid skrifar

Að missa sjón þó augun virki
Inga María Ólafsdóttir skrifar

Flosi – sannur fyrirliði
Hannes S. Jónsson skrifar

Því miður, atkvæði þitt fannst ekki
Oddgeir Georgsson skrifar

Stigið fram af festu?
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Óður til Grænlands
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor
Kristín Heimisdóttir skrifar

Mannlegi rektorinn Silja Bára
Arnar Pálsson skrifar

Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það
Drífa Snædal skrifar